Umhverfisráðherra segir Íslendinga engan tíma mega missa Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2022 19:20 Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra segir augljóst að útvega þurfi meiri græna orku á Íslandi til að ná markmiðum um orkuskipti. Stöð 2/Sigurjón Umhverfisráðherra segir Íslendinga engan tíma mega missa til öflunar meiri orku til að geta staðið við markmið um orkuskipti. Olíubrennsla að undanförnu vegna skorts á umfram raforku þurrki út árangur rafknúinna bifreiða í loftslagsmálum frá árinu 2010. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata hóf sérstaka umræðu um loftslagsmál á Alþingi i dag og sagði Íslendinga langt á eftir áætlun í lofstslagsmálum. Ekkert ríki hefði hins vegar gert nóg í þessum málum. Samþykkt hafi verið á loftslagsráðstefnunni í Glasgow í fyrra að ríkin kæmu strax á þessu ári með uppfærða landsáætlun níu mánuðum fyrir næsta fund. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata segir algerlega óljóst hvernig stjórnvöld hyggist ná fram markmiðum sínum í loftslagsmálum.Vísir/Vilhelm „Næsti fundur verður í Sharm El-Sheikh (í Egyptalandi) 7. nóvember. Þannig að níu mánaða fresturinn sem Sameinuðu þjóðirnar setja rennur út á mánudaginn kemur,“ sagði Andrés Ingi. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra sagði stjórnvöld nú vinna að uppfærslu áætlana í samvinnu við sveitarfélög og fleiri aðila. Mestu máli skipi hins vegar hvað gert væri til að ná markmiðum orkuskipta. Blikur væru á loft í orkumálum. Ráðherra minnti á að raforkuframleiðendur gætu um þessar mundir ekki svarðað þörfum kaupenda skerðanlegrar orku vegna slæms ársferðis í vatnsbúskap virkjana. Þannig þyrftu fiskimjölsverksmiðjur að brenna 20 til 30 þúsund tonnum af olíu til að framleiða raforku. „Bent hefur verið á að þetta jafngildi því að sá árangur sem náðst hefur í að draga úr losun frá bifreiðum með rafbílavæðingu Íslendinga frá árinu 2010 til dagsins í dag hverfi vegna þessara aðstæðna,“ sagði Guðlaugur Þór. Sama staða blasti síðan við fjarvarmaveitum um þessi mánaðamót. Þetta muni til dæmis margfalda útflástur Orkubús Vestfjarða. Íslendingar megi engan tíma missa til að ná markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum um stórfellda minnkun á útblæstri gróðurhúslofttegunda. „Ef orkuskiptin eiga að skila tilætluðum árangri verður að vera til staðar græn orka. Það er staðreynd sem ekki verður horft fram hjá. Við megum engan tíma missa. Í þessu samhengi er rétt að taka fram að ég hyggst á næstu vikum leggja fram tvö frumvörp sem hafa það að markmiði annars vegar að bæta nýtingu virkjana og hins vegar leiða af sér orkusparnað," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. Ríkisendurskoðanda skákað til án heimilda Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra skipaði Skúla Eggert Þórðarson ríkisendurskoðanda á dögunum í embætti ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti sínu án auglýsingar. Hún vísaði til heimilda í starfsmannalögum til að færa embættismenn milli ráðuneyta.vísir Það var rætt um margt fleira á Alþingi í dag. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar mótmælti því til dæmis að Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi hafi verið færður án auglýsingar í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Heimild ráðherra til að færa embættismenn á milli ráðuneyta næðu ekki til ríkisendurskoðanda sem heyrði undir Alþingi. Það þyrfti meira en samþykki forseta Alþingis fyrir þessum búferlaflutningum. Jóhann Páll Jóhannsson segir ráðherra ekki hafa heimild til að færa embættismann sem heyri undir Alþingi til í starfi.Vísir/Vilhelm „Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að með þessum gjörningi sé verið að misbeita 36. gr. starfsmannalaga. Það mundi engum detta það í hug að ráðherra gæti t.d. teygt sig yfir á svið dómsvaldsins og sótt sér þangað dómara og fært yfir í ráðuneyti sitt,“ sagði Jóhann Páll. Hér hefði verið sett hættulegt fordæmi. „Ég mótmæli þessu. Þetta stríðir gegn þrískiptingu ríkisvalds. Þetta er virðingarleysi gagnvart Alþingi og gagnvart þeim eftirlitsstofnunum sem starfa á vegum Alþingis. Við hér í þessum sal getum ekki setið þegjandi undir þessu og við gerum það ekki. Það verður að taka þetta til skoðunar,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson. Loðnuveiðar Orkumál Alþingi Umhverfismál Vistvænir bílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir MS á Akureyri kveikir á díselkatli þegar rafmagnið klárast Skortur á fjárfestingu í orkuflutningakerfum á Norðurlandi hefur bitnað harkalega á atvinnulífi í Eyjafirði. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi hætt við að hefja rekstur á Akureyri af þessum sökum og Mjólkursamsalan þarf að reiða sig á díselolíu þegar skert framboð er af rafmagni eða kerfi liggur niðri. 17. október 2017 12:30 Landsvirkjun þarf að skammta rafmagn til stórkaupenda Landsvirkjun verður á næstunni að grípa til rafmagnsskömtunar til stórkaupenda vegna skorts á raforku. Mjög lítið vatn er nú í uppistöðulónum Landsvirkjunar miðað við árstíma og þar því að grípa til þessara ráða. 16. janúar 2014 07:17 „Augljóslega er þetta ekki gott“ Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert. 22. janúar 2022 12:19 Áhöfn olíuskips á útopnu að þjóna loðnubræðslum Viðbótar olíuflutningar til loðnuverksmiðja til að mæta óvæntri raforkuskerðingu jafngilda farmi 550 olíubíla af stærstu gerð. Umferð olíutrukka á þjóðvegunum mun þó ekki aukast því eina olíuskip Íslendinga fer í verkefnið. 18. desember 2021 22:44 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata hóf sérstaka umræðu um loftslagsmál á Alþingi i dag og sagði Íslendinga langt á eftir áætlun í lofstslagsmálum. Ekkert ríki hefði hins vegar gert nóg í þessum málum. Samþykkt hafi verið á loftslagsráðstefnunni í Glasgow í fyrra að ríkin kæmu strax á þessu ári með uppfærða landsáætlun níu mánuðum fyrir næsta fund. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata segir algerlega óljóst hvernig stjórnvöld hyggist ná fram markmiðum sínum í loftslagsmálum.Vísir/Vilhelm „Næsti fundur verður í Sharm El-Sheikh (í Egyptalandi) 7. nóvember. Þannig að níu mánaða fresturinn sem Sameinuðu þjóðirnar setja rennur út á mánudaginn kemur,“ sagði Andrés Ingi. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra sagði stjórnvöld nú vinna að uppfærslu áætlana í samvinnu við sveitarfélög og fleiri aðila. Mestu máli skipi hins vegar hvað gert væri til að ná markmiðum orkuskipta. Blikur væru á loft í orkumálum. Ráðherra minnti á að raforkuframleiðendur gætu um þessar mundir ekki svarðað þörfum kaupenda skerðanlegrar orku vegna slæms ársferðis í vatnsbúskap virkjana. Þannig þyrftu fiskimjölsverksmiðjur að brenna 20 til 30 þúsund tonnum af olíu til að framleiða raforku. „Bent hefur verið á að þetta jafngildi því að sá árangur sem náðst hefur í að draga úr losun frá bifreiðum með rafbílavæðingu Íslendinga frá árinu 2010 til dagsins í dag hverfi vegna þessara aðstæðna,“ sagði Guðlaugur Þór. Sama staða blasti síðan við fjarvarmaveitum um þessi mánaðamót. Þetta muni til dæmis margfalda útflástur Orkubús Vestfjarða. Íslendingar megi engan tíma missa til að ná markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum um stórfellda minnkun á útblæstri gróðurhúslofttegunda. „Ef orkuskiptin eiga að skila tilætluðum árangri verður að vera til staðar græn orka. Það er staðreynd sem ekki verður horft fram hjá. Við megum engan tíma missa. Í þessu samhengi er rétt að taka fram að ég hyggst á næstu vikum leggja fram tvö frumvörp sem hafa það að markmiði annars vegar að bæta nýtingu virkjana og hins vegar leiða af sér orkusparnað," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. Ríkisendurskoðanda skákað til án heimilda Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra skipaði Skúla Eggert Þórðarson ríkisendurskoðanda á dögunum í embætti ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti sínu án auglýsingar. Hún vísaði til heimilda í starfsmannalögum til að færa embættismenn milli ráðuneyta.vísir Það var rætt um margt fleira á Alþingi í dag. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar mótmælti því til dæmis að Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi hafi verið færður án auglýsingar í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Heimild ráðherra til að færa embættismenn á milli ráðuneyta næðu ekki til ríkisendurskoðanda sem heyrði undir Alþingi. Það þyrfti meira en samþykki forseta Alþingis fyrir þessum búferlaflutningum. Jóhann Páll Jóhannsson segir ráðherra ekki hafa heimild til að færa embættismann sem heyri undir Alþingi til í starfi.Vísir/Vilhelm „Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að með þessum gjörningi sé verið að misbeita 36. gr. starfsmannalaga. Það mundi engum detta það í hug að ráðherra gæti t.d. teygt sig yfir á svið dómsvaldsins og sótt sér þangað dómara og fært yfir í ráðuneyti sitt,“ sagði Jóhann Páll. Hér hefði verið sett hættulegt fordæmi. „Ég mótmæli þessu. Þetta stríðir gegn þrískiptingu ríkisvalds. Þetta er virðingarleysi gagnvart Alþingi og gagnvart þeim eftirlitsstofnunum sem starfa á vegum Alþingis. Við hér í þessum sal getum ekki setið þegjandi undir þessu og við gerum það ekki. Það verður að taka þetta til skoðunar,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson.
Loðnuveiðar Orkumál Alþingi Umhverfismál Vistvænir bílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir MS á Akureyri kveikir á díselkatli þegar rafmagnið klárast Skortur á fjárfestingu í orkuflutningakerfum á Norðurlandi hefur bitnað harkalega á atvinnulífi í Eyjafirði. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi hætt við að hefja rekstur á Akureyri af þessum sökum og Mjólkursamsalan þarf að reiða sig á díselolíu þegar skert framboð er af rafmagni eða kerfi liggur niðri. 17. október 2017 12:30 Landsvirkjun þarf að skammta rafmagn til stórkaupenda Landsvirkjun verður á næstunni að grípa til rafmagnsskömtunar til stórkaupenda vegna skorts á raforku. Mjög lítið vatn er nú í uppistöðulónum Landsvirkjunar miðað við árstíma og þar því að grípa til þessara ráða. 16. janúar 2014 07:17 „Augljóslega er þetta ekki gott“ Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert. 22. janúar 2022 12:19 Áhöfn olíuskips á útopnu að þjóna loðnubræðslum Viðbótar olíuflutningar til loðnuverksmiðja til að mæta óvæntri raforkuskerðingu jafngilda farmi 550 olíubíla af stærstu gerð. Umferð olíutrukka á þjóðvegunum mun þó ekki aukast því eina olíuskip Íslendinga fer í verkefnið. 18. desember 2021 22:44 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
MS á Akureyri kveikir á díselkatli þegar rafmagnið klárast Skortur á fjárfestingu í orkuflutningakerfum á Norðurlandi hefur bitnað harkalega á atvinnulífi í Eyjafirði. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi hætt við að hefja rekstur á Akureyri af þessum sökum og Mjólkursamsalan þarf að reiða sig á díselolíu þegar skert framboð er af rafmagni eða kerfi liggur niðri. 17. október 2017 12:30
Landsvirkjun þarf að skammta rafmagn til stórkaupenda Landsvirkjun verður á næstunni að grípa til rafmagnsskömtunar til stórkaupenda vegna skorts á raforku. Mjög lítið vatn er nú í uppistöðulónum Landsvirkjunar miðað við árstíma og þar því að grípa til þessara ráða. 16. janúar 2014 07:17
„Augljóslega er þetta ekki gott“ Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert. 22. janúar 2022 12:19
Áhöfn olíuskips á útopnu að þjóna loðnubræðslum Viðbótar olíuflutningar til loðnuverksmiðja til að mæta óvæntri raforkuskerðingu jafngilda farmi 550 olíubíla af stærstu gerð. Umferð olíutrukka á þjóðvegunum mun þó ekki aukast því eina olíuskip Íslendinga fer í verkefnið. 18. desember 2021 22:44