Mótið verður haldið þann 24. júlí og munu keppendurnir berjast um 25 þúsund punda verðlaunafé. Ekki nóg með það heldur mun sigurvegari mótsins vinna sér inn keppnisrétt á Grand Slam of Darts 2022.
𝘐𝘯𝘵𝘳𝘰𝘥𝘶𝘤𝘪𝘯𝘨...𝗧𝗵𝗲 𝗕𝗲𝘁𝗳𝗿𝗲𝗱 𝗪𝗼𝗺𝗲𝗻'𝘀 𝗪𝗼𝗿𝗹𝗱 𝗠𝗮𝘁𝗰𝗵𝗽𝗹𝗮𝘆
— PDC Darts (@OfficialPDC) February 1, 2022
The PDC will stage its first televised women's tournament this summer!
Taking place on Sunday July 24 at Blackpool's Winter Gardens.
Full story➡️ https://t.co/N0r66Wfwlw pic.twitter.com/ebXEAWuDDM
„Við erum virkilega ánægð með að hafa bætt Betfred Women's Worlds Matchplay-mótinu á dagskránna okkar,“ sagði formaður PDC-samtakanna, Matt Porter, í samtali við Sky Sports.
„Við höfum lagt aukna áherslu á pílukast kvenna á undanförnum árum og okkur finnst eins og nú sé rétti tíminn til að gefa þessum keppendum sjónvarpaðan viðburð.“
Þeir átta keppendur sem hafa unnið sér inn mest verðlaunafé á fyrstu 12 PDC-viðburðum ársins vinna sér inn keppnisrétt á mótinu sem verður haldið sama dag og karlakeppnin.