Fengu loksins að fara heim til viðmælenda Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. febrúar 2022 21:11 Heiður Ósk og Ingunn Sig mynda HI beauty teymið. Þær hafa áralanga reynslu úr förðunarbransanum hér á landi. Undireins Leikkonan Aldís Amah Hamilton verður gestur í fyrsta þættinum af glænýrri þáttaröð af Snyrtiborðinu með HI beauty. Þættirnir verða sýndir hér á Lífinu á Vísi næstu átta miðvikudaga. HI beauty mynda þær Heiður Ósk og Ingunn Sig, en þær eru förðunarfræðingar, eigendur Reykjavík Makeup School og eru auk þess pistlahöfundar og þáttastjórnendur hér á Lífinu á Vísi. Í þáttunum heimsækja þær þekkta Íslendinga og ræða um snyrtivörur, hárvörur, förðun og margt fleira áhugavert. „Nýja þáttaröðin af Snyrtiborðinu er skemmtileg og töluvert öðruvísi en síðasta sería. Með afléttingum fengum við loksins að fara heim til viðmælenda okkar og sáum við hvernig þau gera sig til fyrir daginn. Það var svo gaman að sjá fjölbreytt umhverfi og rútínu og lærðum við ekkert smá mikið af gestum þáttarins. Við tókum síðan upp á því að hafa áskorun fyrir hvern og einn viðmælenda og stilltum þessu upp í æsispennandi og skrautlega augnhárakeppni sem verður gaman að fylgjast með út seríuna,“ segir Heiður Ósk í samtali við Vísi. „Við lögðum upp úr því að hafa þættina fjölbreytta og pössuðum við að viðmælendurnir fylgdu því. Við hittum meðal annars Patrek Jamie, Aldísi Önnu Hamilton, Dóru Júlíu og Lindu Ben en listinn er alls ekki tæmdur þar,“ segir Ingunn spennt. Frá tökum á Snyrtiborðinu.Undireins Nýja þáttaröðin er framleidd af Undireins fyrir Vísi og voru stelpurnar glaðar að þurfa ekki sjálfar að sjá um upptökuna líkt og í fyrstu þáttaröðinni. „Samstarf okkar við framleiðslufyrirtækið Undireins hefur gengið eins og í sögu. Við þekktumst aðeins frá fyrri störfum og erum öll á svipuðum aldri og með gríðarlegan metnað fyrir þeim verkefnum sem við tökum að okkur. Þau skildu algjörlega sýn okkar á þáttunum og gætum við ekki verið ánægðari með útkomuna. Við getum ekki beðið eftir að vinna nánar með þeim í framtíðinni,“ segir Heiður. Frá tökum á Snyrtiborðinu.Undireins „Við viljum enda á því að þakka öllum gestunum fyrir að taka svona vel á móti okkur og vonumst til að áhorfið verði jafn skemmtilegt og vinnan á bakvið þættina.“ Þær Heiður og Ingunn munu mæta í Brennsluna á FM957 og ræða nýju þáttaröðina. Fyrsti þáttur kemur út á morgun en fyrstu þáttaröðina má skoða HÉR á Vísi. Tíska og hönnun HI beauty Förðun Tengdar fréttir Uppáhalds lúkkin okkar úr Emily in Paris Netflix þættirnir Emily in Paris með Lily Collins hafa vakið mikla athygi og þá sérstaklega þegar kemur að klæðnaði, förðun og hári. Heiður Ósk og Ingunn Sig í HI beauty tóku saman sín uppáhalds lúkk úr þáttunum. Við gefum þeim orðið. 16. janúar 2022 12:01 Stærstu trendin árið 2022 að mati HI beauty Við fengum Heiði Ósk og Ingunni Sig í HI beauty til að spá fyrir um þau trend sem verði mest áberandi í hári, förðun og snyrtivörum á þessu ári. Við gefum þeim orðið 12. janúar 2022 11:30 Keyptu Reykjavík Makeup School Förðunarfræðingarnir Ingunn Sigurðardóttir og Heiður Ósk Eggertsdóttir hafa tekið yfir rekstur Reykjavík Makeup School að fullu en þær komu upphaflega inn í rekstur hans sem meðeigendur 2020. 7. janúar 2022 08:17 Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
HI beauty mynda þær Heiður Ósk og Ingunn Sig, en þær eru förðunarfræðingar, eigendur Reykjavík Makeup School og eru auk þess pistlahöfundar og þáttastjórnendur hér á Lífinu á Vísi. Í þáttunum heimsækja þær þekkta Íslendinga og ræða um snyrtivörur, hárvörur, förðun og margt fleira áhugavert. „Nýja þáttaröðin af Snyrtiborðinu er skemmtileg og töluvert öðruvísi en síðasta sería. Með afléttingum fengum við loksins að fara heim til viðmælenda okkar og sáum við hvernig þau gera sig til fyrir daginn. Það var svo gaman að sjá fjölbreytt umhverfi og rútínu og lærðum við ekkert smá mikið af gestum þáttarins. Við tókum síðan upp á því að hafa áskorun fyrir hvern og einn viðmælenda og stilltum þessu upp í æsispennandi og skrautlega augnhárakeppni sem verður gaman að fylgjast með út seríuna,“ segir Heiður Ósk í samtali við Vísi. „Við lögðum upp úr því að hafa þættina fjölbreytta og pössuðum við að viðmælendurnir fylgdu því. Við hittum meðal annars Patrek Jamie, Aldísi Önnu Hamilton, Dóru Júlíu og Lindu Ben en listinn er alls ekki tæmdur þar,“ segir Ingunn spennt. Frá tökum á Snyrtiborðinu.Undireins Nýja þáttaröðin er framleidd af Undireins fyrir Vísi og voru stelpurnar glaðar að þurfa ekki sjálfar að sjá um upptökuna líkt og í fyrstu þáttaröðinni. „Samstarf okkar við framleiðslufyrirtækið Undireins hefur gengið eins og í sögu. Við þekktumst aðeins frá fyrri störfum og erum öll á svipuðum aldri og með gríðarlegan metnað fyrir þeim verkefnum sem við tökum að okkur. Þau skildu algjörlega sýn okkar á þáttunum og gætum við ekki verið ánægðari með útkomuna. Við getum ekki beðið eftir að vinna nánar með þeim í framtíðinni,“ segir Heiður. Frá tökum á Snyrtiborðinu.Undireins „Við viljum enda á því að þakka öllum gestunum fyrir að taka svona vel á móti okkur og vonumst til að áhorfið verði jafn skemmtilegt og vinnan á bakvið þættina.“ Þær Heiður og Ingunn munu mæta í Brennsluna á FM957 og ræða nýju þáttaröðina. Fyrsti þáttur kemur út á morgun en fyrstu þáttaröðina má skoða HÉR á Vísi.
Tíska og hönnun HI beauty Förðun Tengdar fréttir Uppáhalds lúkkin okkar úr Emily in Paris Netflix þættirnir Emily in Paris með Lily Collins hafa vakið mikla athygi og þá sérstaklega þegar kemur að klæðnaði, förðun og hári. Heiður Ósk og Ingunn Sig í HI beauty tóku saman sín uppáhalds lúkk úr þáttunum. Við gefum þeim orðið. 16. janúar 2022 12:01 Stærstu trendin árið 2022 að mati HI beauty Við fengum Heiði Ósk og Ingunni Sig í HI beauty til að spá fyrir um þau trend sem verði mest áberandi í hári, förðun og snyrtivörum á þessu ári. Við gefum þeim orðið 12. janúar 2022 11:30 Keyptu Reykjavík Makeup School Förðunarfræðingarnir Ingunn Sigurðardóttir og Heiður Ósk Eggertsdóttir hafa tekið yfir rekstur Reykjavík Makeup School að fullu en þær komu upphaflega inn í rekstur hans sem meðeigendur 2020. 7. janúar 2022 08:17 Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Uppáhalds lúkkin okkar úr Emily in Paris Netflix þættirnir Emily in Paris með Lily Collins hafa vakið mikla athygi og þá sérstaklega þegar kemur að klæðnaði, förðun og hári. Heiður Ósk og Ingunn Sig í HI beauty tóku saman sín uppáhalds lúkk úr þáttunum. Við gefum þeim orðið. 16. janúar 2022 12:01
Stærstu trendin árið 2022 að mati HI beauty Við fengum Heiði Ósk og Ingunni Sig í HI beauty til að spá fyrir um þau trend sem verði mest áberandi í hári, förðun og snyrtivörum á þessu ári. Við gefum þeim orðið 12. janúar 2022 11:30
Keyptu Reykjavík Makeup School Förðunarfræðingarnir Ingunn Sigurðardóttir og Heiður Ósk Eggertsdóttir hafa tekið yfir rekstur Reykjavík Makeup School að fullu en þær komu upphaflega inn í rekstur hans sem meðeigendur 2020. 7. janúar 2022 08:17