Hefnd busanna Baldur Thorlacius skrifar 2. febrúar 2022 07:00 Titill greinarinnar vísar til hinnar stórgóðu kvikmyndar Revenge of the Nerds (þýtt sem Hefnd busanna, höldum okkur við þá hugtakanotkun hér), sem kom út á níunda áratug síðustu aldar. Myndin fjallar í mjög stuttu máli um upprisu busa (e. nerds) í bandarískum háskóla og baráttu þeirra við hóp andstyggilegra íþróttatöffara (e. jocks). Ég biðst velvirðingar á því að spilla fyrir endanum, en busarnir stóðu uppi sem sigurvegarar. Einstaklingar hafa lengi verið hálfgerðir busar á verðbréfamarkaði. Undanskildir, litið niður á þá og ekki boðið í nein partý. Stundum var talað um fjárfestingar einstaklinga sem „dumb money“. Ég ætla að þýða það sem kjánakrónur. En þetta hefur heldur betur verið að breytast. Víða um heim hafa einstaklingar verið að láta til sín taka í verðbréfaviðskiptum. Yfirleitt er það með nokkuð hófstilltum hætti, þar sem fólk er einfaldlega að ráðstafa sparifé sínu og fjárfesta til langs tíma. Á Íslandi höfum við séð þátttöku einstaklinga í hlutabréfaviðskiptum stóraukast, fjöldi einstaklinga sem átti hlutabréf hefur hækkað frá rúmlega 8 þúsund manns árið 2009 í yfir 29 þúsund manns í lok árs 2021. Í ýktustu dæmunum erlendis hafa aftur á móti stórir hópar einstaklinga tekið sig saman og t.d. keypt umfangsmikinn hlut í tilteknum fyrirtækjum sem vogunarsjóðir höfðu tekið stórar skortstöður í. Svo sem í tilfelli GameStop og fleiri fyrirtækja – eins og ég skrifaði um fyrir ári síðan. Þar var ekki um að ræða kjánakrónur heldur þaulskipulagða og nokkuð vel ígrundaða fjárfestingu hóps einstaklinga sem notaði spjallþræði og samfélagsmiðla til að samræma aðgerðir sínar. Og það virkaði (a.m.k. að einhverju leyti). Kokhraustir vogunarsjóðsstjórar hrökkluðust til baka með skottið á milli lappanna. Rétt eins og íþróttatöffararnir í Hefnd busanna. Caitlin McCabe, blaðakona The Wall Street Journal, fjallaði um þessa þróun í nýlegum pistli sínum, „Day Traders as ‘Dumb Money’? The Pros Are Now Paying Attention“, þar sem hún rekur hvernig afstaða sjóðsstjóra til einstaklingsfjárfesta hefur breyst á undanförnu ári. Þeir tala ekki lengur um kjánakrónur heldur fylgjast 85% vogunarsjóða og 42% eignastýringaraðila grannt með samfélagsmiðlum til að greina hvað hjörðin gerir næst, skv. nýlegri könnun Bloomberg Intelligence. Margir velta því fyrir sér hvort einstaklingsfjárfestar muni hverfa á braut um leið og markaðsaðstæður versna. McCabe bendir aftur á móti á að rannsóknir sýni að einstaklingar hafi til þessa sýnt talsverða seiglu á erfiðum dögum á markaðnum og í reynd hjálpað til við að draga úr sveiflum og auka seljanleika við slíkar aðstæður. Það veit auðvitað enginn hvað koma skal í þeim efnum, en eins og málin standa eru einstaklingsfjárfestar sem heild farnir að jafnast á við allra stærstu fagfjárfestana – og stundum gott betur. Einstaklingar hafa t.a.m. verið í lykilhlutverki í hlutafjárútboðum hér á landi sl. tvö ár. Busarnir eru komnir með sæti við borðið og verða ekki hundsaðir í bráð. Þetta kallar á nýja nálgun í fjármögnun og fjárfestatengslum, þar sem enn meiri áhersla er lögð á gagnsæi og jafnræði. Og því ber að fanga. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Kauphöllin Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Titill greinarinnar vísar til hinnar stórgóðu kvikmyndar Revenge of the Nerds (þýtt sem Hefnd busanna, höldum okkur við þá hugtakanotkun hér), sem kom út á níunda áratug síðustu aldar. Myndin fjallar í mjög stuttu máli um upprisu busa (e. nerds) í bandarískum háskóla og baráttu þeirra við hóp andstyggilegra íþróttatöffara (e. jocks). Ég biðst velvirðingar á því að spilla fyrir endanum, en busarnir stóðu uppi sem sigurvegarar. Einstaklingar hafa lengi verið hálfgerðir busar á verðbréfamarkaði. Undanskildir, litið niður á þá og ekki boðið í nein partý. Stundum var talað um fjárfestingar einstaklinga sem „dumb money“. Ég ætla að þýða það sem kjánakrónur. En þetta hefur heldur betur verið að breytast. Víða um heim hafa einstaklingar verið að láta til sín taka í verðbréfaviðskiptum. Yfirleitt er það með nokkuð hófstilltum hætti, þar sem fólk er einfaldlega að ráðstafa sparifé sínu og fjárfesta til langs tíma. Á Íslandi höfum við séð þátttöku einstaklinga í hlutabréfaviðskiptum stóraukast, fjöldi einstaklinga sem átti hlutabréf hefur hækkað frá rúmlega 8 þúsund manns árið 2009 í yfir 29 þúsund manns í lok árs 2021. Í ýktustu dæmunum erlendis hafa aftur á móti stórir hópar einstaklinga tekið sig saman og t.d. keypt umfangsmikinn hlut í tilteknum fyrirtækjum sem vogunarsjóðir höfðu tekið stórar skortstöður í. Svo sem í tilfelli GameStop og fleiri fyrirtækja – eins og ég skrifaði um fyrir ári síðan. Þar var ekki um að ræða kjánakrónur heldur þaulskipulagða og nokkuð vel ígrundaða fjárfestingu hóps einstaklinga sem notaði spjallþræði og samfélagsmiðla til að samræma aðgerðir sínar. Og það virkaði (a.m.k. að einhverju leyti). Kokhraustir vogunarsjóðsstjórar hrökkluðust til baka með skottið á milli lappanna. Rétt eins og íþróttatöffararnir í Hefnd busanna. Caitlin McCabe, blaðakona The Wall Street Journal, fjallaði um þessa þróun í nýlegum pistli sínum, „Day Traders as ‘Dumb Money’? The Pros Are Now Paying Attention“, þar sem hún rekur hvernig afstaða sjóðsstjóra til einstaklingsfjárfesta hefur breyst á undanförnu ári. Þeir tala ekki lengur um kjánakrónur heldur fylgjast 85% vogunarsjóða og 42% eignastýringaraðila grannt með samfélagsmiðlum til að greina hvað hjörðin gerir næst, skv. nýlegri könnun Bloomberg Intelligence. Margir velta því fyrir sér hvort einstaklingsfjárfestar muni hverfa á braut um leið og markaðsaðstæður versna. McCabe bendir aftur á móti á að rannsóknir sýni að einstaklingar hafi til þessa sýnt talsverða seiglu á erfiðum dögum á markaðnum og í reynd hjálpað til við að draga úr sveiflum og auka seljanleika við slíkar aðstæður. Það veit auðvitað enginn hvað koma skal í þeim efnum, en eins og málin standa eru einstaklingsfjárfestar sem heild farnir að jafnast á við allra stærstu fagfjárfestana – og stundum gott betur. Einstaklingar hafa t.a.m. verið í lykilhlutverki í hlutafjárútboðum hér á landi sl. tvö ár. Busarnir eru komnir með sæti við borðið og verða ekki hundsaðir í bráð. Þetta kallar á nýja nálgun í fjármögnun og fjárfestatengslum, þar sem enn meiri áhersla er lögð á gagnsæi og jafnræði. Og því ber að fanga. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun