Nagelsmann tók við liði 1899 Hoffenheim árið 2016 þegar hann var bara 28 ára og varð um leið yngsti þjálfarinn í sögu þýsku bundesligunnar.
Hann tók við liði RB Leipzig árið 2019 og fékk síðan stærsta starfið í Þýskalandi síðasta sumar þegar hann var ráðinn knattspyrnustjóri Bayern München.
Nagelsmann hefur ekki unnið stóran titil á stjóraferlinum en það er miklar líkur á því að það breyst á hans fyrsta tímabili með Bayern.
Nagelsmann giftist æskuástinni sinni Verenu árið 2018 og hún vissi alveg hvað hún var að fara út í.
Nagelsmann viðurkenndi það í viðtali við Bæjarablaðið 51 að hann tali upp úr svefni.
„Stundum þegar ég fer að sofa eftir leiki þá kalla ég nöfn leikmanna minna. Eiginkonan mín sagði mér frá því. Sumar nætur þá vek ég hana með þessum köllum,“ sagði Julian Nagelsmann í viðtalinu.