Leeds fyllir Elland Road sama hvað á gengur og stuðningsmennirnir hafa staðið á bak við sínu liði þrátt fyrir langa veru í neðri deildum. Stemmningin á Elland Road klikkar sjaldan.
Ný úttekt á hvaða félag eigi ástríðufyllstu stuðningsmennina í ensku úrvalsdeildinni setti Leedsara í efstu sætið.
1st - Leeds
— SPORTbible (@sportbible) February 2, 2022
5th - Arsenal
16th - Manchester United
A new ranking has determined the most passionate fans in the league. This is going to cause some debate. https://t.co/aWPekBOCUq
Fótboltavefsíðan 1sports1 stóð fyrir uppröðun listans en í næstu sætum eru stuðningsmenn Newcastle United og Liverpool.
West Ham er efsta Lundúnaliðið einu sæti á undan Arsenal en stuðningsmenn Chelsea, Leicester og Tottenham komust ekki á topp tíu.
Það vekur líka nokkra athygli hvað Manchester liðin eru bæði neðarlega. Fjölmargir stuðningsmanna þeirra hér á Íslandi eru örugglega mjög ósáttir við það.
Manchester United er bara í sextánda sæti og Englandsmeistarar Manchester City í því sautjánda.
Brentford rekur lestina en stuðningsmenn Burnley og Watford eru líka fyrir neðan Manchester liðin.
- Ástríðufyllstu stuðningsmenn ensku úrvalsdeildarinnar:
- 1. Leeds
- 2. Newcastle
- 3. Liverpool
- 4. West Ham
- 5. Arsenal
- 6. Aston Villa
- 7. Crystal Palace
- 8. Wolves
- 9. Norwich
- 10. Southampton
- 11. Chelsea
- 12. Leicester
- 13. Tottenham
- 14. Brighton
- 15. Everton
- 16. Manchester United
- 17. Manchester City
- 18. Burnley
- 19. Watford
- 20. Brentford