Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu Kristján Már Unnarsson skrifar 2. febrúar 2022 21:21 Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni. Egill Aðalsteinsson Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Þorstein Sigurðsson, forstjóra Hafrannsóknastofnunar, en í fréttatilkynningu stofnunarinnar kemur fram að nýafstaðinn leiðangur rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Bjarna Sæmundssonar þýði ráðgjöf um 800 þúsund tonna heildarkvóta. Það væri um 100 þúsund tonna lækkun frá útgefnum kvóta á yfirstandandi vertíð upp á 904 þúsund tonn. Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, í beinni útsendingu Stöðvar 2 úr Hafnarfirði í kvöld.Sigurjón Ólason Gunnþór Ingvason hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað, sem áður var búinn að áætla sextíu milljarða króna tekjur Íslendinga af loðnuvertíðinni, sagði í samtali við fréttastofu að svona kvótaminnkun geti þýtt lægri tekjur þjóðarbúsins sem nemur fjórum milljörðum króna. Útgerðir eru strax farnar að bregðast við. Binni í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, sagðist vera búinn að hringja í alla skipstjórana sína og segja þeim að hætta strax veiðum og snúa í land. Hann vildi eiga nóg eftir af kvótanum til að veiða loðnuna síðar þegar hún verður orðin verðmætari og nálgast hrygningu en ekki eyða kvótanum til að veiða hana í bræðslu. Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar.Einar Árnason Í frétt Hafrannsóknastofnunar kemur fram að hafís út af Vestfjörðum hafi hindrað rannsóknaskipin í að mæla útbreiðslu loðnu á því svæði. „Þess vegna telur Hafrannsóknastofnun nauðsynlegt að kanna það svæði frekar áður en lokaráðgjöf verður gefin út.“ Segir stofnunin að fyrirhugaður leiðangur gæti hafist í kringum 8. febrúar, háð veðri og hafísskilyrðum. Stefnt sé að kynningu niðurstaðna og lokaráðgjöf um viku síðar. Forstjóri Hafrannsóknastofnunar kvaðst í beinni útsendingu Stöðvar 2 binda vonir við að leiðangurinn leiddi til þess að unnt yrði að tosa veiðiráðgjöfina upp í núgildandi kvóta. Hér má sjá útsendinguna: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Efnahagsmál Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hafnarfjörður Tengdar fréttir Vilhelm Þorsteinsson fljótur að slá aflamet systurskipsins Heimsmet Barkar NK, skips Síldarvinnslunnar, í loðnuafla stóð ekki lengi. Vilhelm Þorsteinsson EA, skip Samherja, er búinn að slá metið en hann landaði 3.448 tonnum í Fuglafirði í Færeyjum í gær. Það reyndist 39 tonnum meira en þau 3.409 tonn sem Börkur landaði á Seyðisfirði um helgina. 1. febrúar 2022 20:57 Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21 Raunhæft að loðnan skili 60 milljörðum að sögn forstjóra Síldarvinnslunnar Gunnþór Ingvarsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, mælir með því að væntingum um verðmætin sem hægt er að ná úr loðnuvertíðinni verði stillt í hóf. Fyrirséð er að verðin sem sáust á síðustu vertíð verði ekki í boði ef mikið verður framleitt. 25. nóvember 2021 20:00 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Þorstein Sigurðsson, forstjóra Hafrannsóknastofnunar, en í fréttatilkynningu stofnunarinnar kemur fram að nýafstaðinn leiðangur rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Bjarna Sæmundssonar þýði ráðgjöf um 800 þúsund tonna heildarkvóta. Það væri um 100 þúsund tonna lækkun frá útgefnum kvóta á yfirstandandi vertíð upp á 904 þúsund tonn. Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, í beinni útsendingu Stöðvar 2 úr Hafnarfirði í kvöld.Sigurjón Ólason Gunnþór Ingvason hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað, sem áður var búinn að áætla sextíu milljarða króna tekjur Íslendinga af loðnuvertíðinni, sagði í samtali við fréttastofu að svona kvótaminnkun geti þýtt lægri tekjur þjóðarbúsins sem nemur fjórum milljörðum króna. Útgerðir eru strax farnar að bregðast við. Binni í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, sagðist vera búinn að hringja í alla skipstjórana sína og segja þeim að hætta strax veiðum og snúa í land. Hann vildi eiga nóg eftir af kvótanum til að veiða loðnuna síðar þegar hún verður orðin verðmætari og nálgast hrygningu en ekki eyða kvótanum til að veiða hana í bræðslu. Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar.Einar Árnason Í frétt Hafrannsóknastofnunar kemur fram að hafís út af Vestfjörðum hafi hindrað rannsóknaskipin í að mæla útbreiðslu loðnu á því svæði. „Þess vegna telur Hafrannsóknastofnun nauðsynlegt að kanna það svæði frekar áður en lokaráðgjöf verður gefin út.“ Segir stofnunin að fyrirhugaður leiðangur gæti hafist í kringum 8. febrúar, háð veðri og hafísskilyrðum. Stefnt sé að kynningu niðurstaðna og lokaráðgjöf um viku síðar. Forstjóri Hafrannsóknastofnunar kvaðst í beinni útsendingu Stöðvar 2 binda vonir við að leiðangurinn leiddi til þess að unnt yrði að tosa veiðiráðgjöfina upp í núgildandi kvóta. Hér má sjá útsendinguna:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Efnahagsmál Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hafnarfjörður Tengdar fréttir Vilhelm Þorsteinsson fljótur að slá aflamet systurskipsins Heimsmet Barkar NK, skips Síldarvinnslunnar, í loðnuafla stóð ekki lengi. Vilhelm Þorsteinsson EA, skip Samherja, er búinn að slá metið en hann landaði 3.448 tonnum í Fuglafirði í Færeyjum í gær. Það reyndist 39 tonnum meira en þau 3.409 tonn sem Börkur landaði á Seyðisfirði um helgina. 1. febrúar 2022 20:57 Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21 Raunhæft að loðnan skili 60 milljörðum að sögn forstjóra Síldarvinnslunnar Gunnþór Ingvarsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, mælir með því að væntingum um verðmætin sem hægt er að ná úr loðnuvertíðinni verði stillt í hóf. Fyrirséð er að verðin sem sáust á síðustu vertíð verði ekki í boði ef mikið verður framleitt. 25. nóvember 2021 20:00 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Vilhelm Þorsteinsson fljótur að slá aflamet systurskipsins Heimsmet Barkar NK, skips Síldarvinnslunnar, í loðnuafla stóð ekki lengi. Vilhelm Þorsteinsson EA, skip Samherja, er búinn að slá metið en hann landaði 3.448 tonnum í Fuglafirði í Færeyjum í gær. Það reyndist 39 tonnum meira en þau 3.409 tonn sem Börkur landaði á Seyðisfirði um helgina. 1. febrúar 2022 20:57
Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21
Raunhæft að loðnan skili 60 milljörðum að sögn forstjóra Síldarvinnslunnar Gunnþór Ingvarsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, mælir með því að væntingum um verðmætin sem hægt er að ná úr loðnuvertíðinni verði stillt í hóf. Fyrirséð er að verðin sem sáust á síðustu vertíð verði ekki í boði ef mikið verður framleitt. 25. nóvember 2021 20:00
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent