Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefst á næsta ári Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. febrúar 2022 11:43 Ágúst segir skimunarverkefnið einnig munu verða til þess að fólk verður upplýstara um krabbamein í ristli og endaþarmi. Á myndinni má sjá heilbrigðan ristil. Getty Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefst á næsta ári. Þetta segir yfirlæknir Samhæfingastöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Vinna við undirbúning skimanaverkefnisins hefst í mars. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, benti á það í grein sem birtist á Vísi í morgun að þrátt fyrir yfirlýsingar yfirvalda hefði ítrekað dregist að hefja skipulagða skimun fyir krabbameini í ristli og endaþarmi. „Það veldur því að meiri hætta er á að slík mein þróist hjá hópum í samfélaginu semekki hafa sjálfir frumkvæði að fyrirbyggjandi ristilspeglunum. Í Áttavitanum, nýlegri rannsókn Krabbameinsfélagsins komu fram athyglisverðar niðurstöður sem sýndu að karlar leituðu mun síðar en konur til læknis vegna einkenna sem síðar mátti rekja til krabbameins. Í sömu rannsókn kom í ljós að körlum var í mun minna mæli en konum ráðlagt að hafa einhvern með sér í viðtöl til heilbrigðisstarfsfólks,“ sagði Halla. Ágúst Ingi Ágústsson, yfiræknir Samhæfingarstöðvarinnar og fyrrverandi yfirlæknir hjá KÍ, segist hjartanlega sammála Höllu. Ágúst Ingi Ágústsson yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Hann segir rannsóknir sýna að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi bjargi lífum. „Þetta er náttúrulega búið að taka alltof langan tíma miðað við hvað það er búið að undirbúa þetta mikið og miðað við þær ákvarðanir sem þegar hafa verið teknar,“ segir hann. „En auðvitað þarf að gera þetta vel þannig að til að skapa ekki óraunhæfar væntingar þá verðum við að segja að þetta hefjist á næsta ári.“ Hægðapróf og ristilspeglun Í mars tekur til starfa verkefnastjóri sem mun leiða undirbúningsvinnuna en margir munu koma að verkefninu; Landspítalinn, embætti landlæknis, stjórnvöld og ekki síst sérfræðingar á borð við meltingalækna. Samhæfingastöðin mun halda utan um verkefnið. Ágúst segist sannfærður um að þegar undirbúningurinn fyrir framkvæmdina fari af stað nú í mars verði ekki frekari tafir á verkefninu. Aðspurður segist hann telja búið að fjármagna það að fullu. Enn á hins vegar eftir að útfæra og samþykkja verklagsreglur og hvernig gæðaeftirliti verður háttað. Þá á eftir að ákveða nákvæmlega hverjum verður boðið í skimun og hverjir sjá um hana. „Það verður að öllum líkindum farin blönduð leið,“ segir Ágúst. „Það verða gerðar svokallaðar hægðarannsóknir, leit að blóði í hægðum, og það er þá bara „kit“ sem fólk fær sent heim og er svo sent inn til rannsóknar. Þær verða á Landspítalanum. Síðan verður einhver ákveðinn hópur sem fær boð í ristilspeglun og það er eitt af því sem á eftir að kortleggja; hverjir það verða,“ segir hann. Spurður að því hvort afbrigðilegt sýni úr hægðarannsókn verði forsenda boðs í ristilspeglun segir Ágúst að öllum sem fá jákvæða niðurstöðu verði að sjálfsögðu boðið í speglum en líklega einhverjum hópi til viðbótar. Hvernig hann verður afmarkaður, eftir aldri eða öðrum forsendum, á eftir að koma í ljós. „Það er eitthvað sem þarf að ákveða og við leggjum áherslu á að það verði gert á faglegum forsendum og að þeir sem þekkja best til hafi eitthvað um það að segja.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sjá meira
Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, benti á það í grein sem birtist á Vísi í morgun að þrátt fyrir yfirlýsingar yfirvalda hefði ítrekað dregist að hefja skipulagða skimun fyir krabbameini í ristli og endaþarmi. „Það veldur því að meiri hætta er á að slík mein þróist hjá hópum í samfélaginu semekki hafa sjálfir frumkvæði að fyrirbyggjandi ristilspeglunum. Í Áttavitanum, nýlegri rannsókn Krabbameinsfélagsins komu fram athyglisverðar niðurstöður sem sýndu að karlar leituðu mun síðar en konur til læknis vegna einkenna sem síðar mátti rekja til krabbameins. Í sömu rannsókn kom í ljós að körlum var í mun minna mæli en konum ráðlagt að hafa einhvern með sér í viðtöl til heilbrigðisstarfsfólks,“ sagði Halla. Ágúst Ingi Ágústsson, yfiræknir Samhæfingarstöðvarinnar og fyrrverandi yfirlæknir hjá KÍ, segist hjartanlega sammála Höllu. Ágúst Ingi Ágústsson yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Hann segir rannsóknir sýna að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi bjargi lífum. „Þetta er náttúrulega búið að taka alltof langan tíma miðað við hvað það er búið að undirbúa þetta mikið og miðað við þær ákvarðanir sem þegar hafa verið teknar,“ segir hann. „En auðvitað þarf að gera þetta vel þannig að til að skapa ekki óraunhæfar væntingar þá verðum við að segja að þetta hefjist á næsta ári.“ Hægðapróf og ristilspeglun Í mars tekur til starfa verkefnastjóri sem mun leiða undirbúningsvinnuna en margir munu koma að verkefninu; Landspítalinn, embætti landlæknis, stjórnvöld og ekki síst sérfræðingar á borð við meltingalækna. Samhæfingastöðin mun halda utan um verkefnið. Ágúst segist sannfærður um að þegar undirbúningurinn fyrir framkvæmdina fari af stað nú í mars verði ekki frekari tafir á verkefninu. Aðspurður segist hann telja búið að fjármagna það að fullu. Enn á hins vegar eftir að útfæra og samþykkja verklagsreglur og hvernig gæðaeftirliti verður háttað. Þá á eftir að ákveða nákvæmlega hverjum verður boðið í skimun og hverjir sjá um hana. „Það verður að öllum líkindum farin blönduð leið,“ segir Ágúst. „Það verða gerðar svokallaðar hægðarannsóknir, leit að blóði í hægðum, og það er þá bara „kit“ sem fólk fær sent heim og er svo sent inn til rannsóknar. Þær verða á Landspítalanum. Síðan verður einhver ákveðinn hópur sem fær boð í ristilspeglun og það er eitt af því sem á eftir að kortleggja; hverjir það verða,“ segir hann. Spurður að því hvort afbrigðilegt sýni úr hægðarannsókn verði forsenda boðs í ristilspeglun segir Ágúst að öllum sem fá jákvæða niðurstöðu verði að sjálfsögðu boðið í speglum en líklega einhverjum hópi til viðbótar. Hvernig hann verður afmarkaður, eftir aldri eða öðrum forsendum, á eftir að koma í ljós. „Það er eitthvað sem þarf að ákveða og við leggjum áherslu á að það verði gert á faglegum forsendum og að þeir sem þekkja best til hafi eitthvað um það að segja.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði