Auglýsingatekjur fjölmiðla drógust saman um sextán prósent Eiður Þór Árnason skrifar 4. febrúar 2022 13:40 Hagstofan telur að fjórar af hverjum tíu krónum sem varið var til greiðslna vegna birtinga auglýsinga árið 2020 hafi runnið til erlendra aðila. Vísir/Vilhelm Tekjur innlendra fjölmiðla af birtingu og flutningi auglýsinga árið 2020 drógust saman um 16% frá árinu áður reiknað á föstu verðlagi. Sambærilegur samdráttur sást einnig í auglýsingagreiðslum til erlendra miðla. Heildartekjur innlendra fjölmiðla rýrnuðu um 6% frá fyrra ári en tekjur af notendum jukust um 2%. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands sem telur þessa þróun auglýsingatekna tengjast áhrifum kórónuveirufaraldursins. Samanlagðar tekjur fjölmiðla árið 2020 námu 25,1 milljarði króna. Þar af voru tekjur af notendum 15,8 milljarðar króna og af auglýsingum og kostun 9,3 milljarðar króna. Samanlagðar tekjur fjölmiðla hafa rýrnað um 4% frá árinu 2015. Tekjur af auglýsingum og kostun hafa dregist saman um fjórðung á sama tíma og notendatekjur, þar á meðal áskriftartekjur, hafa vaxið um 14%. Um fjörutíu prósent af auglýsingatekjum úr landi Að sögn Hagstofunnar tóku fimm stærstu aðilarnir á íslenskum fjölmiðlamarkaði til sín 89% af samanlögðum tekjum fjölmiðla árið 2020. Fjórðungur teknanna fór til RÚV, þar af tæpur þriðjungur notendagjaldanna og 17% auglýsingatekna. Þegar einungis er miðað við einkarekna fjölmiðla þá runnu 87% teknanna til fimm rekstraraðila, þar af 93% notendagjalda og 79% auglýsingatekna Greiðslur til erlendra aðila vegna auglýsingabirtinga drógust saman í fyrsta sinn árið 2020 eftir stöðuga aukningu um árabil. Gerir Hagstofan ráð fyrir að hátt í fjórar af hverjum tíu krónum sem varið var til greiðslna vegna birtinga auglýsinga hafi runnið til erlendra aðila. Árið 2020 féllu 45% af fjölmiðlatekjum til sjónvarps og um 14% til dag- og vikublaða. Hlutdeild hljóðvarps í tekjum fjölmiðla nam 11%, vefmiðla 6% og tímarita 3%. Að sögn Hagstofunnar drógust auglýsingagreiðslur til erlendra aðila saman um 16% árið 2020 og kemur í kjölfar samfelldrar og stórstíga aukningu á hlutdeild erlendra aðila í auglýsingatekjum. „Hafa verður hugfast að talsverður hluti þess fjár sem greiddur var til erlendra aðila er vegna auglýsinga sem beint er að erlendum neytendum, ekki síst í tengslum við ferðamennsku, og getur því ekki reiknast alfarið sem tekjutap innlendra fjölmiðla. Engar upplýsingar eru tiltækar um slíka skiptingu.“ Fram kemur í samantekt Hagstofunnar að umtalsverður hluti þeirra greiðslna sem varið er vegna birtingar auglýsinga í erlendum miðlum renni til Facebook og Google sem á einnig Youtube. Upplýsingar um greiðslukortaviðskipti vegna auglýsinga og skyldrar starfsemi sýna að um og yfir níu af hverjum tíu krónum hafa undanfarin ár runnið til þessara tveggja aðila. Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Facebook Google Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands sem telur þessa þróun auglýsingatekna tengjast áhrifum kórónuveirufaraldursins. Samanlagðar tekjur fjölmiðla árið 2020 námu 25,1 milljarði króna. Þar af voru tekjur af notendum 15,8 milljarðar króna og af auglýsingum og kostun 9,3 milljarðar króna. Samanlagðar tekjur fjölmiðla hafa rýrnað um 4% frá árinu 2015. Tekjur af auglýsingum og kostun hafa dregist saman um fjórðung á sama tíma og notendatekjur, þar á meðal áskriftartekjur, hafa vaxið um 14%. Um fjörutíu prósent af auglýsingatekjum úr landi Að sögn Hagstofunnar tóku fimm stærstu aðilarnir á íslenskum fjölmiðlamarkaði til sín 89% af samanlögðum tekjum fjölmiðla árið 2020. Fjórðungur teknanna fór til RÚV, þar af tæpur þriðjungur notendagjaldanna og 17% auglýsingatekna. Þegar einungis er miðað við einkarekna fjölmiðla þá runnu 87% teknanna til fimm rekstraraðila, þar af 93% notendagjalda og 79% auglýsingatekna Greiðslur til erlendra aðila vegna auglýsingabirtinga drógust saman í fyrsta sinn árið 2020 eftir stöðuga aukningu um árabil. Gerir Hagstofan ráð fyrir að hátt í fjórar af hverjum tíu krónum sem varið var til greiðslna vegna birtinga auglýsinga hafi runnið til erlendra aðila. Árið 2020 féllu 45% af fjölmiðlatekjum til sjónvarps og um 14% til dag- og vikublaða. Hlutdeild hljóðvarps í tekjum fjölmiðla nam 11%, vefmiðla 6% og tímarita 3%. Að sögn Hagstofunnar drógust auglýsingagreiðslur til erlendra aðila saman um 16% árið 2020 og kemur í kjölfar samfelldrar og stórstíga aukningu á hlutdeild erlendra aðila í auglýsingatekjum. „Hafa verður hugfast að talsverður hluti þess fjár sem greiddur var til erlendra aðila er vegna auglýsinga sem beint er að erlendum neytendum, ekki síst í tengslum við ferðamennsku, og getur því ekki reiknast alfarið sem tekjutap innlendra fjölmiðla. Engar upplýsingar eru tiltækar um slíka skiptingu.“ Fram kemur í samantekt Hagstofunnar að umtalsverður hluti þeirra greiðslna sem varið er vegna birtingar auglýsinga í erlendum miðlum renni til Facebook og Google sem á einnig Youtube. Upplýsingar um greiðslukortaviðskipti vegna auglýsinga og skyldrar starfsemi sýna að um og yfir níu af hverjum tíu krónum hafa undanfarin ár runnið til þessara tveggja aðila.
Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Facebook Google Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Sjá meira