West Ham bjargaði sér fyrir horn gegn liði úr sjöttu deild Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. febrúar 2022 15:11 Declan Rice jafnaði metin fyrir West Ham á ögurstundu í dag. David Davies/PA Images via Getty Images Öskubuskuævintýri Kidderminster Harriers í FA-bikarnum í fótbolta er á enda eftir að liðið tapaði 2-1 gegn úrvalsdeildarliði West Ham í dag. Jarrod Bowen skoraði sigurmarkið með seinustu spyrnu leiksins í framlengingu. fyrsta mark leiksins skoraði Alex Penny eftir tæplega tuttugu mínútna leik þegar hann kom boltanum í netið eftir darraðardans í teignum. Eins og gefur að skilja varð allt vitlaust á heimavelli Kidderminster þar sem leikurinn fór fram þegar boltinn hafnaði í netinu. Gestirnir í West Ham sóttu án afláts það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en náðu ekki að jafna fyrir hlé. Sama má segja um síðari hálfleikinn. Lundúnaliðið sótti og sótti, en vörn heimamanna hélt vel. Leikmenn Kidderminster náðu að skapa hættu fyrir framan mark West ham í örfá skipti í síðari hálfleik og þá helst eftir langar aukaspyrnur af miðjum velli. Það var ekki fyrr en á fyrstu mínútu uppbótartíma að gestirnir í West Ham náðu að jafna þegar Declan Rice prjónaði sig í gegnum vörnina og kláraði færið vel fram hjá Luke Simpson í marki Kidderminster. Staðan eftir uppgefinn uppbótartíma var því 1-1 og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Enn sóttu gestirnir frá Lundúnum án afláts, en hetjuleg barátta varnarlínu Kidderminster virtist ætla að duga. Það var ekki fyrr en í uppbótartíma framlengingar að Jarrod Bowen tryggði sigurinn fyrir gestina í West Ham með seinustu spyrnu leiksins. West Ham verður því í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins, en leikmenn Kidderminster Harriers fara að eiunbeta sér að sjöttu deildinni. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
fyrsta mark leiksins skoraði Alex Penny eftir tæplega tuttugu mínútna leik þegar hann kom boltanum í netið eftir darraðardans í teignum. Eins og gefur að skilja varð allt vitlaust á heimavelli Kidderminster þar sem leikurinn fór fram þegar boltinn hafnaði í netinu. Gestirnir í West Ham sóttu án afláts það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en náðu ekki að jafna fyrir hlé. Sama má segja um síðari hálfleikinn. Lundúnaliðið sótti og sótti, en vörn heimamanna hélt vel. Leikmenn Kidderminster náðu að skapa hættu fyrir framan mark West ham í örfá skipti í síðari hálfleik og þá helst eftir langar aukaspyrnur af miðjum velli. Það var ekki fyrr en á fyrstu mínútu uppbótartíma að gestirnir í West Ham náðu að jafna þegar Declan Rice prjónaði sig í gegnum vörnina og kláraði færið vel fram hjá Luke Simpson í marki Kidderminster. Staðan eftir uppgefinn uppbótartíma var því 1-1 og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Enn sóttu gestirnir frá Lundúnum án afláts, en hetjuleg barátta varnarlínu Kidderminster virtist ætla að duga. Það var ekki fyrr en í uppbótartíma framlengingar að Jarrod Bowen tryggði sigurinn fyrir gestina í West Ham með seinustu spyrnu leiksins. West Ham verður því í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins, en leikmenn Kidderminster Harriers fara að eiunbeta sér að sjöttu deildinni. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira