Var sagt upp af Isavia vegna aldurs og fær ekki aðra vinnu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. febrúar 2022 20:32 Þorgrímur Baldursson var rafeindavirki á flugleiðsögusviði hjá Isavia. vísir/sigurjón Rafeindavirki sem Isavia sagði upp vegna aldurs fagnar því að kærunefnd jafnréttismála hafi staðfest brot félagsins gegn sér. Hann myndi gjarnan vilja fá að vinna lengur en segir engan til í að ráða 68 ára gamlan mann í vinnu. Þorgrímur Baldursson hafði starfað hjá Isavia um árabil og hugðist vinna til sjötugsaldurs. Stjórn fyrirtækisins ákvað þó snemma árs 2020 að færa starfslokaaldur 28 starfsmanna úr 70 árum í 67 vegna kórónuveirufaraldursins. Þorgrímur var þá einmitt ný orðinn 67 ára og var tjáð um þessar breytingar af yfirmanni sínum og sagt að hann fengi þó að vinna út árið. Þorgrímur fékk þó aldrei formlegt uppsagnarbréf og fór að efast um lögmæti þessa fyrirkomulags og spyrja yfirmenn sína hvort honum hefði raunverulega verið sagt upp vegna aldurs. „Og það var eiginlega alveg... Svaraði eiginlega engum mínum spurningum um hvort ég væri hættur eða ekki eða ætti að hætta um áramót eða ekki,“ segir Þorgrímur. Hann hafi því mætt til starfa fyrsta vinnudaginn eftir áramót. „Og prófa að stimpla mig inn en þá kemur bara á stimpilklukkuna að þetta starfsmannanúmer sé ekki á skrá. Þannig að það var eiginlega fyrsta almennilega staðfestingin á því að það væri búið að segja mér upp,“ segir Þorgrímur. Enginn hafi viljað staðfesta það við hann fyrr, „og enn síður skriflega“. Kærunefnd jafnréttismála hefur komst að þeirri niðurstöðu að Þorgrími hafi verið mismunað vegna aldurs við uppsögnina og hún því ólögmæt. Atvinnulífið verði að sjá verðmætin í öldruðu starfsfólki Lögfræðingur há Alþýðusambandinu segir úrskurðinn fordæmisgefandi og vonar að hann marki upphafið að breyttu viðhorfi á vinnumarkaðinum. „Að það verði viðurkennt að fólk, þó það sé komið yfir miðjan aldur að í flestum tilfellum er þetta fólk sem hefur vilja og getu til þess að vinna og er bara gríðarlega verðmætt fyrir atvinnulífið,“ segir Halldór Oddsson. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, telur að mál Þorgríms geti haft áhrif á hina 27 sem lentu í því sama hjá Isavia fyrir tveimur árum.vísir/sigurjón Hann segi að Alþýðusambandið hafi barist fyrir því að fólk fái sjálft að ákveða starfslokaaldur sinn. Allt of algengt sé að fyrirtæki segi fólki upp um leið og það sé komið á eftirlaunaaldur en úrskurður nefndarinnar sé sá fyrsti sem sýni svart á hvítu að það sé bannað. Ekki hlaupið að því að fá nýtt starf Þorgrímur vill sjálfur vinna áfram. Hann sé fullfrískur og vinnufær. „Ég hef sótt um nokkrar vinnur og það hefur ekki gengið,“ segir hann. Er erfitt að fá starf þegar maður er 67 ára? „Já, það er ekki hlaupið í störf á þessum aldri.“ Hann hafi því neyðst til að fara á eftirlaun hjá lífeyrissjóði og á ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Hann snarlækkaði því í tekjum vegna uppsagnarinnar og mun nú með aðstoð ASÍ krefjast bóta af Isavia. Lögfræðingurinn Halldór segir að mál Þorgríms geti þýtt að hinir 27 starfsmennirnir sem einnig lentu í því að starfslokaaldur þeirra var lækkaður gætu einnig krafist bóta. Vill engin ellitakmörk Þorgrímur telur eftirlaunaaldurinn reyndar orðnar algerlega úrelta hugmynd. „Ég held að þegar þessari reglu um 67 ára eftirlaunaaldur hafi verið komið á þá hafi meðalaldur karlmanna verið í kring um 67 ár. En hann er orðinn mikið hærri núna og menn í mikið betra andlegu og líkamlegu formi heldur en 67 ára menn fyrir segjum 30, 40 árum síðan,“ segir hann. Réttast væri að hafa engin mörk á því hvað fólk í hefðbundnum störfum megi vinna legni. „Að menn séu sjálfráðir með það, svo framarlega sem þeir geta skilað sinni vinnu og staðið sig í stykkinu,“ segir Þorgrímur. Vinnumarkaður Jafnréttismál Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Sjá meira
Þorgrímur Baldursson hafði starfað hjá Isavia um árabil og hugðist vinna til sjötugsaldurs. Stjórn fyrirtækisins ákvað þó snemma árs 2020 að færa starfslokaaldur 28 starfsmanna úr 70 árum í 67 vegna kórónuveirufaraldursins. Þorgrímur var þá einmitt ný orðinn 67 ára og var tjáð um þessar breytingar af yfirmanni sínum og sagt að hann fengi þó að vinna út árið. Þorgrímur fékk þó aldrei formlegt uppsagnarbréf og fór að efast um lögmæti þessa fyrirkomulags og spyrja yfirmenn sína hvort honum hefði raunverulega verið sagt upp vegna aldurs. „Og það var eiginlega alveg... Svaraði eiginlega engum mínum spurningum um hvort ég væri hættur eða ekki eða ætti að hætta um áramót eða ekki,“ segir Þorgrímur. Hann hafi því mætt til starfa fyrsta vinnudaginn eftir áramót. „Og prófa að stimpla mig inn en þá kemur bara á stimpilklukkuna að þetta starfsmannanúmer sé ekki á skrá. Þannig að það var eiginlega fyrsta almennilega staðfestingin á því að það væri búið að segja mér upp,“ segir Þorgrímur. Enginn hafi viljað staðfesta það við hann fyrr, „og enn síður skriflega“. Kærunefnd jafnréttismála hefur komst að þeirri niðurstöðu að Þorgrími hafi verið mismunað vegna aldurs við uppsögnina og hún því ólögmæt. Atvinnulífið verði að sjá verðmætin í öldruðu starfsfólki Lögfræðingur há Alþýðusambandinu segir úrskurðinn fordæmisgefandi og vonar að hann marki upphafið að breyttu viðhorfi á vinnumarkaðinum. „Að það verði viðurkennt að fólk, þó það sé komið yfir miðjan aldur að í flestum tilfellum er þetta fólk sem hefur vilja og getu til þess að vinna og er bara gríðarlega verðmætt fyrir atvinnulífið,“ segir Halldór Oddsson. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, telur að mál Þorgríms geti haft áhrif á hina 27 sem lentu í því sama hjá Isavia fyrir tveimur árum.vísir/sigurjón Hann segi að Alþýðusambandið hafi barist fyrir því að fólk fái sjálft að ákveða starfslokaaldur sinn. Allt of algengt sé að fyrirtæki segi fólki upp um leið og það sé komið á eftirlaunaaldur en úrskurður nefndarinnar sé sá fyrsti sem sýni svart á hvítu að það sé bannað. Ekki hlaupið að því að fá nýtt starf Þorgrímur vill sjálfur vinna áfram. Hann sé fullfrískur og vinnufær. „Ég hef sótt um nokkrar vinnur og það hefur ekki gengið,“ segir hann. Er erfitt að fá starf þegar maður er 67 ára? „Já, það er ekki hlaupið í störf á þessum aldri.“ Hann hafi því neyðst til að fara á eftirlaun hjá lífeyrissjóði og á ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Hann snarlækkaði því í tekjum vegna uppsagnarinnar og mun nú með aðstoð ASÍ krefjast bóta af Isavia. Lögfræðingurinn Halldór segir að mál Þorgríms geti þýtt að hinir 27 starfsmennirnir sem einnig lentu í því að starfslokaaldur þeirra var lækkaður gætu einnig krafist bóta. Vill engin ellitakmörk Þorgrímur telur eftirlaunaaldurinn reyndar orðnar algerlega úrelta hugmynd. „Ég held að þegar þessari reglu um 67 ára eftirlaunaaldur hafi verið komið á þá hafi meðalaldur karlmanna verið í kring um 67 ár. En hann er orðinn mikið hærri núna og menn í mikið betra andlegu og líkamlegu formi heldur en 67 ára menn fyrir segjum 30, 40 árum síðan,“ segir hann. Réttast væri að hafa engin mörk á því hvað fólk í hefðbundnum störfum megi vinna legni. „Að menn séu sjálfráðir með það, svo framarlega sem þeir geta skilað sinni vinnu og staðið sig í stykkinu,“ segir Þorgrímur.
Vinnumarkaður Jafnréttismál Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Sjá meira