Enn var markalaust þegar flautað var til hálfleiks, en Sergej Milinkovic-Savic kom Lazio yfir á 52. mínútu, áður en Ciro Immobile tvöfaldaði forystu gestanna tuttugu mínútum fyrir leikslok.
Cristiano Biraghi varð svo fyrir því óláni að setja boltann í eigið net á 81. mínútu og tryggja Lazio um leið öruggan sigur.
Lucas Torreira nældi sér í sitt annað gula spjald í liði Fiorentina stuttu fyrir leikslok og þar með rautt. Heimamenn þurftu því að spila seinustu mínútur leiksins manni færri, en það breytti þó engu um niðurstöðu leiksins.
Lokatölur urðu því 3-0, Lazio í vil, en liðið situr nú í sjötta sæti deildarinnar með 39 stig eftir 24 leiki, fjórum stigum á eftir Atalanta sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu.
Fiorentina situr hins vegar í áttunda sæti deildarinnar með 36 stig eftir 23 leiki.

Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.