Tuttugu fangaverði vantar til starfa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. febrúar 2022 13:01 Fangaverðir segja að nú vanti um tuttugu fangaverði til starfa í fangelsum landsins, meðal annars á Litla Hrauni á Eyrarbakka Magnús Hlynur Hreiðarsson Fangaverðir hafa verulegar áhyggjur af öryggi sínu í fangelsum landsins vegna viðvarandi undirmönnunar. Á Kvíabryggju er til dæmis aðeins einn fangavörður á næturvöktum með 22 fanga og á Hólmsheiði eru þrír fangaverðir á næturvöktum með 50 fanga. Fangaverðir eru orðnir þreyttir og pirraðir á undirmönnun í fangelsum landsins og kalla eftir úrbótum í þeim efnum. Þeir segja að öryggi þeirra sé stefnt í hættu með allt of fáu starfsfólki því dæmin hafi ítrekað sýnt að fangar geti verð mjög veikir og hættulegir. Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju er trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands. „Við ráðum ekki við stöðuna eins og hún er í dag til þess að tryggja fullkomið öryggi í fangelsunum. Við erum að fá erfiðari einstaklinga inn í fangelsin, andlega veika fanga og því miður þá hefur Fangelsismálastofnun ekki þau úrræði að fjölga fangavörðum í samræmi við erfiðleika fanga,“ segir Garðar. Garðar segir það skort á peningum til Fangelsismálastofnunar, sem sé afleitt því það vanti tilfinnanlega fleiri fangaverði til starfa svo ástandið geti verið ásættanlegt. „Við teljum að það séu allt að tuttugu stöðugildi, sem vantar í fangelsiskerfið til þess að öryggi fanga og fangavarða sé fullt tryggt, já, tuttugu stöðugildi.“ Garðar Svansson, trúnaðarmaður fangavarða hjá Fangavarðafélagi Íslands Íslands og fangavörður á Kvíabryggju.Aðsend Garðar segir að í fangelsinu á Hólmsheiði séu aðeins þrír fangaverðir á næturvöktum með allt að 50 fanga og eins og dæmi sýna, sumir þeirra mjög veikir og hættulegir. Þá er aðeins einn fangavörður á næturvöktum á Kvíabryggju með 22 fanga. „Því miður eru erfiðir einstaklingar að valda okkur fangavörðum skaða og samföngum.Við erum mjög hræddir um okkar öryggi og það er ástæðan fyrir því að við sendum þetta ákall út til ráðherra og forstöðumanns Fangelsismálastofnunar um að það þurfti að bæta aðbúnað og öryggi í fangelsum,“ segir Garðar, trúnaðarmaður og fangavörður á Kvíabryggju. Fangelsismál Vinnumarkaður Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Fangaverðir eru orðnir þreyttir og pirraðir á undirmönnun í fangelsum landsins og kalla eftir úrbótum í þeim efnum. Þeir segja að öryggi þeirra sé stefnt í hættu með allt of fáu starfsfólki því dæmin hafi ítrekað sýnt að fangar geti verð mjög veikir og hættulegir. Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju er trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands. „Við ráðum ekki við stöðuna eins og hún er í dag til þess að tryggja fullkomið öryggi í fangelsunum. Við erum að fá erfiðari einstaklinga inn í fangelsin, andlega veika fanga og því miður þá hefur Fangelsismálastofnun ekki þau úrræði að fjölga fangavörðum í samræmi við erfiðleika fanga,“ segir Garðar. Garðar segir það skort á peningum til Fangelsismálastofnunar, sem sé afleitt því það vanti tilfinnanlega fleiri fangaverði til starfa svo ástandið geti verið ásættanlegt. „Við teljum að það séu allt að tuttugu stöðugildi, sem vantar í fangelsiskerfið til þess að öryggi fanga og fangavarða sé fullt tryggt, já, tuttugu stöðugildi.“ Garðar Svansson, trúnaðarmaður fangavarða hjá Fangavarðafélagi Íslands Íslands og fangavörður á Kvíabryggju.Aðsend Garðar segir að í fangelsinu á Hólmsheiði séu aðeins þrír fangaverðir á næturvöktum með allt að 50 fanga og eins og dæmi sýna, sumir þeirra mjög veikir og hættulegir. Þá er aðeins einn fangavörður á næturvöktum á Kvíabryggju með 22 fanga. „Því miður eru erfiðir einstaklingar að valda okkur fangavörðum skaða og samföngum.Við erum mjög hræddir um okkar öryggi og það er ástæðan fyrir því að við sendum þetta ákall út til ráðherra og forstöðumanns Fangelsismálastofnunar um að það þurfti að bæta aðbúnað og öryggi í fangelsum,“ segir Garðar, trúnaðarmaður og fangavörður á Kvíabryggju.
Fangelsismál Vinnumarkaður Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira