Napoli heldur í við toppliðin frá Mílanó Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. febrúar 2022 16:08 Victor Osimhen skoraði fyrra mark Napoli í dag. Maurizio Lagana/Getty Images Napoli vann torsóttan 2-0 útisigur er liðið heimsótti fallbaráttulið Venezia í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Gestirnir frá Napoli voru betri aðilinn í upphafi leiks, en erfiðlega gekk að skapa opin marktækifæri. Staðan var því enn markalaus þegar gengið var til búningsherbergja. Fyrsta mark leiksins kom loksins eftir tæplega klukkutíma leik þegar Victor Osimhen skallaði fyrirgjöf Matteo Politano í netið og þungu fargi létt af gestunum. Heimamenn náðu að skapa sér nokkur hálffæri til að jafna leikinn, en gerðu sjálfir út um vonir sínar þegar bakvörðurinn Tyronne Ebuehi fékk að líta beint rautt spjald fyrir klaufalegt brot á Dries Mertens á fimmtu mínútu uppbótartíma. Liðsmenn Napoli voru ekki lengi að nýta sér liðsmuninn og Andrea Petagna tryggði liðinu 2-0 sigur með góðu marki þegar tæpar 97 mínútur voru á klukkunni. Napoli situr nú í öðru sæti deildarinnar með 52 stig eftir 16 leiki, líkt og AC Milan sem situr sæti neðar með verri markatölu. Á toppnum sitja Ítalíumeistarar Inter með einu stigi meira, en eiga einn leik til góða. Arnór Sigurðsson sat allan tíman á varamannabekk Venezia, en liðið situr í 18. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 23 leiki, tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér. Ítalski boltinn Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Southampton | Dýrlingarnir koma á Old Trafford Enski boltinn HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Í beinni: Man. Utd. - Southampton | Dýrlingarnir koma á Old Trafford Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Sjá meira
Gestirnir frá Napoli voru betri aðilinn í upphafi leiks, en erfiðlega gekk að skapa opin marktækifæri. Staðan var því enn markalaus þegar gengið var til búningsherbergja. Fyrsta mark leiksins kom loksins eftir tæplega klukkutíma leik þegar Victor Osimhen skallaði fyrirgjöf Matteo Politano í netið og þungu fargi létt af gestunum. Heimamenn náðu að skapa sér nokkur hálffæri til að jafna leikinn, en gerðu sjálfir út um vonir sínar þegar bakvörðurinn Tyronne Ebuehi fékk að líta beint rautt spjald fyrir klaufalegt brot á Dries Mertens á fimmtu mínútu uppbótartíma. Liðsmenn Napoli voru ekki lengi að nýta sér liðsmuninn og Andrea Petagna tryggði liðinu 2-0 sigur með góðu marki þegar tæpar 97 mínútur voru á klukkunni. Napoli situr nú í öðru sæti deildarinnar með 52 stig eftir 16 leiki, líkt og AC Milan sem situr sæti neðar með verri markatölu. Á toppnum sitja Ítalíumeistarar Inter með einu stigi meira, en eiga einn leik til góða. Arnór Sigurðsson sat allan tíman á varamannabekk Venezia, en liðið situr í 18. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 23 leiki, tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Ítalski boltinn Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Southampton | Dýrlingarnir koma á Old Trafford Enski boltinn HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Í beinni: Man. Utd. - Southampton | Dýrlingarnir koma á Old Trafford Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Sjá meira