Reyna ekki að ná þeim látnu upp fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag Eiður Þór Árnason og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 6. febrúar 2022 22:20 Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Vísir/Egill Lík flugmanns og þriggja farþega sem voru um borð í flugvélinni TF-ABB fundust um það bil 300 metrum frá flugvélaflakinu og á minnst 37 metra dýpi. Til stóð að reyna að ná einu þeirra upp á yfirborðið í kvöld en horfið var frá því þegar veður versnaði. Útlit er fyrir að aðgerðir muni ekki hefjast á ný fyrr en á fimmtudag. Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Líkamsleifarnar voru staðsettar með sónarkafbát en stuðst var við gögn úr farsímum og upplýsingar um leið flugvélarinnar til að afmarka leitarsvæðið við Ölfusvatnsvík. Stefnt er að því að sækja brakið á fimmtudag eða föstudag eftir að veður lægir og er forgangsatriði að ná hinum látnu upp á yfirborðið sem fyrst. „Ef það er veðurgluggi fyrir því þá verður farið af stað í það en aldrei fyrr en öryggi kafaranna og þeirra sem koma að þessari aðgerð er tryggt,“ segir Oddur í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða áhættusama aðgerð og ólíklegt að nokkuð verði hægt að gera á morgun eða þriðjudag vegna veðurs. Skiptir máli að hafa kyrran bát „Það er nauðsynlegt að tryggja öryggi kafaranna. Köfun niður á þessu dýpi getur varið í hámark tuttugu mínútur á hvern kafara og þá hefur þú sex mínútur til að vinna á botninum. Það er aðgerð sem þarfnast undirbúnings, þarf að framkvæma við bestu aðstæður og allt að ganga upp.“ Um leið og fyrsta líkið fannst með kafbátnum stóð til að senda kafara niður í vatnið en þegar undirbúningi lauk höfðu aðstæður breyst. „Það fór að hvessa og það skiptir miklu máli að hafa bát á vatninu sem er hægt að halda kyrrum á þeim punkti þar sem köfnunin fer fram. Það var ekki hægt með tryggum hætti og þar með var snúið frá verkefninu,“ segir Oddur. Umfangsmikil leit fór fram í og við Þingvallavatn í dag. Vísir/Bjarni Vilja ekki gefa upp þjóðerni „Það er ómetanlegt að ná þessum árangri þó þetta sé einungis hálfur sigurinn því það er auðvitað gríðarlega mikilvægt að ná bæði hinum látnu upp og svo vélinni í framhaldi af því,“ segir Oddur. Talið er að vélin hafi brotlent á vatninu og fólkið komist út að sjálfsdáðum áður en hún sökk til botns. Aðspurður um það hvort eitthvað liggi fyrir um orsök slyssins segir Oddur að það sé efni yfirstandandi rannsóknar. Engin ástæða sé til að geta sér til um hvað hafi gerst fyrr en allar upplýsingar og gögn liggi fyrir. Fram hefur komið um er að ræða íslenskan flugmann og þrjá erlenda ferðamenn sem voru í útsýnisflugi. Aðstandendur tveggja farþega eru komnir til landsins og voru sumir þeirra viðstaddir leitina í dag. Von er á fjölskyldu þess þriðja með næstu ferð til Íslands. Oddur segir að aðstandendur hinna látnu hafi óskað eftir því að lögregla veiti ekki upplýsingar um þjóðerni þeirra. Greint hefur verið frá því að tveir ferðamannanna sem voru um borð hafi verið áhrifavaldar og sá þriðji starfsmaður belgísks fatafyrirtækis. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Búið að finna öll fjögur líkin Búið er að finna lík flugmannsins og farþeganna þriggja sem voru um borð í flugvélinni TF-ABB. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu en umfangsmikil leit hefur farið fram í og við Þingvallavatn í dag. 6. febrúar 2022 19:29 Vísbending um að lík sé fundið í Þingvallavatni Kafarar sérsveitar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar kafa nú í Þingvallavatni til að kanna með vísbendingu sem fékkst í sónarmynd frá Gavia-kafbát á vatninu. 6. febrúar 2022 17:40 Fjallað um farþega vélarinnar í erlendum miðlum Tveir ferðamannanna sem voru um borð í flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudagskvöld voru áhrifavaldar, en sá þriðji var starfsmaður belgísks fatafyrirtækis. 6. febrúar 2022 12:29 Flak flugvélarinnar mjög heillegt á botni vatnsins Flak flugvélarinnar TF-ABB, sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudag, er mjög heillegt. Allt bendir til að flugvélin hafi hafnað á Þingvallavatni áður en hún sökk og þeir fjórir sem voru um borð í henni hafi komist út úr henni af sjálfsdáðum eftir að hún endaði á vatninu. 6. febrúar 2022 12:01 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Til stóð að reyna að ná einu þeirra upp á yfirborðið í kvöld en horfið var frá því þegar veður versnaði. Útlit er fyrir að aðgerðir muni ekki hefjast á ný fyrr en á fimmtudag. Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Líkamsleifarnar voru staðsettar með sónarkafbát en stuðst var við gögn úr farsímum og upplýsingar um leið flugvélarinnar til að afmarka leitarsvæðið við Ölfusvatnsvík. Stefnt er að því að sækja brakið á fimmtudag eða föstudag eftir að veður lægir og er forgangsatriði að ná hinum látnu upp á yfirborðið sem fyrst. „Ef það er veðurgluggi fyrir því þá verður farið af stað í það en aldrei fyrr en öryggi kafaranna og þeirra sem koma að þessari aðgerð er tryggt,“ segir Oddur í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða áhættusama aðgerð og ólíklegt að nokkuð verði hægt að gera á morgun eða þriðjudag vegna veðurs. Skiptir máli að hafa kyrran bát „Það er nauðsynlegt að tryggja öryggi kafaranna. Köfun niður á þessu dýpi getur varið í hámark tuttugu mínútur á hvern kafara og þá hefur þú sex mínútur til að vinna á botninum. Það er aðgerð sem þarfnast undirbúnings, þarf að framkvæma við bestu aðstæður og allt að ganga upp.“ Um leið og fyrsta líkið fannst með kafbátnum stóð til að senda kafara niður í vatnið en þegar undirbúningi lauk höfðu aðstæður breyst. „Það fór að hvessa og það skiptir miklu máli að hafa bát á vatninu sem er hægt að halda kyrrum á þeim punkti þar sem köfnunin fer fram. Það var ekki hægt með tryggum hætti og þar með var snúið frá verkefninu,“ segir Oddur. Umfangsmikil leit fór fram í og við Þingvallavatn í dag. Vísir/Bjarni Vilja ekki gefa upp þjóðerni „Það er ómetanlegt að ná þessum árangri þó þetta sé einungis hálfur sigurinn því það er auðvitað gríðarlega mikilvægt að ná bæði hinum látnu upp og svo vélinni í framhaldi af því,“ segir Oddur. Talið er að vélin hafi brotlent á vatninu og fólkið komist út að sjálfsdáðum áður en hún sökk til botns. Aðspurður um það hvort eitthvað liggi fyrir um orsök slyssins segir Oddur að það sé efni yfirstandandi rannsóknar. Engin ástæða sé til að geta sér til um hvað hafi gerst fyrr en allar upplýsingar og gögn liggi fyrir. Fram hefur komið um er að ræða íslenskan flugmann og þrjá erlenda ferðamenn sem voru í útsýnisflugi. Aðstandendur tveggja farþega eru komnir til landsins og voru sumir þeirra viðstaddir leitina í dag. Von er á fjölskyldu þess þriðja með næstu ferð til Íslands. Oddur segir að aðstandendur hinna látnu hafi óskað eftir því að lögregla veiti ekki upplýsingar um þjóðerni þeirra. Greint hefur verið frá því að tveir ferðamannanna sem voru um borð hafi verið áhrifavaldar og sá þriðji starfsmaður belgísks fatafyrirtækis.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Búið að finna öll fjögur líkin Búið er að finna lík flugmannsins og farþeganna þriggja sem voru um borð í flugvélinni TF-ABB. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu en umfangsmikil leit hefur farið fram í og við Þingvallavatn í dag. 6. febrúar 2022 19:29 Vísbending um að lík sé fundið í Þingvallavatni Kafarar sérsveitar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar kafa nú í Þingvallavatni til að kanna með vísbendingu sem fékkst í sónarmynd frá Gavia-kafbát á vatninu. 6. febrúar 2022 17:40 Fjallað um farþega vélarinnar í erlendum miðlum Tveir ferðamannanna sem voru um borð í flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudagskvöld voru áhrifavaldar, en sá þriðji var starfsmaður belgísks fatafyrirtækis. 6. febrúar 2022 12:29 Flak flugvélarinnar mjög heillegt á botni vatnsins Flak flugvélarinnar TF-ABB, sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudag, er mjög heillegt. Allt bendir til að flugvélin hafi hafnað á Þingvallavatni áður en hún sökk og þeir fjórir sem voru um borð í henni hafi komist út úr henni af sjálfsdáðum eftir að hún endaði á vatninu. 6. febrúar 2022 12:01 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Búið að finna öll fjögur líkin Búið er að finna lík flugmannsins og farþeganna þriggja sem voru um borð í flugvélinni TF-ABB. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu en umfangsmikil leit hefur farið fram í og við Þingvallavatn í dag. 6. febrúar 2022 19:29
Vísbending um að lík sé fundið í Þingvallavatni Kafarar sérsveitar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar kafa nú í Þingvallavatni til að kanna með vísbendingu sem fékkst í sónarmynd frá Gavia-kafbát á vatninu. 6. febrúar 2022 17:40
Fjallað um farþega vélarinnar í erlendum miðlum Tveir ferðamannanna sem voru um borð í flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudagskvöld voru áhrifavaldar, en sá þriðji var starfsmaður belgísks fatafyrirtækis. 6. febrúar 2022 12:29
Flak flugvélarinnar mjög heillegt á botni vatnsins Flak flugvélarinnar TF-ABB, sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudag, er mjög heillegt. Allt bendir til að flugvélin hafi hafnað á Þingvallavatni áður en hún sökk og þeir fjórir sem voru um borð í henni hafi komist út úr henni af sjálfsdáðum eftir að hún endaði á vatninu. 6. febrúar 2022 12:01