Öryggi leikmanna er til umræðu eftir atvik á City Ground í Nottingham í gær. Stjórar og forráðamenn félaganna hafa fordæmt atvikið en það umhugsunarvert að áhorfandi hafi komist inn á völlinn og alveg að leikmönnum.
Bikarmeistarar Leicester City eru úr leik í ensku bikarkeppninni en titilvörnin endaði óvænt með stóru tapi á móti b-deildarliði Nottingham Forest. Nottingham Forest vann leikin 4-1 og er komið áfram í sextán liða úrslitin þar sem liðið fær Huddersfield Town í heimsókn á City Ground.
Það er óhætt að segja að Leicester City hafi ekki litið út eins og úrvalsdeildarlið í leiknum í gær en Nottingham Forest er bara í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og því ekki að fara í umspil um sæti í úrvalsdeildinni eins og staðan er í dag.
Einn stuðningsmaður Leicester City varð sér til skammar í leiknum en hann lét reiði sína ekki bitna á slökum sínum mönnum heldur að leikmönnum andstæðinganna eftir einn eitt mark þeirra.
Annar áhorfandi náði því á myndband þegar þessi stuðningsmaður réðst á leikmenn Forest þegar þeir voru að fagna marki og má sjá það hér fyrir ofan.
Öryggisverðir á vellinum misstu af manninum og náði ekki í skottið á honum fyrr en hafði náð nokkrum höggum á leikmenn Nottingham Forest.