„Knattspyrnusambandið þarf að vera meira til staðar fyrir félögin“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. febrúar 2022 20:30 Sævar ætlar að bjóða sig fram sem formann KSÍ eftir áratug í starfi hjá KA. Vísir/Tryggvi „Þetta kom upp fyrir rúmri viku síðan. Þá voru nokkrir aðilar sem höfðu samband við mig og ýttu mér af stað, var ekki beint með þetta efst í huga,“ sagði Sævar Pétursson í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason fyrr í dag. Sævar hefur boðið sig fram sem formann Knattspyrnusambands Íslands en kosið verður í lok mánaðarins. „Ég ræddi svo við fjölmarga aðila inn í hreyfingunni og nú um helgina ákvað ég að mig langaði að láta á slag standa og láta á þetta reyna. Við sjáum svo bara hvað verður,“ sagði Sævar í myndbandsviðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. „Það er komin í gang barátta og ég held að það sé það sem flestir í hreyfingunni vildu, að það yrði kosið um formann.“ „Ég tel mig vera með ákveðna reynslu og þekkingu innan úr hreyfingunni. Ég kem úr félögunum og þeim hefur fundist undanfarin misseri tengingin við íþróttafélögin sjálf aðeins vera að tapast. Það er svona það sem ég er að koma með að borðinu, að það verði meiri tenging á milli Knattspyrnusambandsins og þeirra sem starfa í félögunum. Það er svona mitt helsta áherslumál.“ Hvað er mikilvægasta verk næsta formanns KSÍ? „Það er kannski bara það sem ég er að ýja að. Það þarf að taka samtölin við félögin. Á sama tíma má ekki gleyma árangri landsliðanna, hann er mikilvægur rekstri knattspyrnusambandsins. Tengingin þarf að vera betri og samtalið skilvirkari en áður hefur verið.“ „Ég held það fari enginn af stað í svona ferðalag án þess að hafa aðeins rætt það við sitt bakland og skoða hvernig landið liggur. Ég til mig hafa ákveðinn stuðning og svo verður að koma í ljós hversu langt það nær.“ „Knattspyrnan er með úreltan þjóðarleikvang sem þarf að fá niðurstöðu í. Það sama á við um aðrar boltagreinar hér á landi. Þetta er bara barátta sem við verðum að setja vigt í og þrýsta á.“ „Knattspyrnusambandið þarf að vera meira til staðar fyrir félögin. Við erum að ná sögulegum lágpunkti með félagsliðin okkar í Evrópukeppni. Það þarf að endurskoða málin þarna, það þarf að endurskoða mótahaldið hjá okkur. Það er tillaga núna á næsta ársþingi að breyta mótahaldi í efstu deild karla, mitt mat er að það þarf að gera það á fleiri stöðum. Við sitjum rosalega aftarlega á merinni varðandi Íslandsmót barna og unglinga.“ „Þarna þarf að stokka spilin upp á nýtt og ég tel mig hafa þónokkuð til málanna að leggja eftir mína reynslu innan úr hreyfingunni.“ „Lífsnauðsynlegt fyrir hreyfinguna að við fáum hæft fólk sem vill bjóða sig fram í stjórn sambandsins.“ „Við fögnum öllum framboðum sem koma. Það má ekki gleyma því að við erum að ræða um formanninn núna. Ég hvet aðila úr hreyfingunni í að bjóða sig fram til stjórnar KSÍ. Það hefur verið fólk á útleið þar, við erum að tapa ákveðinni þekkingu. Lífsnauðsynlegt fyrir hreyfinguna að við fáum hæft fólk sem vill bjóða sig fram í stjórn sambandsins og ég hvet sem flesta til að bjóða sig fram þannig við höfum val þar í kosningunum,“ sagði Sævar að endingu. Klippa: Viðtal við Sævar Pétursson: Frambjóðanda til formanns Knattspyrnusambands Íslands Fótbolti KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
Sævar hefur boðið sig fram sem formann Knattspyrnusambands Íslands en kosið verður í lok mánaðarins. „Ég ræddi svo við fjölmarga aðila inn í hreyfingunni og nú um helgina ákvað ég að mig langaði að láta á slag standa og láta á þetta reyna. Við sjáum svo bara hvað verður,“ sagði Sævar í myndbandsviðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. „Það er komin í gang barátta og ég held að það sé það sem flestir í hreyfingunni vildu, að það yrði kosið um formann.“ „Ég tel mig vera með ákveðna reynslu og þekkingu innan úr hreyfingunni. Ég kem úr félögunum og þeim hefur fundist undanfarin misseri tengingin við íþróttafélögin sjálf aðeins vera að tapast. Það er svona það sem ég er að koma með að borðinu, að það verði meiri tenging á milli Knattspyrnusambandsins og þeirra sem starfa í félögunum. Það er svona mitt helsta áherslumál.“ Hvað er mikilvægasta verk næsta formanns KSÍ? „Það er kannski bara það sem ég er að ýja að. Það þarf að taka samtölin við félögin. Á sama tíma má ekki gleyma árangri landsliðanna, hann er mikilvægur rekstri knattspyrnusambandsins. Tengingin þarf að vera betri og samtalið skilvirkari en áður hefur verið.“ „Ég held það fari enginn af stað í svona ferðalag án þess að hafa aðeins rætt það við sitt bakland og skoða hvernig landið liggur. Ég til mig hafa ákveðinn stuðning og svo verður að koma í ljós hversu langt það nær.“ „Knattspyrnan er með úreltan þjóðarleikvang sem þarf að fá niðurstöðu í. Það sama á við um aðrar boltagreinar hér á landi. Þetta er bara barátta sem við verðum að setja vigt í og þrýsta á.“ „Knattspyrnusambandið þarf að vera meira til staðar fyrir félögin. Við erum að ná sögulegum lágpunkti með félagsliðin okkar í Evrópukeppni. Það þarf að endurskoða málin þarna, það þarf að endurskoða mótahaldið hjá okkur. Það er tillaga núna á næsta ársþingi að breyta mótahaldi í efstu deild karla, mitt mat er að það þarf að gera það á fleiri stöðum. Við sitjum rosalega aftarlega á merinni varðandi Íslandsmót barna og unglinga.“ „Þarna þarf að stokka spilin upp á nýtt og ég tel mig hafa þónokkuð til málanna að leggja eftir mína reynslu innan úr hreyfingunni.“ „Lífsnauðsynlegt fyrir hreyfinguna að við fáum hæft fólk sem vill bjóða sig fram í stjórn sambandsins.“ „Við fögnum öllum framboðum sem koma. Það má ekki gleyma því að við erum að ræða um formanninn núna. Ég hvet aðila úr hreyfingunni í að bjóða sig fram til stjórnar KSÍ. Það hefur verið fólk á útleið þar, við erum að tapa ákveðinni þekkingu. Lífsnauðsynlegt fyrir hreyfinguna að við fáum hæft fólk sem vill bjóða sig fram í stjórn sambandsins og ég hvet sem flesta til að bjóða sig fram þannig við höfum val þar í kosningunum,“ sagði Sævar að endingu. Klippa: Viðtal við Sævar Pétursson: Frambjóðanda til formanns Knattspyrnusambands Íslands
Fótbolti KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira