Í síðasta mánuði tilkynnti Shay um andlát ömmu sinnar sem hún var mjög náin og talar hún um það hversu furðulegt lífið getur verið að kveðja eina manneskju á meðan hún tekur á móti annarri.
Dóttir parsins heitir Atlas og fæddist árið 2019 og verður hún stóra systir þegar barnið mætir. Hún var skírð Atlas þar sem foreldrarnir elska að ferðast og skoða heiminn. Þau voru dugleg að sýna frá ferðalögum á Youtube síðunni Shaycation fyrir heimsfaraldurinn. Móðurhlutverkið virðist vera uppáhaldshlutverk Shay til þessa og er hún spennt fyrir fjölguninni í fjölskyldunni.