Zlatan lítur hvorki út fyrir að vera fertugur eða meiddur í þessu myndbandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2022 13:31 Zlatan Ibrahimovic er leikmaður AC Milan en missti af stórleiknum um helgina. Getty/Mattia Ozbot Sænska knattspyrnugoðið Zlatan Ibrahimovic er ekki að spila með AC Milan þessa dagana vegna meiðsla en kappinn lét þó vita af sér með eftirminnilegum hætti á samfélagsmiðlum sínum í gær. Ibrahimovic var heppinn með meiðsli nær allan sinn feril en sömu sögu er ekki hægt að segja frá síðustu árum hans. Hann meiddist illa á hné þegar hann var hjá Manchester United árið 2017 og hefur síðan verið að meiðast reglulega undanfarin ár. Zlatan leggur hins vegar mikið á sig að halda sér í formi og eyðir kannski orðið meiri tíma í líkamsræktarsalnum en á fótboltavellinum. Það mætti í það minnsta halda það eftir að kappinn setti inn nýtt myndband af sér sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Zlatan Ibrahimovi (@iamzlatanibrahimovic) Myndbandið kom inn á netið eftir að liðsfélagar hans í AC Milan höfðu unnið 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Internazionale og minnkað forskot Inter manna á toppnum í aðeins eitt stig. Franski framherjinn Olivier Giroud skoraði bæði mörkin. Daginn eftir setti Zlatan inn myndbandið af sér og bað um þolinmæði. Hann er að glíma við meiðsli á hásin sem hélt honum líka frá keppni í september. Zlatan hélt upp á fertugsafmælið sitt í október síðastliðnum en það er óhætt að segja að hann líti hvorki út fyrir að vera fertugur eða meiddur í þessu myndbandi sínu. Sænski framherjinn er frábæru formi og það eru ekki margir á hans aldri sem geta montað sig af kviðvöðvum eins og hann sýnir þarna. Zlata hefur líka skilað fínum tölum á tímabilinu en hann er sem dæmi með átta mörk i fimmtán deildarleikjum. Hann náði samt ekki að skora í fjórum leikjum í Meistaradeildinni. Ítalski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund Sjá meira
Ibrahimovic var heppinn með meiðsli nær allan sinn feril en sömu sögu er ekki hægt að segja frá síðustu árum hans. Hann meiddist illa á hné þegar hann var hjá Manchester United árið 2017 og hefur síðan verið að meiðast reglulega undanfarin ár. Zlatan leggur hins vegar mikið á sig að halda sér í formi og eyðir kannski orðið meiri tíma í líkamsræktarsalnum en á fótboltavellinum. Það mætti í það minnsta halda það eftir að kappinn setti inn nýtt myndband af sér sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Zlatan Ibrahimovi (@iamzlatanibrahimovic) Myndbandið kom inn á netið eftir að liðsfélagar hans í AC Milan höfðu unnið 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Internazionale og minnkað forskot Inter manna á toppnum í aðeins eitt stig. Franski framherjinn Olivier Giroud skoraði bæði mörkin. Daginn eftir setti Zlatan inn myndbandið af sér og bað um þolinmæði. Hann er að glíma við meiðsli á hásin sem hélt honum líka frá keppni í september. Zlatan hélt upp á fertugsafmælið sitt í október síðastliðnum en það er óhætt að segja að hann líti hvorki út fyrir að vera fertugur eða meiddur í þessu myndbandi sínu. Sænski framherjinn er frábæru formi og það eru ekki margir á hans aldri sem geta montað sig af kviðvöðvum eins og hann sýnir þarna. Zlata hefur líka skilað fínum tölum á tímabilinu en hann er sem dæmi með átta mörk i fimmtán deildarleikjum. Hann náði samt ekki að skora í fjórum leikjum í Meistaradeildinni.
Ítalski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund Sjá meira