Skaust upp í loftið af pallbíl og fær tólf milljónir í bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. febrúar 2022 15:19 Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Tryggingarfélagið Sjóvá-Almennar þarf að greiða verkamanni sem starfaði hjá Reykjavíkurborg tólf milljónir króna í skaðabætur, eftir að hann féll af palli rafmagnsbíls er bílnum var ekið í holu, með þeim afleiðingum að verkamaðurinn skaust upp í loftið af pallinum og slasaðist. Slysið átti sér stað fyrir nokkrum árum. Gerðist það á lokuðu vinnusvæði í borginni. Þar var rafmagnsbíll með palli notaður til að flytja starfsmenn innan svæðisins. Verkamaðurinn lýsti slysinu á þann hátt að hann hafi verið beðinn um að setjast á pall bílsins. Yfirmaður hans og annar starfsmaður sátu í sætum bílsins. Bílnum var ekið eftir holóttum malarvegi. Á leiðinni var bílnum ekið ofan í holu á veginum, með þeim afleiðingum að verkamaðurinn skaust upp í loftið, af pallinum, beint á bakið. Dómkvaddir matsmenn mátu varanlega örorku mannsins 25 prósent eftir slysið. Krafðist maðurinn bóta á þeim grundvelli, alls tólf milljóna króna. Reykjavíkurborg var með ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá en tryggingafélagið hafnaði bótaskyldu í málinu. Tekist á um hvort honum hafi verið bannað að setjast á pallinn Fór málið því fyrir til dómstóla. Ekki var tekist á um að hvort að afleiðingar slyssins væru rétt metnar, heldur eingöngu hver bæri ábyrgð á því. Verkamaðurinn vildi meina að vinnuveitandinn bæri ábyrgð, en tryggingafélagið hélt því fram að hann sjálfur bæri ábyrgð á slysinu. Reykjavíkurborg var með ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá.Vísir/Hanna Taldi tryggingafélagið að brýnt hefði verið fyrir starfsmönnum að setjast ekki á umræddan pall, og var þar vísað til upplýsinga frá yfirverkstjóra mannsins þar sem kom fram að hann hefði áður áminnt verkamanninn fyrir að hafa tekið sér sæti á palli bílsins. Slysið hafi verið óhappatilvik sem enginn bæri skaðabótaábyrgð á. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að ágreiningurinn í málinu hafi í meginatriðum snúið um það hvort að annar starfsmaður hafi sagt verkamanninum að setjast á pallinn, eða hvort honum hafi áður verið bannað að setjast á pallinn. Fram kom í vitnisburði verkamannsins að hann hafi ekki vitað að bannað væri að sitja á pallinum. Annar starfsmaður, sem yfirverkstjórinn sagðist hafa falið að brýna fyrir starfsmönnum að sitja ekki á pallinum, gat ekki staðfest að verkamaðurinn hefði fengið þær upplýsingar. Slysið varð vegna þess að ekið var af stað án þess að gæta að hleðslu bílsins Í niðurstöðu héraðsdóms segir að rekja megi slysið til þess að ökumaður bílsins hafi ekið af stað með farþega á pallinum. Þátt í því átti aðgæsluleysi yfirverkstjórans, sem hefði getað komið í veg fyrir slysið með því að gæta að hleðslu bílsins sem hún sat í hjá undirmanni sínum áður en hann ók af stað af slíku gáleysi, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Verkamaðurinn er af erlendu bergi brotinn. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Vísir/Vilhelm. „Yfirverkstjóranum hefði enn fremur verið rétt að ganga úr skugga um að stefnandi, sem ekki talar íslensku, skildi þau fyrirmæli sem hún kveðst hafa gefið honum og fylgdi þeim. Yfirverkstjórinn og ökumaður bílsins voru starfsmenn fyrrum vinnuveitanda stefnanda, sem ber sem vinnuveitandi þeirra bótaábyrgð á framangreindri saknæmri háttsemi þeirra beggja,“ segir í dómi héraðsdóms. Féllst héraðsdómur því á að Reykjavíkurborg bæri skaðabótaábyrgð á slysinu og Sjóvá bæri að bæta tjónið. Þarf tryggingarfélagið því að greiða verkamanninum 12,3 milljónir króna. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Slysið átti sér stað fyrir nokkrum árum. Gerðist það á lokuðu vinnusvæði í borginni. Þar var rafmagnsbíll með palli notaður til að flytja starfsmenn innan svæðisins. Verkamaðurinn lýsti slysinu á þann hátt að hann hafi verið beðinn um að setjast á pall bílsins. Yfirmaður hans og annar starfsmaður sátu í sætum bílsins. Bílnum var ekið eftir holóttum malarvegi. Á leiðinni var bílnum ekið ofan í holu á veginum, með þeim afleiðingum að verkamaðurinn skaust upp í loftið, af pallinum, beint á bakið. Dómkvaddir matsmenn mátu varanlega örorku mannsins 25 prósent eftir slysið. Krafðist maðurinn bóta á þeim grundvelli, alls tólf milljóna króna. Reykjavíkurborg var með ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá en tryggingafélagið hafnaði bótaskyldu í málinu. Tekist á um hvort honum hafi verið bannað að setjast á pallinn Fór málið því fyrir til dómstóla. Ekki var tekist á um að hvort að afleiðingar slyssins væru rétt metnar, heldur eingöngu hver bæri ábyrgð á því. Verkamaðurinn vildi meina að vinnuveitandinn bæri ábyrgð, en tryggingafélagið hélt því fram að hann sjálfur bæri ábyrgð á slysinu. Reykjavíkurborg var með ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá.Vísir/Hanna Taldi tryggingafélagið að brýnt hefði verið fyrir starfsmönnum að setjast ekki á umræddan pall, og var þar vísað til upplýsinga frá yfirverkstjóra mannsins þar sem kom fram að hann hefði áður áminnt verkamanninn fyrir að hafa tekið sér sæti á palli bílsins. Slysið hafi verið óhappatilvik sem enginn bæri skaðabótaábyrgð á. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að ágreiningurinn í málinu hafi í meginatriðum snúið um það hvort að annar starfsmaður hafi sagt verkamanninum að setjast á pallinn, eða hvort honum hafi áður verið bannað að setjast á pallinn. Fram kom í vitnisburði verkamannsins að hann hafi ekki vitað að bannað væri að sitja á pallinum. Annar starfsmaður, sem yfirverkstjórinn sagðist hafa falið að brýna fyrir starfsmönnum að sitja ekki á pallinum, gat ekki staðfest að verkamaðurinn hefði fengið þær upplýsingar. Slysið varð vegna þess að ekið var af stað án þess að gæta að hleðslu bílsins Í niðurstöðu héraðsdóms segir að rekja megi slysið til þess að ökumaður bílsins hafi ekið af stað með farþega á pallinum. Þátt í því átti aðgæsluleysi yfirverkstjórans, sem hefði getað komið í veg fyrir slysið með því að gæta að hleðslu bílsins sem hún sat í hjá undirmanni sínum áður en hann ók af stað af slíku gáleysi, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Verkamaðurinn er af erlendu bergi brotinn. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Vísir/Vilhelm. „Yfirverkstjóranum hefði enn fremur verið rétt að ganga úr skugga um að stefnandi, sem ekki talar íslensku, skildi þau fyrirmæli sem hún kveðst hafa gefið honum og fylgdi þeim. Yfirverkstjórinn og ökumaður bílsins voru starfsmenn fyrrum vinnuveitanda stefnanda, sem ber sem vinnuveitandi þeirra bótaábyrgð á framangreindri saknæmri háttsemi þeirra beggja,“ segir í dómi héraðsdóms. Féllst héraðsdómur því á að Reykjavíkurborg bæri skaðabótaábyrgð á slysinu og Sjóvá bæri að bæta tjónið. Þarf tryggingarfélagið því að greiða verkamanninum 12,3 milljónir króna.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira