Colbert grínast með McDonalds-borgarann hans Hjartar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 17:40 Colbert velti mikið fyrir sér þessum þrettán ára gamla íslenska McDonalds hamborgara. Skjáskot Síðasti McDonalds hamborgarinn, sem keyptur var á Íslandi, hefur vakið mikla athygli utan landssteinanna að undanförnu. Eftir að ferðatímaritið Atlas Obscura fjallaði um hamborgarann, sem var keyptur 31. október 2009, hefur borgarinn fangað athygli ýmissa framámanna. McDonalds hamborgarinn, sá síðasti sem keyptur var á Íslandi og er enn til í dag, er tæplega þrettán ára gamall. Eftir að hafa verið geymdur á Þjóðminjasafninu um nokkurt skeið, svo á gistiheimilinu Bus hostel Reykjavík, er hamborgarinn nú til sýnis á gistiheimilinu Snotru í Þykkvabæ. Hjörtur Smárason keypti hamborgarann daginn áður en síðustu veitingastaðir McDonalds lokuðu hér á landi í kjölfar Hrunsins. Fram kemur í grein Atlas Obscura að þremur árum eftir kaupin hafi hann fundið hamborgarann í poka úti í bílskúr. Hann hafi verið að taka þar til, fundið línuskauta og fleira dót sem mýs höfðu nagað sig í gegn um en við hliðina á gegnumnöguðum línuskautum lá óhreifður McDonaldspoki, sem mýsnar höfðu ekki virt viðlits. Haldandi að hamborgarinn og franskarnar væru myglaðar, eftir þriggja ára legu úti í bílskúr, kom á daginn að maturinn leit út sem hann hefði verið keyptur sama dag. Það sama má segja núna, tæpum þrettán árum síðar, en svo virðist sem tímans tönn hafi ekki náð tökum á hamborgaranum. Þetta vakti athygli bandaríska spjallþáttastjórnandans Steven Colbert en hann fjallaði um hamborgarann í þætti sínum sem fór í loftið 1. febrúar síðastliðinn. „Horfiði á þetta! Þetta var keypt árið 2009. Þú verður að velta fyrir þér því sem þú borðar þegar þú getur horft á matinn þrettán árum síðar og sagt: Þú ert alveg jafn fallegur og daginn sem ég kynntist þér,“ segir Colbert áður en hann veltir fyrir sér vali músanna, sem litu fram hjá hamborgaranum og nöguðu frekar línuskautana. „Þannig að mýsnar fundu poka af McDonalds en vildu frekar borða línuskautana. Það útskýrir af hverju McDonalds breytti slagorðinu sínu úr „Ég elska það“ yfir í „viðurkennt sem matur af að minnsta kosti einni dýrategund“,“ segir Colbert í gríni. Innslag Colbert um hamborgarann hefst í kring um fimmtu mínútu í spilaranum hér að neðan. Bandaríkin Matur Hollywood Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
McDonalds hamborgarinn, sá síðasti sem keyptur var á Íslandi og er enn til í dag, er tæplega þrettán ára gamall. Eftir að hafa verið geymdur á Þjóðminjasafninu um nokkurt skeið, svo á gistiheimilinu Bus hostel Reykjavík, er hamborgarinn nú til sýnis á gistiheimilinu Snotru í Þykkvabæ. Hjörtur Smárason keypti hamborgarann daginn áður en síðustu veitingastaðir McDonalds lokuðu hér á landi í kjölfar Hrunsins. Fram kemur í grein Atlas Obscura að þremur árum eftir kaupin hafi hann fundið hamborgarann í poka úti í bílskúr. Hann hafi verið að taka þar til, fundið línuskauta og fleira dót sem mýs höfðu nagað sig í gegn um en við hliðina á gegnumnöguðum línuskautum lá óhreifður McDonaldspoki, sem mýsnar höfðu ekki virt viðlits. Haldandi að hamborgarinn og franskarnar væru myglaðar, eftir þriggja ára legu úti í bílskúr, kom á daginn að maturinn leit út sem hann hefði verið keyptur sama dag. Það sama má segja núna, tæpum þrettán árum síðar, en svo virðist sem tímans tönn hafi ekki náð tökum á hamborgaranum. Þetta vakti athygli bandaríska spjallþáttastjórnandans Steven Colbert en hann fjallaði um hamborgarann í þætti sínum sem fór í loftið 1. febrúar síðastliðinn. „Horfiði á þetta! Þetta var keypt árið 2009. Þú verður að velta fyrir þér því sem þú borðar þegar þú getur horft á matinn þrettán árum síðar og sagt: Þú ert alveg jafn fallegur og daginn sem ég kynntist þér,“ segir Colbert áður en hann veltir fyrir sér vali músanna, sem litu fram hjá hamborgaranum og nöguðu frekar línuskautana. „Þannig að mýsnar fundu poka af McDonalds en vildu frekar borða línuskautana. Það útskýrir af hverju McDonalds breytti slagorðinu sínu úr „Ég elska það“ yfir í „viðurkennt sem matur af að minnsta kosti einni dýrategund“,“ segir Colbert í gríni. Innslag Colbert um hamborgarann hefst í kring um fimmtu mínútu í spilaranum hér að neðan.
Bandaríkin Matur Hollywood Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira