Liðin eru að berjast á sitthvorum enda töflunnar. Kristján og félagar reyna að halda í við toppliðin á meðan að Saran berst fyrir lífi sínu í deildinni.
Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og var munurinn á liðunum aðeins eitt mark þegar flautað var til hálfleiks.
Heimamenn í Aix reyndust þó sterkari aðilinn í síðari hálfleik og unnu að lokum öruggan sex marka sigur, 32-26.
Kristján og félagar sitja nú jafnir Nantes í öðru sæti deildarinnar með 23 stig eftir 15 leiki, fimm stigum á eftir toppliði PSG. Saran situr hins vegar í næst neðsta sæti deildarinnar með aðeins sex stig.