Samfélagið opnar á ný í Svíþjóð Atli Ísleifsson skrifar 9. febrúar 2022 07:37 Skemmtistaðurinn Kulturbolaget í Malmö í suðurhluta Svíþjóðar opnaði klukkan 0:01 í nótt. EPA Aflétting langflestra takmarkana vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi í Svíþjóð á miðnætti. Þannig hefur regla um að veitingastaðir þurfi að loka klukkan 23 og hætta áfengissölu klukkan 22:30 verið felld úr gildi. Allar regur um fjöldatakmörk hafa sömuleiðis verið felldar úr gildi, en forsætisráðherrann Magdalena Andersson tilkynnti um afléttingarnar síðastliðinn fimmtudag. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að þrátt fyrir að reglubreytingarnar hafi tekið gildi nú á miðnætti muni skemmtistaðir langflestir ekki hafa opið fram á kvöld fyrr en síðar í vikunni. Þó opnaði skemmtistaðurinn Kulturbolaget í Malmö eina mínútu eftir miðnætti í nótt þar sem mikill fjöldi ungmenna kom saman. Þrátt fyrir afléttingarnar eru þeir sem eru með einkenni Covid-19 hvattir til að halda kyrru fyrir heima og forðast samneyti við aðra til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita. Ráðleggingar um fimm daga einangrun, og þar af tvo einkennalausa daga, á nú einungis við starfsfólk innan heilbrigðisgeirans. Áfram er hvatt til bólusetningar fyrir alla þá sem eldri eru en tólf ára. Til óbólusettra er því beint að þeir forðist mannmarga staði, þar sem óbólusettir í áhættuhópi og eldri einstaklingar eigi í meiri hættu að verða alvarlega veikir vegna kórónuveirusmits. Danir afléttu öllum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins um mánaðamótin og þá munu Norðmenn afnema allar takmarkanir þann 17. febrúar næstkomandi, en stórum hluta þeirra hefur nú þegar verið aflétt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Tengdar fréttir Svíar aflétta öllum takmörkunum Svíar hyggjast aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar þann 9. febrúar næstkomandi. Gert er ráð fyrir því að ríkisstjórn Svíþjóðar greini frá fyrirætlunum á ríkisstjórnarfundi á morgun. 2. febrúar 2022 19:30 Svíar aflétta öllum takmörkunum Svíar hyggjast aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar þann 9. febrúar næstkomandi. Gert er ráð fyrir því að ríkisstjórn Svíþjóðar greini frá fyrirætlunum á ríkisstjórnarfundi á morgun. 2. febrúar 2022 19:30 Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Allar regur um fjöldatakmörk hafa sömuleiðis verið felldar úr gildi, en forsætisráðherrann Magdalena Andersson tilkynnti um afléttingarnar síðastliðinn fimmtudag. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að þrátt fyrir að reglubreytingarnar hafi tekið gildi nú á miðnætti muni skemmtistaðir langflestir ekki hafa opið fram á kvöld fyrr en síðar í vikunni. Þó opnaði skemmtistaðurinn Kulturbolaget í Malmö eina mínútu eftir miðnætti í nótt þar sem mikill fjöldi ungmenna kom saman. Þrátt fyrir afléttingarnar eru þeir sem eru með einkenni Covid-19 hvattir til að halda kyrru fyrir heima og forðast samneyti við aðra til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita. Ráðleggingar um fimm daga einangrun, og þar af tvo einkennalausa daga, á nú einungis við starfsfólk innan heilbrigðisgeirans. Áfram er hvatt til bólusetningar fyrir alla þá sem eldri eru en tólf ára. Til óbólusettra er því beint að þeir forðist mannmarga staði, þar sem óbólusettir í áhættuhópi og eldri einstaklingar eigi í meiri hættu að verða alvarlega veikir vegna kórónuveirusmits. Danir afléttu öllum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins um mánaðamótin og þá munu Norðmenn afnema allar takmarkanir þann 17. febrúar næstkomandi, en stórum hluta þeirra hefur nú þegar verið aflétt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Tengdar fréttir Svíar aflétta öllum takmörkunum Svíar hyggjast aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar þann 9. febrúar næstkomandi. Gert er ráð fyrir því að ríkisstjórn Svíþjóðar greini frá fyrirætlunum á ríkisstjórnarfundi á morgun. 2. febrúar 2022 19:30 Svíar aflétta öllum takmörkunum Svíar hyggjast aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar þann 9. febrúar næstkomandi. Gert er ráð fyrir því að ríkisstjórn Svíþjóðar greini frá fyrirætlunum á ríkisstjórnarfundi á morgun. 2. febrúar 2022 19:30 Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Svíar aflétta öllum takmörkunum Svíar hyggjast aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar þann 9. febrúar næstkomandi. Gert er ráð fyrir því að ríkisstjórn Svíþjóðar greini frá fyrirætlunum á ríkisstjórnarfundi á morgun. 2. febrúar 2022 19:30
Svíar aflétta öllum takmörkunum Svíar hyggjast aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar þann 9. febrúar næstkomandi. Gert er ráð fyrir því að ríkisstjórn Svíþjóðar greini frá fyrirætlunum á ríkisstjórnarfundi á morgun. 2. febrúar 2022 19:30
Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00