Leikurinn var ekki eftirminnilegur fyrir Gomes enda tapaði Lille honum með fimm mörkum gegn einu. Hann mun samt sennilega ekki gleyma því sem gerðist eftir leikinn í bráð.
Messi skoraði í leiknum, aðeins annað deildarmarkið sitt fyrir PSG. Í leikmannagöngunum eftir leikinn gekk argentínski snillingurinn að Gomes og bað um að skiptast á treyjum við hann.
Gomes var greinilega hissa á beiðninni en sagði að sjálfsögðu ekki nei við Messi. Eftir að hafa skipst á treyjum féllust þeir í faðma.
Portuguese Lille player Angel Gomes couldn't believe it when Lionel Messi also wanted his shirt
— (@Youssef10i) February 7, 2022
pic.twitter.com/Di8gFQPL2e
Lille fékk Gomes frá Manchester United fyrir tveimur árum. Á síðasta tímabili lék hann sem lánsmaður með Boavista í Portúgal og stóð sig vel.
Lille kallaði Gomes svo til baka fyrir þetta tímabil. Í vetur hefur hann leikið átján leiki í öllum keppnum og skorað tvö mörk.