Þegar Aubameyang var kynntur sem leikmaður Barcelona í síðustu viku sagðist hann hafa yfirgefið Arsenal vegna vandamáli tengdu Arteta. Spánverjinn gaf lítið fyrir þessa skýringu er hann var spurður út í ummæli Aubameyangs á blaðamannafundi í dag.
„Ég var lausnin, hundrað prósent. Ég get horft í augun á hverjum sem er. Ég geri margt rangt en set hagsmuni félagsins alltaf í fyrsta sæti,“ sagði Arteta.
„Ég er mjög þakklátur fyrir allt sem Auba gerði fyrir Arsenal og framlag hans síðan ég kom. En í þessu sambandi var ég lausnin, ekki vandamálið.“
Arteta tók fyrirliðabandið af Aubameyang fyrr á tímabilinu vegna agabrota. Hann tók hann svo úr liðinu og Aubameyang spilaði síðasta leik sinn fyrir Arsenal 6. desember síðastliðinn.
Aubameyang lék sinn fyrsta leik fyrir Barcelona í 4-2 sigri á Atlético Madrid í spænsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.