Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Heimir Már Pétursson skrifar 9. febrúar 2022 19:21 Seðlabankastjóri segir aðgerðir Seðlabankans hafa varið aukin kaupmátt heimilanna í covid faraldrinum. Nú þegar faraldrinum sé að ljúka, störfum fjölgi og verðbólga fari vaxandi þurfi heimilin að draga úr neyslu sinni. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína í 2,75 prósent í morgun. Þeir eru þá komnir á sama stað og þeir voru rétt áður en kórónuveirufaraldurinn skall á og verða enn að teljast lágir í sögulegu samhengi. Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á í byrjun árs 2020 greip Seðlabankinn til vaxtalækkana og héldust vextir í sögulegu lágmarki langt fram á síðasta ár. Verðbólga hefur síðan aukist og Seðlabankinn brugðist við með vaxtahækkunum sem ekki sér fyrir endann á. Grafík/Kristján Pétur Jónsson Vextir lækkuðu hratt frá febrúar 2020 fram í maí 2021 þegar Seðlabankinn hóf aftur að hækka meginvexti sína vegna aukinnar verðbólgu. Verðbólga mældist 5,7 prósent í síðasta mánuði og hefur ekki verið hærri í um áratug. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að vextir kunni að hækka enn frekar gefi verðbólgan ekki eftir. Ásgeir Jónsson segir ríkisfjármálin og kjarasamninga í haust ráða mestu um þróun verðbólgu innanlands næstu misserin. Gera ætti kjarasamninga sem stuðluðu að verðstöðugleika.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að sjá hvað næstu mánuðir bera í skauti sér hvað það varðar. Ef þetta heldur áfram þurfum við að bregðast við. Það er alveg rétt.“ Verðbólgan sé aðallega drifin áfram af hækkun húsnæðisverðs og hækkun olíu- og hrávöruverðs í útlöndum. Vonir standi til að þessar hækkanir fari að ná hámarki sínu og ganga hægt til baka. Seðlabankinn gerir þó ekki ráð fyrir að verðbólgan verði komin nálægt 2,5 prósenta markmiði bankans fyrr en í ársbyrjun 2025. „Svo skiptir auðvitað miklu máli þegar kemur fram á næsta haust hvernig kjarasamningar koma út. Verðbólga eftir það ræðast algerlega af kjarasamningum,“ segir Ásgeir. Með aðgerðum Seðlabankans hafi tekist að verja gengi krónunnar og aukinn kaupmátt heimilanna í faraldrinum. Nú þurfi heimilin hins vegar að draga úr neyslu sinni. „Það var markmið okkar að hvetja áfram einkaneyslu á þeim tíma þegar hagkerfið lá niðri. Núna þurfum við að fara að takmarka einkaneyslu og hægja á heimilunum,“ segir seðlabankastjóri. Laun hafi hækkað meira en verðbólga undanfarið ár. Hugmyndir um að bæta heimilunum hækkun vaxta með framlögum úr ríkissjóði dragi ekki úr verðbólgu. „Það vinnur gegn okkur og vinnur gegn því sem við erum að gera. Sérstaklega í ljósi þess sem ég sagði áðan. Heimilin hafa aldrei staðið sterkara en einmitt núna. Hvað varðar laun og kaupmátt, hvað varðar eigiðfé. Við erum líka í uppsveiflu núna þar sem störfum er að fjölga. Þannig að það er ansi mikið að vinna með heimilunum þótt verðbólga sé aðeins að hækka,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Verðlag Kjaramál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Tillaga Samfylkingarinnar féll í grýttan farveg í Seðlabankanum Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á fundi Seðlabankans í dag að bankinn væri ekki hrifinn af þensluhvetjandi aðgerðum, á borð við þær sem þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til, á meðan bankinn reynir að hemja eftirspurn. 9. febrúar 2022 16:05 Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða úrslitum Verðbólga er þrálátari en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir og mun ekki nálgast tveggja komma fimm prósenta markmið hans fyrr en eftir þrjú ár. Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða miklu um hversu mikið vextir þurfi að hækka til viðbótar á komandi misserum. 9. febrúar 2022 13:18 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína í 2,75 prósent í morgun. Þeir eru þá komnir á sama stað og þeir voru rétt áður en kórónuveirufaraldurinn skall á og verða enn að teljast lágir í sögulegu samhengi. Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á í byrjun árs 2020 greip Seðlabankinn til vaxtalækkana og héldust vextir í sögulegu lágmarki langt fram á síðasta ár. Verðbólga hefur síðan aukist og Seðlabankinn brugðist við með vaxtahækkunum sem ekki sér fyrir endann á. Grafík/Kristján Pétur Jónsson Vextir lækkuðu hratt frá febrúar 2020 fram í maí 2021 þegar Seðlabankinn hóf aftur að hækka meginvexti sína vegna aukinnar verðbólgu. Verðbólga mældist 5,7 prósent í síðasta mánuði og hefur ekki verið hærri í um áratug. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að vextir kunni að hækka enn frekar gefi verðbólgan ekki eftir. Ásgeir Jónsson segir ríkisfjármálin og kjarasamninga í haust ráða mestu um þróun verðbólgu innanlands næstu misserin. Gera ætti kjarasamninga sem stuðluðu að verðstöðugleika.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að sjá hvað næstu mánuðir bera í skauti sér hvað það varðar. Ef þetta heldur áfram þurfum við að bregðast við. Það er alveg rétt.“ Verðbólgan sé aðallega drifin áfram af hækkun húsnæðisverðs og hækkun olíu- og hrávöruverðs í útlöndum. Vonir standi til að þessar hækkanir fari að ná hámarki sínu og ganga hægt til baka. Seðlabankinn gerir þó ekki ráð fyrir að verðbólgan verði komin nálægt 2,5 prósenta markmiði bankans fyrr en í ársbyrjun 2025. „Svo skiptir auðvitað miklu máli þegar kemur fram á næsta haust hvernig kjarasamningar koma út. Verðbólga eftir það ræðast algerlega af kjarasamningum,“ segir Ásgeir. Með aðgerðum Seðlabankans hafi tekist að verja gengi krónunnar og aukinn kaupmátt heimilanna í faraldrinum. Nú þurfi heimilin hins vegar að draga úr neyslu sinni. „Það var markmið okkar að hvetja áfram einkaneyslu á þeim tíma þegar hagkerfið lá niðri. Núna þurfum við að fara að takmarka einkaneyslu og hægja á heimilunum,“ segir seðlabankastjóri. Laun hafi hækkað meira en verðbólga undanfarið ár. Hugmyndir um að bæta heimilunum hækkun vaxta með framlögum úr ríkissjóði dragi ekki úr verðbólgu. „Það vinnur gegn okkur og vinnur gegn því sem við erum að gera. Sérstaklega í ljósi þess sem ég sagði áðan. Heimilin hafa aldrei staðið sterkara en einmitt núna. Hvað varðar laun og kaupmátt, hvað varðar eigiðfé. Við erum líka í uppsveiflu núna þar sem störfum er að fjölga. Þannig að það er ansi mikið að vinna með heimilunum þótt verðbólga sé aðeins að hækka,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Verðlag Kjaramál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Tillaga Samfylkingarinnar féll í grýttan farveg í Seðlabankanum Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á fundi Seðlabankans í dag að bankinn væri ekki hrifinn af þensluhvetjandi aðgerðum, á borð við þær sem þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til, á meðan bankinn reynir að hemja eftirspurn. 9. febrúar 2022 16:05 Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða úrslitum Verðbólga er þrálátari en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir og mun ekki nálgast tveggja komma fimm prósenta markmið hans fyrr en eftir þrjú ár. Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða miklu um hversu mikið vextir þurfi að hækka til viðbótar á komandi misserum. 9. febrúar 2022 13:18 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Tillaga Samfylkingarinnar féll í grýttan farveg í Seðlabankanum Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á fundi Seðlabankans í dag að bankinn væri ekki hrifinn af þensluhvetjandi aðgerðum, á borð við þær sem þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til, á meðan bankinn reynir að hemja eftirspurn. 9. febrúar 2022 16:05
Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða úrslitum Verðbólga er þrálátari en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir og mun ekki nálgast tveggja komma fimm prósenta markmið hans fyrr en eftir þrjú ár. Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða miklu um hversu mikið vextir þurfi að hækka til viðbótar á komandi misserum. 9. febrúar 2022 13:18