„Ég hef verið hérna í 18 ár og aldrei séð annað eins“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2022 22:45 Mikel Arteta segist vera að verða uppiskroppa með hugmyndir um hvernig hann getur fengið sína menn til að hætta að fá rauð spjöld. David Price/Arsenal FC via Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var virkilega ánægður með sigur sinna mann gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Hann segir þó að liðið hafi komið sér í vandræði þegar Gabriel Martinelli fékk að líta rautt spjald í seinni hálfleik. „Við komum okkur sjálfir í vandræði með rauða spjaldinu og við þurftum að legjja aukalega á okkur,“ sagði Arteta í samtali við BBC eftir leik. „Wolves hentu sjö mönnum fram og það var erfitt að halda hreinu en við vörðumst virkilega vel inni á vítateig.“ „Við þurfum að taka einn leik í einu og það má ekki miklu muna á milli sigurs og taps. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur og einbeita okkur að næsta leik.“ Gabriel Martinelli fékk að líta rautt spjald þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka, en leikmaðurinn braut tvisvar af sér í sömu sókn Úlfanna og fékk að launum tvö gul spjöld í einu. Arteta segist aldrei hafa séð annað eins. „Ég hef aldrei séð svona. Ég hef verið hérna í 18 ár og aldrei séð annað eins.“ „Við gerðum okkur erfitt fyrir með því að þurfa að spila á tíu mönnum. Við þurftum að þjást mikið á seinustu tíu mínútunum. Ég hef bara aldrei séð svona.“ Leikmenn Arsenal hafa náð sér í óþarflega mörg rauð spjöld á tímabilinu og það er farið að fara í taugarnar á Arteta. „Það er ótrúlega erfitt að vinna fótboltaleiki með tíu menn inni á vellinum og við þurfum að hætta því. Við erum búnir að ræða þetta, en ég er að verða uppiskroppa með hugmyndir um hvernig ég á að stoppa þetta held ég.“ „Við sýndum samt karakter og ég er virkilega stoltur af strákunum. Við sýndum mikla samstöðu og liðsheild.“ „Við verðum samt að spila með ellefu menn á vellinum í seinustu 16 leikjunum okkar, það er mjög mikilvægt. Að vinna leiki með tíu menn á vellinum er mjög ólíklegt,“ sagði Arteta að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Tíu leikmenn Arsenal héldu út gegn Úlfunum Arsenal tók þrjú mikilvæg stig er liðið heimsótti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 1-0, en gestirnir þurftu að spila seinustu tuttugu mínútur leiksins manni færri. 10. febrúar 2022 21:46 Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Sjá meira
„Við komum okkur sjálfir í vandræði með rauða spjaldinu og við þurftum að legjja aukalega á okkur,“ sagði Arteta í samtali við BBC eftir leik. „Wolves hentu sjö mönnum fram og það var erfitt að halda hreinu en við vörðumst virkilega vel inni á vítateig.“ „Við þurfum að taka einn leik í einu og það má ekki miklu muna á milli sigurs og taps. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur og einbeita okkur að næsta leik.“ Gabriel Martinelli fékk að líta rautt spjald þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka, en leikmaðurinn braut tvisvar af sér í sömu sókn Úlfanna og fékk að launum tvö gul spjöld í einu. Arteta segist aldrei hafa séð annað eins. „Ég hef aldrei séð svona. Ég hef verið hérna í 18 ár og aldrei séð annað eins.“ „Við gerðum okkur erfitt fyrir með því að þurfa að spila á tíu mönnum. Við þurftum að þjást mikið á seinustu tíu mínútunum. Ég hef bara aldrei séð svona.“ Leikmenn Arsenal hafa náð sér í óþarflega mörg rauð spjöld á tímabilinu og það er farið að fara í taugarnar á Arteta. „Það er ótrúlega erfitt að vinna fótboltaleiki með tíu menn inni á vellinum og við þurfum að hætta því. Við erum búnir að ræða þetta, en ég er að verða uppiskroppa með hugmyndir um hvernig ég á að stoppa þetta held ég.“ „Við sýndum samt karakter og ég er virkilega stoltur af strákunum. Við sýndum mikla samstöðu og liðsheild.“ „Við verðum samt að spila með ellefu menn á vellinum í seinustu 16 leikjunum okkar, það er mjög mikilvægt. Að vinna leiki með tíu menn á vellinum er mjög ólíklegt,“ sagði Arteta að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Tíu leikmenn Arsenal héldu út gegn Úlfunum Arsenal tók þrjú mikilvæg stig er liðið heimsótti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 1-0, en gestirnir þurftu að spila seinustu tuttugu mínútur leiksins manni færri. 10. febrúar 2022 21:46 Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Sjá meira
Tíu leikmenn Arsenal héldu út gegn Úlfunum Arsenal tók þrjú mikilvæg stig er liðið heimsótti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 1-0, en gestirnir þurftu að spila seinustu tuttugu mínútur leiksins manni færri. 10. febrúar 2022 21:46