Hólmar snýr þar með heim til Íslands eftir langan atvinnumannaferil sem spannar síðustu 14 ár, eða frá því að hann fór ungur að árum til West Ham frá uppeldisfélagi sínu HK.
Hólmar hefur leikið í Englandi, Þýskalandi, Ísrael, Búlgaríu og Noregi en hann kemur til Vals frá norska liðinu Rosenborg.
Hólmar er 31 árs gamall miðvörður og á að baki 19 leiki fyrir A-landslið Íslands en hann lék síðast með landsliðinu í Þjóðadeildinni síðla árs 2020. Hann var í leikmannahópi Íslands sem fór í fyrsta sinn á HM, í Rússlandi árið 2018.