Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. febrúar 2022 21:08 Jake Sullivan er þjóðaröryggisráðgjafi ríkisstjórnar Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Ceneta Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. Þetta kom fram á fréttamannafundi þjóðaröryggisráðgjafa Joe Biden Bandaríkjaforseta, Jake Sullivan. Þar sagði hann rússneskt herlið vera í aðstöðu til þess að ráðast í stórvægar hernaðaraðgerðir og hvatti Bandaríkjamenn í Úkraínu til þess að forða sér sem fyrst. „Við getum augljóslega ekki sagt til um framtíðina og við vitum ekki nákvæmlega hvað mun gerast, en áhættan er nú nægilega mikil og ógnin svo yfirvofandi að nú er skynsamlegur tími til þess að fara,“ sagði Sullivan meðal annars á fundinum. "We want to be crystal clear on this point: Any American in Ukraine should leave as soon as possible and in any event, the next 24-48 hours," National Security Advisor Jake Sullivan says. pic.twitter.com/DAlAuBYXHR— MSNBC (@MSNBC) February 11, 2022 Hann bætti því við að Bandaríkjastjórn væri ekki kunnugt um hvort Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefði tekið endanlega ákvörðun um að ráðast inn í Úkraínu, en sagði rússnesk stjórnvöld nú leita ljósum logum að afsökun til þess að hefja innrás. Sullivan sagði þá að innrásin kynni að hefjast með loftárásum Rússa á Úkraínu, sem myndi torvelda almennum borgurum að komast frá landinu. Því myndi borga sig að forða sér frá landinu sem fyrst. Fleiri lönd hafa þá hvatt ríkisborgara sína í Úkraínu til þess að fara annað. Þeirra á meðal eru Bretland, Holland, Lettland, Japan og Suður-Kórea. Bandaríkin Úkraína Rússland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Biden hvetur Bandaríkjamenn til að yfirgefa Úkraínu hið fyrsta Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur nú alla Bandaríkjamenn sem staddir eru í Úkraínu til að yfirgefa landið hið snarasta. 11. febrúar 2022 07:27 Rússar og Hvítrússar hefja tíu daga sameiginlega heræfingu Sameiginleg æfing herja Rússlands og Hvíta-Rússlands hófst í Hvíta-Rússlandi í morgun og er áætlað að hún standi í tíu daga. Æfingin fer fram á sama tíma og áhöld eru um hvort að rússneski herinn hyggi á innrás inn í Úkraínu. 10. febrúar 2022 09:39 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Þetta kom fram á fréttamannafundi þjóðaröryggisráðgjafa Joe Biden Bandaríkjaforseta, Jake Sullivan. Þar sagði hann rússneskt herlið vera í aðstöðu til þess að ráðast í stórvægar hernaðaraðgerðir og hvatti Bandaríkjamenn í Úkraínu til þess að forða sér sem fyrst. „Við getum augljóslega ekki sagt til um framtíðina og við vitum ekki nákvæmlega hvað mun gerast, en áhættan er nú nægilega mikil og ógnin svo yfirvofandi að nú er skynsamlegur tími til þess að fara,“ sagði Sullivan meðal annars á fundinum. "We want to be crystal clear on this point: Any American in Ukraine should leave as soon as possible and in any event, the next 24-48 hours," National Security Advisor Jake Sullivan says. pic.twitter.com/DAlAuBYXHR— MSNBC (@MSNBC) February 11, 2022 Hann bætti því við að Bandaríkjastjórn væri ekki kunnugt um hvort Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefði tekið endanlega ákvörðun um að ráðast inn í Úkraínu, en sagði rússnesk stjórnvöld nú leita ljósum logum að afsökun til þess að hefja innrás. Sullivan sagði þá að innrásin kynni að hefjast með loftárásum Rússa á Úkraínu, sem myndi torvelda almennum borgurum að komast frá landinu. Því myndi borga sig að forða sér frá landinu sem fyrst. Fleiri lönd hafa þá hvatt ríkisborgara sína í Úkraínu til þess að fara annað. Þeirra á meðal eru Bretland, Holland, Lettland, Japan og Suður-Kórea.
Bandaríkin Úkraína Rússland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Biden hvetur Bandaríkjamenn til að yfirgefa Úkraínu hið fyrsta Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur nú alla Bandaríkjamenn sem staddir eru í Úkraínu til að yfirgefa landið hið snarasta. 11. febrúar 2022 07:27 Rússar og Hvítrússar hefja tíu daga sameiginlega heræfingu Sameiginleg æfing herja Rússlands og Hvíta-Rússlands hófst í Hvíta-Rússlandi í morgun og er áætlað að hún standi í tíu daga. Æfingin fer fram á sama tíma og áhöld eru um hvort að rússneski herinn hyggi á innrás inn í Úkraínu. 10. febrúar 2022 09:39 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44
Biden hvetur Bandaríkjamenn til að yfirgefa Úkraínu hið fyrsta Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur nú alla Bandaríkjamenn sem staddir eru í Úkraínu til að yfirgefa landið hið snarasta. 11. febrúar 2022 07:27
Rússar og Hvítrússar hefja tíu daga sameiginlega heræfingu Sameiginleg æfing herja Rússlands og Hvíta-Rússlands hófst í Hvíta-Rússlandi í morgun og er áætlað að hún standi í tíu daga. Æfingin fer fram á sama tíma og áhöld eru um hvort að rússneski herinn hyggi á innrás inn í Úkraínu. 10. febrúar 2022 09:39