Sjö mörk, þrjú víti og eitt rautt í ótrúlegum sigri Spánarmeistaranna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. febrúar 2022 22:23 Leikmenn Atletico Madrid fögnuðu vel og innilega þegar Mario Hermoso skoraði sigurmark liðsins á lokamínútum leiksins. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Spánarmeistarar Atletico Madrid unnu 4-3 sigur er liðið tók á móti Getafe í ótrúlegum leik í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Heimamenn í Atletico fengu vítaspyrnu þegar aðeins rétt tæpar tíu mínútur voru liðnar af leiknum. David Soria, markvörður Getafe braut þá á Luis Suarez innan vítateigs, en gerði sér svo lítið fyrir og varði spyrnuna sem Suarez tók sjálfur. Heimamenn komust þó yfir á 19. mínútu leiksins með marki frá Angel Correa, áður en Matheus Cunha tvöfaldaði forystuna átta mínútum síðar. Enn var þó nóg eftir af fyrri hálfleik og Borja Mayoral minnkaði muninn fyrir Getafe eftir hálftíma leik. Gestirnir jöfnuðu svo metin á 37. mínútu þegar Enes Unal skoraði af vítapunktinum eftir að Matheus Cunha handlék knöttinn innan vítateigs. Enes Unal kom gestunum yfir fimm mínútum síðar, en aftur skoraði hann af vítapunktinum. Í þetta sinn hafði Thomas Lemar verið sökudólgurinn í liði Atletico, en eins og liðsfélagi sinn handlék hann knöttinn innan vítateigs. Viðburðarríkur hálfleikur sem þessi kallar á langan uppbótartíma og fjórði dómari leiksins tilkynnti leikmönnum og áhorfendum um að hann yrði í það minnsta sjö mínútur. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skoraði Angel Correa þriðja mark Atletico og sá til þess að staðan var jöfn, 3-3, þegar loks var flautað til hálfleiks. Síðari hálfleikur var ekki alvega jafn pakkaður af atvikum og sá fyrri, en þó er af nægu að taka þaðan. Heimamenn komu sér sjálfir í klandur þegar Felipe fékk að líta beint rautt spjald fyrir brot á Borja Mayoral eftir tæplega klukkutíma leik og því þurftu þeir að spila manni færri seinasta hálftíman. Það virtist þó ekki koma að sök þar sem að Mario Hermoso skoraði sigurmark liðsins á 89. mínútu eftir stoðsendingu frá Joao Felix. Niðurstaðan varð því 4-3 sigur Atletico Madrid í ótrúlegum leik. Liðið situr nú í fimmta sæti deildarinnar með 37 stig eftir 23 leiki, einu stigi minna en Barcelona sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu. Getafe situr hins vegar í 14. sæti með 26 stig. Spænski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Sjá meira
Heimamenn í Atletico fengu vítaspyrnu þegar aðeins rétt tæpar tíu mínútur voru liðnar af leiknum. David Soria, markvörður Getafe braut þá á Luis Suarez innan vítateigs, en gerði sér svo lítið fyrir og varði spyrnuna sem Suarez tók sjálfur. Heimamenn komust þó yfir á 19. mínútu leiksins með marki frá Angel Correa, áður en Matheus Cunha tvöfaldaði forystuna átta mínútum síðar. Enn var þó nóg eftir af fyrri hálfleik og Borja Mayoral minnkaði muninn fyrir Getafe eftir hálftíma leik. Gestirnir jöfnuðu svo metin á 37. mínútu þegar Enes Unal skoraði af vítapunktinum eftir að Matheus Cunha handlék knöttinn innan vítateigs. Enes Unal kom gestunum yfir fimm mínútum síðar, en aftur skoraði hann af vítapunktinum. Í þetta sinn hafði Thomas Lemar verið sökudólgurinn í liði Atletico, en eins og liðsfélagi sinn handlék hann knöttinn innan vítateigs. Viðburðarríkur hálfleikur sem þessi kallar á langan uppbótartíma og fjórði dómari leiksins tilkynnti leikmönnum og áhorfendum um að hann yrði í það minnsta sjö mínútur. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skoraði Angel Correa þriðja mark Atletico og sá til þess að staðan var jöfn, 3-3, þegar loks var flautað til hálfleiks. Síðari hálfleikur var ekki alvega jafn pakkaður af atvikum og sá fyrri, en þó er af nægu að taka þaðan. Heimamenn komu sér sjálfir í klandur þegar Felipe fékk að líta beint rautt spjald fyrir brot á Borja Mayoral eftir tæplega klukkutíma leik og því þurftu þeir að spila manni færri seinasta hálftíman. Það virtist þó ekki koma að sök þar sem að Mario Hermoso skoraði sigurmark liðsins á 89. mínútu eftir stoðsendingu frá Joao Felix. Niðurstaðan varð því 4-3 sigur Atletico Madrid í ótrúlegum leik. Liðið situr nú í fimmta sæti deildarinnar með 37 stig eftir 23 leiki, einu stigi minna en Barcelona sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu. Getafe situr hins vegar í 14. sæti með 26 stig.
Spænski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Sjá meira