Sigurður Egill Lárusson sá til þess að Valsmenn voru 1-0 yfir í hálfleik. Í síðari hálfleik tvöfaldaði Tryggvi Hrafn Haraldsson forystu Vals áður en Sigurður bætti sínu öðru marki við. Lokatölur 3-0 fyrir Val.
Valur hefur nú unnið báða leiki sína í Lengjubikarnum gegn Þrótti Vogum og nú Gróttu. Samanlögð markatala Vals manna er 8-0 og piltarnir frá Hlíðarenda líta vel út fyrir komandi tímabil í efstu deild. Næsti leikur Vals er gegn ÍBV á laugardaginn en Grótta leikur við Þrótt frá Vogum sama dag.