Bæði mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Genoa komst yfir með marki Mattia Destro áður en Federico Bonazzoli jafnaði fyrir Salernitana í uppbótatíma fyrri hálfleiks.
Genoa og Salernitana eru áfram í neðstu tveimur sætum deildarinnar eftir jafnteflið. Salernitana er á botninum með 12 stig og Genoa er í 19 sæti með 15 stig, 6 stigum frá öruggu sæti.
Salernitana spilar næst gegn toppliði AC Milan næsta laugardag á meðan Genoa spilar gegn Arnóri Sigurðssyni og félögum í Venezia degi síðar.