Fannst eftir tveggja tíma næturgöngu í blindbyl á Lyngdalsheiði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2022 12:47 Frá aðgerðum í nótt. Björgunarsveitin Ingunn Björgunarsveitunum Ingunni á Laugarvatni og Tintron í Grímsnesi barst útkall kl 5:22 í morgun. Þá hafði kona nokkur óskað eftir aðstoð. Hún var á göngu í blindbyl og týnd. Konan hafði lagt upp frá snjóhúsi rétt vestan við Kringlumýri á Lyngdalsheiði hvar hún hafði dvalið um nóttina. Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar, segir að konan hafi verið hluti af hópi nemenda við Háskóla Íslands. Um er að ræða námskeið við skólann þar sem gista átti í snjóhúsum í vetrarríki á svæðinu. Björgunarsveitarmaður í byl á Lyngdalsheiði í nótt.Björgunarsveitin Ingunn Haraldur segir um að ræða áfanga sem sé tengdur ferðaþjónustu með einhverjum hætti. Bæði sé gist í snjóhúsi í eitt skipti og svo í annað skipti sé tjaldað. Allir í hópnum hafi verið búnir að koma sér fyrir í snjóhúsi en þessari konu hafi verið orðið ískalt og ákveðið að yfirgefa svæðið. „Öllum var uppálagt að vekja kennarann ef það væri eitthvað að. Hún gerði það ekki heldur sendi honum skilaboð,“ segir Haraldur. Konan ætlaði að ganga í bíl sinn sem var staðsettur í líklega um kílómetra fjarlægð. Sökum veðurs hafi hún ekki ratað á réttan stað. Frá aðgerðum Ingunnar og Tintron í nótt.Björgunarsveitin Ingunn „Hún ráfaði um heiðina í rúma tvo tíma, sagðist hafa gengið í hringi. Hún var með Googlemaps opið og var að reyna að finna bílinn sinn. Svo þegar tuttugu prósent voru eftir af hleðslunni á símanum þá hringdi hún í Neyðarlínuna og gaf upp staðsetningu.“ Fyrir einskæra tilviljun hafi einn úr björgunarsveitinni Ingunni verið á leið yfir heiðina á sama tíma í nótt. Haraldur hafi verið búinn að finna út hvar konuna væri að finna og það hafi verið skammt frá þar sem björgunarsveitarmaðurinn var á ferð á fjallajeppa. Gekk sér til hita Bílstjórinn hafi kveikt ljós á jeppanum og í framhaldinu hafi átta manna hópur komið að björguninni þar sem snjósleði var notaður. Konan hafi verið vel útitekin og þreytt en ekki svo kalt þar sem hún hafi gengið sér til hita. Planið hafi verið að aka konunni heim en þá hafi heiðin verið orðin ófær. Konan dvelji því á Laugavatni enda komist hún hvorki lönd né strönd. Haraldur segir að hópurinn hafi látið vita af sér í morgun. Allir hafi verið hressir og undirbúningur fyrir morgunmat verið í fullum gangi. Kennarinn sé fagmaður fram í fingurgóma og þekki vel til í aðstæðum sem þessum. Sveitin sinnti einu verkefni til viðbótar í nótt þegar ferðamenn festu bíl sinn í skafli. Veður Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Konan hafði lagt upp frá snjóhúsi rétt vestan við Kringlumýri á Lyngdalsheiði hvar hún hafði dvalið um nóttina. Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar, segir að konan hafi verið hluti af hópi nemenda við Háskóla Íslands. Um er að ræða námskeið við skólann þar sem gista átti í snjóhúsum í vetrarríki á svæðinu. Björgunarsveitarmaður í byl á Lyngdalsheiði í nótt.Björgunarsveitin Ingunn Haraldur segir um að ræða áfanga sem sé tengdur ferðaþjónustu með einhverjum hætti. Bæði sé gist í snjóhúsi í eitt skipti og svo í annað skipti sé tjaldað. Allir í hópnum hafi verið búnir að koma sér fyrir í snjóhúsi en þessari konu hafi verið orðið ískalt og ákveðið að yfirgefa svæðið. „Öllum var uppálagt að vekja kennarann ef það væri eitthvað að. Hún gerði það ekki heldur sendi honum skilaboð,“ segir Haraldur. Konan ætlaði að ganga í bíl sinn sem var staðsettur í líklega um kílómetra fjarlægð. Sökum veðurs hafi hún ekki ratað á réttan stað. Frá aðgerðum Ingunnar og Tintron í nótt.Björgunarsveitin Ingunn „Hún ráfaði um heiðina í rúma tvo tíma, sagðist hafa gengið í hringi. Hún var með Googlemaps opið og var að reyna að finna bílinn sinn. Svo þegar tuttugu prósent voru eftir af hleðslunni á símanum þá hringdi hún í Neyðarlínuna og gaf upp staðsetningu.“ Fyrir einskæra tilviljun hafi einn úr björgunarsveitinni Ingunni verið á leið yfir heiðina á sama tíma í nótt. Haraldur hafi verið búinn að finna út hvar konuna væri að finna og það hafi verið skammt frá þar sem björgunarsveitarmaðurinn var á ferð á fjallajeppa. Gekk sér til hita Bílstjórinn hafi kveikt ljós á jeppanum og í framhaldinu hafi átta manna hópur komið að björguninni þar sem snjósleði var notaður. Konan hafi verið vel útitekin og þreytt en ekki svo kalt þar sem hún hafi gengið sér til hita. Planið hafi verið að aka konunni heim en þá hafi heiðin verið orðin ófær. Konan dvelji því á Laugavatni enda komist hún hvorki lönd né strönd. Haraldur segir að hópurinn hafi látið vita af sér í morgun. Allir hafi verið hressir og undirbúningur fyrir morgunmat verið í fullum gangi. Kennarinn sé fagmaður fram í fingurgóma og þekki vel til í aðstæðum sem þessum. Sveitin sinnti einu verkefni til viðbótar í nótt þegar ferðamenn festu bíl sinn í skafli.
Veður Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira