Ingvar vill leiða Garðabæjarlistann Atli Ísleifsson skrifar 15. febrúar 2022 11:32 Ingvar Arnarson. Aðsend Ingvar Arnarson, bæjarfulltrúi í Garðabæ, býður sig fram til að leiða Garðabæjarlistann í komandi sveitarstjórnarkosningum. Frá þessu segir í tilkynningu frá Ingvari. Þar segir að hann hafi setið í bæjarstjórn Garðabæjar frá árinu 2018 og hafi verið varabæjarfulltrúi frá 2014 til 2018. „Ég er kennari að mennt og kenndi náttúrufræði og íþróttir við Garðaskóla 2003-2006 og eftir það hef ég starfað við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og kennt þar við íþróttabraut skólans. Í haust hóf ég nám í opinberri stjórnsýslu við HÍ, námið hefur verið fræðandi og mun tvímælalaust efla mig í störfum mínum. Ég legg mikla áherslu á að Garðabær verði í fremstu röð sveitarfélaga þegar að kemur að þjónustu við íbúa. Ég vil sjá gjaldtöku á barnafjölskyldur lækka til muna, efla félagsþjónustu en frekar og auka framboð íþrótta og tómstunda fyrir jafnt unga sem aldna. Huga þarf vel að stígakerfi og almenningssamgöngum innan bæjarins og gæta þarf að því að haldið sé í sérstöðu hverfa bæjarins, skipulag og framkvæmdir eiga að vera gerð í sátt við íbúa og umhverfi. Að mínu mati er einnig mikilvægt að tryggja að uppbygging grunn- og leikskóla fylgi íbúaþróun bæjarins og nauðsynlegt er að bæta starfskjör þeirra sem þar vinna til að tryggja mönnun. Ég mun halda áfram að berjast af fullum heilindum fyrir bættu samfélagi. Ég hef sterkar taugar til íþróttafélaga bæjarins. Hef spilað leiki með nánast öllum deildum Stjörnunnar ásamt því að þjálfa fyrir félagið. Einnig hef ég þjálfað öldungablak á Álftanesi og veit að þar er verið að vinna flott starf í þágu íbúa. Það er mikilvægt að hlúa vel að öllu félagsstarfi í bænum og tryggja aðgang íbúa að því starfi óháð efnahag ásamt því að tryggja félögum aðstöðu við hæfi. Ég er uppalinn Garðbæingur og fjögurra barna faðir og hef kynnst vel þeirri þjónustu sem sveitarfélagið er að veita. Það er mikilvægt að sveitarfélögin sem hafa það hlutverk að þjónusta íbúa sína gera það sem allra best. Þess vegna er mikilvægt að hlusta á íbúana og taka mið af þeirra þörfum. Hlutverk þess sem leiðir Garðabæjarlistans er að samstilla hópa af fólki sem kemur úr ýmsum áttum og leiða til góðra verka. Ég hef töluverða reynslu af slíku starfi og hef trú á okkar fólki. Í Garðabæjarlistanum er mikill mannauður og reynsla sem kemur til með að nýtast okkur vel til að ná settum markmiðum,“ segir í tilkynningunni. Uppstillingarnefnd Garðabæjarlistans auglýsir nú eftir framboðum og tilnefningum á lista. Nefndin mun svo leggja fram til samþykktar tillögu að framboðslista á almennum félagsfundi þann 13. mars. Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Ingvari. Þar segir að hann hafi setið í bæjarstjórn Garðabæjar frá árinu 2018 og hafi verið varabæjarfulltrúi frá 2014 til 2018. „Ég er kennari að mennt og kenndi náttúrufræði og íþróttir við Garðaskóla 2003-2006 og eftir það hef ég starfað við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og kennt þar við íþróttabraut skólans. Í haust hóf ég nám í opinberri stjórnsýslu við HÍ, námið hefur verið fræðandi og mun tvímælalaust efla mig í störfum mínum. Ég legg mikla áherslu á að Garðabær verði í fremstu röð sveitarfélaga þegar að kemur að þjónustu við íbúa. Ég vil sjá gjaldtöku á barnafjölskyldur lækka til muna, efla félagsþjónustu en frekar og auka framboð íþrótta og tómstunda fyrir jafnt unga sem aldna. Huga þarf vel að stígakerfi og almenningssamgöngum innan bæjarins og gæta þarf að því að haldið sé í sérstöðu hverfa bæjarins, skipulag og framkvæmdir eiga að vera gerð í sátt við íbúa og umhverfi. Að mínu mati er einnig mikilvægt að tryggja að uppbygging grunn- og leikskóla fylgi íbúaþróun bæjarins og nauðsynlegt er að bæta starfskjör þeirra sem þar vinna til að tryggja mönnun. Ég mun halda áfram að berjast af fullum heilindum fyrir bættu samfélagi. Ég hef sterkar taugar til íþróttafélaga bæjarins. Hef spilað leiki með nánast öllum deildum Stjörnunnar ásamt því að þjálfa fyrir félagið. Einnig hef ég þjálfað öldungablak á Álftanesi og veit að þar er verið að vinna flott starf í þágu íbúa. Það er mikilvægt að hlúa vel að öllu félagsstarfi í bænum og tryggja aðgang íbúa að því starfi óháð efnahag ásamt því að tryggja félögum aðstöðu við hæfi. Ég er uppalinn Garðbæingur og fjögurra barna faðir og hef kynnst vel þeirri þjónustu sem sveitarfélagið er að veita. Það er mikilvægt að sveitarfélögin sem hafa það hlutverk að þjónusta íbúa sína gera það sem allra best. Þess vegna er mikilvægt að hlusta á íbúana og taka mið af þeirra þörfum. Hlutverk þess sem leiðir Garðabæjarlistans er að samstilla hópa af fólki sem kemur úr ýmsum áttum og leiða til góðra verka. Ég hef töluverða reynslu af slíku starfi og hef trú á okkar fólki. Í Garðabæjarlistanum er mikill mannauður og reynsla sem kemur til með að nýtast okkur vel til að ná settum markmiðum,“ segir í tilkynningunni. Uppstillingarnefnd Garðabæjarlistans auglýsir nú eftir framboðum og tilnefningum á lista. Nefndin mun svo leggja fram til samþykktar tillögu að framboðslista á almennum félagsfundi þann 13. mars.
Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira