Ljáir jaðarsettum einstaklingum rödd í nýju hlaðvarpi Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. febrúar 2022 21:01 Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason er farinn af stað með hlaðvarpið Ósýnilega fólkið. Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason er farinn af stað með glænýtt hlaðvarp, Ósýnilega fólkið. Í hlaðvarpinu fá hlustendur að kynnast jaðarsettum einstaklingum í samfélaginu og heyra persónulegar sögur þeirra. „Þættirnir eru þannig upp byggðir að ég hitti fólk sem er að glíma við fíknivanda, heimilisleysi og aðrar erfiðar áskoranir og spjalla við þau í persónulegu samtali. Hugmyndin er að kynnast þessu fólki sem mér hefur þótt við fjalla mikið um en það er aldrei talað við þetta fólk,“ segir Frosti. Málaflokkurinn stendur Frosta nærri, en fyrir tíu árum síðan lést Loftur Gunnarsson, uppeldisbróðir og æskuvinur Frosta, sem hafði verið skjólstæðingur Gistiskýlisins. „Þessi málaflokkur hefur verið mér hugleikinn alveg síðan aðstæður Lofts vöktu athygli mína á þessu.“ Frosti ræddi um nýja hlaðvarpið í Reykjavík síðdegis í gær. „Þetta er bara fólk eins og ég og þú sem hefur í langflestum tilfellum lent í einhverjum áföllum í æsku og hafa villst illa af leið og eru komin inn í fíknivanda sem kemur þeim út úr húsi og þau enda á götunni. Ég er ofsalega stoltur af þessari seríu af því mér finnst þetta vera rosalega mikilvægt málefni.“ Frosti segir það hafa gengið nokkuð vel að finna viðmælendur sem voru tilbúnir til þess að opna sig. En viðmælendurnir eru einstaklingar sem hafa til lengri eða skemmri tíma dvalið í neyðarathvörfum fyrir heimilislausa í Reykjavík. Í þáttunum fá hlustendur að kynnast þeim manneskjum sem samfélaginu hættir til að svipta mennskunni. „Það er auðvitað þekkt að fordómar alast í fáfræði og það sem við þekkjum ekki, það verðum við hrædd við. Það er nákvæmlega það sem gerir það að verkum að fordómarnir sem þetta fólk mætir í sínu daglega lífi eru gríðarlegir,“ segir Frosti. Fyrsti þáttur hlaðvarpsins er kominn út og hann má hlusta á hér. Fjölmiðlar Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
„Þættirnir eru þannig upp byggðir að ég hitti fólk sem er að glíma við fíknivanda, heimilisleysi og aðrar erfiðar áskoranir og spjalla við þau í persónulegu samtali. Hugmyndin er að kynnast þessu fólki sem mér hefur þótt við fjalla mikið um en það er aldrei talað við þetta fólk,“ segir Frosti. Málaflokkurinn stendur Frosta nærri, en fyrir tíu árum síðan lést Loftur Gunnarsson, uppeldisbróðir og æskuvinur Frosta, sem hafði verið skjólstæðingur Gistiskýlisins. „Þessi málaflokkur hefur verið mér hugleikinn alveg síðan aðstæður Lofts vöktu athygli mína á þessu.“ Frosti ræddi um nýja hlaðvarpið í Reykjavík síðdegis í gær. „Þetta er bara fólk eins og ég og þú sem hefur í langflestum tilfellum lent í einhverjum áföllum í æsku og hafa villst illa af leið og eru komin inn í fíknivanda sem kemur þeim út úr húsi og þau enda á götunni. Ég er ofsalega stoltur af þessari seríu af því mér finnst þetta vera rosalega mikilvægt málefni.“ Frosti segir það hafa gengið nokkuð vel að finna viðmælendur sem voru tilbúnir til þess að opna sig. En viðmælendurnir eru einstaklingar sem hafa til lengri eða skemmri tíma dvalið í neyðarathvörfum fyrir heimilislausa í Reykjavík. Í þáttunum fá hlustendur að kynnast þeim manneskjum sem samfélaginu hættir til að svipta mennskunni. „Það er auðvitað þekkt að fordómar alast í fáfræði og það sem við þekkjum ekki, það verðum við hrædd við. Það er nákvæmlega það sem gerir það að verkum að fordómarnir sem þetta fólk mætir í sínu daglega lífi eru gríðarlegir,“ segir Frosti. Fyrsti þáttur hlaðvarpsins er kominn út og hann má hlusta á hér.
Fjölmiðlar Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira