Heimamenn í Kadetten byrjuðu af miklum krafti og náði fljótt fimm marka forystu í stöðunni 8-3. Þeir misstu forskoti þó frá sér og fóru einu marki undir inn í hálfleikinn.
Mikið jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik, en undir lokin fóru heimamenn að síga fram úr. Þeir náðu fimm marka forskoti á ný þegar stutt var til leiksloka, en gestirnir skoruðu seinustu þrjú mörk leiksins. Niðurstaðan varð því tveggja marka sigur Kadetten, 26-24.
Sigurinn lyfti Kadetten upp fyrir Sporting í D-riðli, en liðið situr nú í fjórða sæti með átta stig eftir sjö leiki. Liðið hefur ekki tapað í seinustu fjórum leikjum sínum í Evrópudeildinni, og þar af eru þrír sigrar.
Þá máttu Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo þola fimm marka tap gegn Benfica, 35-30. Bjarki Már Elísson var markahæsti maður vallarins með níu mörk, en það dugði ekki til.
Lemgo situr í fjórða sæti B-riðils með átta stig eftir sjö leiki, þremur stigum minna en Benfica sem situr í öðru sæti.