Um er að ræða atvik sem átti sér stað á 53.mínútu leiksins þegar Lewis Dunk, varnarmaður Brighton, braut á sænska ungstirninu Anthony Elanga.
Peter Bankes, dómari leiksins, sýndi Dunk gula spjaldið og brutust í kjölfarið út hávær mótmæli leikmanna Man Utd sem aganefndin telur nú hafa verið fullkomlega yfir strikið.
Bruno Fernandes fékk gult spjald fyrir sinn þátt í mótmælunum.
Leikmenn Man Utd höfðu þó eitthvað til síns máls því eftir að Bankes hafði skoðað atvikið í VAR dró hann gula spjaldið til baka og rak Dunk af velli með rautt spjald.
— FA Spokesperson (@FAspokesperson) February 16, 2022
Leiknum lauk með 2-0 sigri Manchester United þar sem Cristiano Ronaldo og Bruno Fernandes voru á skotskónum.