Notuðu sumarlaunin til þess að framleiða kvikmynd Elísabet Hanna skrifar 17. febrúar 2022 15:47 Anton og Ásgeir, leikstjórar myndarinnar. Aðsend Spennutryllirinn Harmur kemur í kvikmyndahús um helgina og er þetta fyrsta kvikmynd leikstjóranna Ásgeirs Sigurðssonar og Antons Karls Kristensen sem báðir eru á tvítugsaldrinum. Myndin hefur verið að fá verðskuldaða athygli en mikil ástríða einkennir framleiðslu myndarinnar sem leikstjórarnir fjármögnuðu sjálfir. Tóku ákvörðun um að gera Harm „Ég var að klára námið mitt í Borgó og Anton sem er meðleikstjóri, hann var að klára kvikmyndanám í Los Angeles þegar hann þurfti að koma heim vegna Covid. Þá hugsuðum við með okkur eigum við ekki bara að gera mynd og hoppa á þetta?“ Ásgeir með handritið.aðsend Segir Ásgeir og í framhaldinu var tekin ákvörðun um að framleiða Harm. Ásgeir hafði skrifað handritið sumarið áður og sagan um bræðurna var lengi búin að vera í hausnum á honum. Myndin er um hinn tvítuga Óliver sem býr með móður sinni og yngri bróður. Þegar móðir hans byrjar aftur í neyslu, neyðist Óliver til að leita að yngri bróðir sínum í undirheimunum yfir eina örlagaríka nótt. „Við Anton höfum svona í gegnum árin verið að safna að okkur kvikmyndabúnaði svo við áttum þannig séð sjálfir framleiðslufyrirtæki ef svo má segja,“ segir Ásgeir og er augljóst að ástíðan fyrir verkefninu var gríðarleg. Í framhaldinu höfðu þeir samband við vini sína sem voru til í ævintýrið og framleiðsla á myndinni hófst. Við tökur á myndinniaðsend Fjármagnið allt út eigin vasa „Þetta er í rauninni allt úr okkar eigin vasa. Við fjármögnum hana sjálfir og eigum hana alveg sjálfir.“ Segir Ásgeir um fjármögnunarferli myndarinnar. „Auðvitað vorum við ekki með svaka pening fyrir þetta verkefni, voru nánast bara sumarlaunin okkar sem við notuðum til þess að búa til bíómynd“ Stórir leikarar sem sáu drifkraftinn Helsti kostnaður myndarinnar voru laun leikaranna sem eru ekki af verri endanum. Með aðalhlutverk fara Ásgeir Sigurðsson, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir og Jónas Björn Guðmundsson. Aðrir leikarar í myndinni eru meðal annars Aldís Amah Hamilton, Jóel Sæmundsson og Mikael Kaaber. „Þau voru bara ótrúlega tilbúin að hoppa á vagninn með okkur. Þau sáu bara drifkraftinn og ástríðuna á bakvið þessa sögu og hversu mikið okkur langaði að segja hana“ segir Ásgeir um stórleikarana sem eru í verkefninu. Stilla úr myndinni.Aðsend Viðbrögðin hafa farið fram úr öllum væntingum Upphaflega var planið ekki að gefa myndina út heldur vildu þeir aðeins fá að gera það sem þeir elska mest, búa til kvikmyndir. Þegar Harmur var tilbúin byrjaði hún að komast inn á virtar erlendar kvikmyndahátíðir. Hún komst meðal annars inn á Rhode Island International Film Festival þar sem þeir hlutu Directioral Discovery verðlaunin fyrir leikstjórn sína í myndinni. Eftir að þeir hlutu verðlaunin leyfðu þeir sér að hugsa stærra en fram að því höfðu þeir ekki sýnt neinum myndina. Hún komst einnig inn á Oldenburg kvikmyndahátíðina í Þýskalandi þar sem myndin var frumsýnd í Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Anton Karl Kristensen (@antonkk98) „Við hugsuðum að það væri enginn að fara að taka áhættu með tvo nýútskrifaða stráka svo við tókum áhættuna sjálfir og það hefur heldur betur borgað sig,“ bætir Ásgeir við. „Við erum búnir að selja til RÚV og bandarískt stórfyrirtæki er búið að kaupa heimsréttin á henni svo allt gott sem gæti gerst er búið að gerast“ segir Ásgeir að lokum og það fer ekki á milli mála að þetta er bara byrjunin hjá þeim félögunum. Forsýning myndarinnar er í kvöld en hún fer í almenna sýningu um helgina. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sýnishorn úr íslenska spennutryllinum Harmi Í dag frumsýnum við sýnishorn úr nýrri íslenskri kvikmynd. Spennutryllirinn Harmur er væntanleg í kvikmyndahús á febrúar en með aðalhlutverk fara Ásgeir Sigurðsson, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir og Jónas Björn Guðmundsson. 28. desember 2021 12:30 Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Fleiri fréttir Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Sjá meira
Tóku ákvörðun um að gera Harm „Ég var að klára námið mitt í Borgó og Anton sem er meðleikstjóri, hann var að klára kvikmyndanám í Los Angeles þegar hann þurfti að koma heim vegna Covid. Þá hugsuðum við með okkur eigum við ekki bara að gera mynd og hoppa á þetta?“ Ásgeir með handritið.aðsend Segir Ásgeir og í framhaldinu var tekin ákvörðun um að framleiða Harm. Ásgeir hafði skrifað handritið sumarið áður og sagan um bræðurna var lengi búin að vera í hausnum á honum. Myndin er um hinn tvítuga Óliver sem býr með móður sinni og yngri bróður. Þegar móðir hans byrjar aftur í neyslu, neyðist Óliver til að leita að yngri bróðir sínum í undirheimunum yfir eina örlagaríka nótt. „Við Anton höfum svona í gegnum árin verið að safna að okkur kvikmyndabúnaði svo við áttum þannig séð sjálfir framleiðslufyrirtæki ef svo má segja,“ segir Ásgeir og er augljóst að ástíðan fyrir verkefninu var gríðarleg. Í framhaldinu höfðu þeir samband við vini sína sem voru til í ævintýrið og framleiðsla á myndinni hófst. Við tökur á myndinniaðsend Fjármagnið allt út eigin vasa „Þetta er í rauninni allt úr okkar eigin vasa. Við fjármögnum hana sjálfir og eigum hana alveg sjálfir.“ Segir Ásgeir um fjármögnunarferli myndarinnar. „Auðvitað vorum við ekki með svaka pening fyrir þetta verkefni, voru nánast bara sumarlaunin okkar sem við notuðum til þess að búa til bíómynd“ Stórir leikarar sem sáu drifkraftinn Helsti kostnaður myndarinnar voru laun leikaranna sem eru ekki af verri endanum. Með aðalhlutverk fara Ásgeir Sigurðsson, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir og Jónas Björn Guðmundsson. Aðrir leikarar í myndinni eru meðal annars Aldís Amah Hamilton, Jóel Sæmundsson og Mikael Kaaber. „Þau voru bara ótrúlega tilbúin að hoppa á vagninn með okkur. Þau sáu bara drifkraftinn og ástríðuna á bakvið þessa sögu og hversu mikið okkur langaði að segja hana“ segir Ásgeir um stórleikarana sem eru í verkefninu. Stilla úr myndinni.Aðsend Viðbrögðin hafa farið fram úr öllum væntingum Upphaflega var planið ekki að gefa myndina út heldur vildu þeir aðeins fá að gera það sem þeir elska mest, búa til kvikmyndir. Þegar Harmur var tilbúin byrjaði hún að komast inn á virtar erlendar kvikmyndahátíðir. Hún komst meðal annars inn á Rhode Island International Film Festival þar sem þeir hlutu Directioral Discovery verðlaunin fyrir leikstjórn sína í myndinni. Eftir að þeir hlutu verðlaunin leyfðu þeir sér að hugsa stærra en fram að því höfðu þeir ekki sýnt neinum myndina. Hún komst einnig inn á Oldenburg kvikmyndahátíðina í Þýskalandi þar sem myndin var frumsýnd í Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Anton Karl Kristensen (@antonkk98) „Við hugsuðum að það væri enginn að fara að taka áhættu með tvo nýútskrifaða stráka svo við tókum áhættuna sjálfir og það hefur heldur betur borgað sig,“ bætir Ásgeir við. „Við erum búnir að selja til RÚV og bandarískt stórfyrirtæki er búið að kaupa heimsréttin á henni svo allt gott sem gæti gerst er búið að gerast“ segir Ásgeir að lokum og það fer ekki á milli mála að þetta er bara byrjunin hjá þeim félögunum. Forsýning myndarinnar er í kvöld en hún fer í almenna sýningu um helgina.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sýnishorn úr íslenska spennutryllinum Harmi Í dag frumsýnum við sýnishorn úr nýrri íslenskri kvikmynd. Spennutryllirinn Harmur er væntanleg í kvikmyndahús á febrúar en með aðalhlutverk fara Ásgeir Sigurðsson, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir og Jónas Björn Guðmundsson. 28. desember 2021 12:30 Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Fleiri fréttir Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Sjá meira
Sýnishorn úr íslenska spennutryllinum Harmi Í dag frumsýnum við sýnishorn úr nýrri íslenskri kvikmynd. Spennutryllirinn Harmur er væntanleg í kvikmyndahús á febrúar en með aðalhlutverk fara Ásgeir Sigurðsson, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir og Jónas Björn Guðmundsson. 28. desember 2021 12:30
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“