Ég mun hafa heilsu sjúklinga minna að leiðarljósi framar öllu öðru Steinunn Þórðardóttir og Hjördís Ásta Guðmundsdóttir skrifa 18. febrúar 2022 12:31 Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd) eru nú í vinnslu í dómsmálaráðuneytinu. Fjölmargar umsagnir bárust um frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda. Læknafélag Íslands (LÍ) og Félag læknanema (FL) hafa í umsögn til dómsmálaráðuneytis (sjá: https://www.lis.is/is/um-li/frettakerfi/umsogn-li-og-fl-um-drog-ad-frumvarpi-til-laga-um-utlendingalog) gert alvarlegar athugasemdir við 19. gr. frumvarpsins, sem bætir nýrri 114. gr. a við lögin. Lagt er til að hin nýju 114. gr. a, sem ber yfirheitið heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn, verði svohljóðandi: Lögreglu er heimilt að skylda útlending til að gangast undir heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn ef nauðsynlegt þykir til að tryggja framkvæmd þegar tekin hefur verið ákvörðun um að hann skuli yfirgefa landið. Með heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn er átt við mat á einstaklingi sem viðurkenndur heilbrigðisstarfsmaður framkvæmir eða annar aðili sem er til þess bær að ákvarða heilbrigðisástand viðkomandi, m.a. til að meta hvort hann sé nægilega hraustur til að geta ferðast eða skapi hugsanlega hættu fyrir heilbrigði annars fólks. Skoðunin getur náð yfir athugun heilbrigðisskjala sem og líkamsskoðun eftir því sem réttlætanlegt er miðað við aðstæður í hverju tilviki, s.s. með töku blóð- og þvagsýna og önnur lífsýni úr viðkomandi og rannsaka þau, svo og að framkvæma á honum aðra þá líkamsrannsókn sem þörf er á til að tryggja framkvæmd ákvörðunar og gerð verður honum að meinalausu. Neiti útlendingur að undirgangast heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn er lögreglu heimilt að bera kröfu um skylduna fyrir dómara. Um slíka meðferð máls vísast til XV. kafla laga um meðferð sakamála. Dómara er heimilt að ákveða að fyrirmæli skv. 1. mgr. gildi þar til ákvörðun hefur verið framkvæmd en þó ekki lengur en í fjórar vikur. Úrskurðir héraðsdóms sæta kæru til Landsréttar. Um málskotið fer samkvæmt almennum reglum um meðferð sakamála. Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar. Með öðrum orðum þá felst í hinu nýja ákvæði, verði það að lögum, heimild til lögreglu til að skylda útlendinga til að gangast undir heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn. Ef útlendingur neitar getur lögregla borið kröfu um skylduna fyrir dómara. LÍ og FL lýsa þungum áhyggjum af því að lögreglu verði gefin heimild til að skylda þessa einstaklinga, sem oftast eru í gríðarlega viðkvæmri og flókinni stöðu til að undirgangast heilbrigðisskoðun, afhenda sjúkraskrárgögn og gangast undir sýnatökur gegn vilja sínum. Slík framkvæmd brýtur að mati félaganna í bága við Alþjóðasiðareglur lækna. Genfaryfirlýsing Alþjóðasamtaka lækna bindur lækninn með orðunum: „Ég mun hafa heilsu sjúklinga minna að leiðarljósi framar öllu öðru“. Þar er því einnig lýst yfir að „Læknir skal aðeins gera það sem er sjúklingnum fyrir bestu, þegar hann veitir læknisþjónustu“. Eins velta félögin fyrir sér hvað átt er við með „öðrum aðila sem er til þess bær“ í 1. málslið 2. mgr. 19. gr. frumvarpsins. Hér er gefið til kynna að heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn megi framkvæma af öðrum en lækni eða öðrum viðurkenndum heilbrigðisstarfsmanni. LÍ og FL vilja undirstrika að starfsheitið læknir er lögverndað og enginn annar en læknir getur framkvæmt læknisrannsókn. Heilbrigðisrannsókn geta mögulega aðrar löggiltar heilbrigðisstéttir framkvæmt en fráleitt er að það sé á færi einhverra annarra, sem enga slíka löggildingu hafa. Verði umrædd drög að lagafrumvarpi lögð fram óbreytt fyrir Alþingi og samþykkt í fyrirliggjandi mynd mun það setja lækna landsins í þá óþolandi stöðu að þurfa að velja milli þess að fylgja Alþjóðasiðareglum lækna eða lögum landsins, þar sem lögreglu yrði heimilt að skylda fólk í líkamsskoðun og ýmis inngrip sem læknum er svo ætlað að framkvæma, að undangegnum dómsúrskurði, neiti viðkomandi að samþykkja inngripin. LÍ og FL hvetja dómsmálaráðherra til að endurskoða fyrirliggjandi frumvarpsdrög og sjá til þess að læknum verði gert kleift að tryggja áfram óspillt trúnaðarsamband sitt við skjólstæðinga sína. Höfundar eru formenn Læknafélags Íslands og Félags læknanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þórðardóttir Heilbrigðismál Innflytjendamál Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Sjá meira
Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd) eru nú í vinnslu í dómsmálaráðuneytinu. Fjölmargar umsagnir bárust um frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda. Læknafélag Íslands (LÍ) og Félag læknanema (FL) hafa í umsögn til dómsmálaráðuneytis (sjá: https://www.lis.is/is/um-li/frettakerfi/umsogn-li-og-fl-um-drog-ad-frumvarpi-til-laga-um-utlendingalog) gert alvarlegar athugasemdir við 19. gr. frumvarpsins, sem bætir nýrri 114. gr. a við lögin. Lagt er til að hin nýju 114. gr. a, sem ber yfirheitið heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn, verði svohljóðandi: Lögreglu er heimilt að skylda útlending til að gangast undir heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn ef nauðsynlegt þykir til að tryggja framkvæmd þegar tekin hefur verið ákvörðun um að hann skuli yfirgefa landið. Með heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn er átt við mat á einstaklingi sem viðurkenndur heilbrigðisstarfsmaður framkvæmir eða annar aðili sem er til þess bær að ákvarða heilbrigðisástand viðkomandi, m.a. til að meta hvort hann sé nægilega hraustur til að geta ferðast eða skapi hugsanlega hættu fyrir heilbrigði annars fólks. Skoðunin getur náð yfir athugun heilbrigðisskjala sem og líkamsskoðun eftir því sem réttlætanlegt er miðað við aðstæður í hverju tilviki, s.s. með töku blóð- og þvagsýna og önnur lífsýni úr viðkomandi og rannsaka þau, svo og að framkvæma á honum aðra þá líkamsrannsókn sem þörf er á til að tryggja framkvæmd ákvörðunar og gerð verður honum að meinalausu. Neiti útlendingur að undirgangast heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn er lögreglu heimilt að bera kröfu um skylduna fyrir dómara. Um slíka meðferð máls vísast til XV. kafla laga um meðferð sakamála. Dómara er heimilt að ákveða að fyrirmæli skv. 1. mgr. gildi þar til ákvörðun hefur verið framkvæmd en þó ekki lengur en í fjórar vikur. Úrskurðir héraðsdóms sæta kæru til Landsréttar. Um málskotið fer samkvæmt almennum reglum um meðferð sakamála. Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar. Með öðrum orðum þá felst í hinu nýja ákvæði, verði það að lögum, heimild til lögreglu til að skylda útlendinga til að gangast undir heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn. Ef útlendingur neitar getur lögregla borið kröfu um skylduna fyrir dómara. LÍ og FL lýsa þungum áhyggjum af því að lögreglu verði gefin heimild til að skylda þessa einstaklinga, sem oftast eru í gríðarlega viðkvæmri og flókinni stöðu til að undirgangast heilbrigðisskoðun, afhenda sjúkraskrárgögn og gangast undir sýnatökur gegn vilja sínum. Slík framkvæmd brýtur að mati félaganna í bága við Alþjóðasiðareglur lækna. Genfaryfirlýsing Alþjóðasamtaka lækna bindur lækninn með orðunum: „Ég mun hafa heilsu sjúklinga minna að leiðarljósi framar öllu öðru“. Þar er því einnig lýst yfir að „Læknir skal aðeins gera það sem er sjúklingnum fyrir bestu, þegar hann veitir læknisþjónustu“. Eins velta félögin fyrir sér hvað átt er við með „öðrum aðila sem er til þess bær“ í 1. málslið 2. mgr. 19. gr. frumvarpsins. Hér er gefið til kynna að heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn megi framkvæma af öðrum en lækni eða öðrum viðurkenndum heilbrigðisstarfsmanni. LÍ og FL vilja undirstrika að starfsheitið læknir er lögverndað og enginn annar en læknir getur framkvæmt læknisrannsókn. Heilbrigðisrannsókn geta mögulega aðrar löggiltar heilbrigðisstéttir framkvæmt en fráleitt er að það sé á færi einhverra annarra, sem enga slíka löggildingu hafa. Verði umrædd drög að lagafrumvarpi lögð fram óbreytt fyrir Alþingi og samþykkt í fyrirliggjandi mynd mun það setja lækna landsins í þá óþolandi stöðu að þurfa að velja milli þess að fylgja Alþjóðasiðareglum lækna eða lögum landsins, þar sem lögreglu yrði heimilt að skylda fólk í líkamsskoðun og ýmis inngrip sem læknum er svo ætlað að framkvæma, að undangegnum dómsúrskurði, neiti viðkomandi að samþykkja inngripin. LÍ og FL hvetja dómsmálaráðherra til að endurskoða fyrirliggjandi frumvarpsdrög og sjá til þess að læknum verði gert kleift að tryggja áfram óspillt trúnaðarsamband sitt við skjólstæðinga sína. Höfundar eru formenn Læknafélags Íslands og Félags læknanema.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun