Kýldi 65 ára mann ítrekað í andlitið við handtöku og ákærður fyrir líkamsárás Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2022 15:06 Vegfarandi reyndi að stöðva lögregluþjóninn þegar hann sat á hinum 65 ára gamla Monroque og sló hann ítrekað í andlitið. Lögregluþjónn var í vikunni ákærður í Flórída í Bandaríkjunum fyrir líkamsárás, eftir að hann sló 65 ára gamlan svartan mann ítrekað í andlitið við handtöku. Þá setti lögregluþjónninn hné sitt á andlit mannsins, þegar búið var að handjárna hann. Atvikið átti sér stað í nóvember 2019 en þá voru lögregluþjónar kallaðir til verslunar í West Palm Beach þar sem John Monroque var sakaður um að vera í leyfisleysi. Tveir lögregluþjónar mættu á vettvang, þeir Nicholas Lordi og Jamesloo Charles. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Charles hafi veri að skoða skilríki Monroque þegar Lordi sló hinum 65 ára gamla manni í húdd lögreglubílsins. Við það hófust átök þeirra á milli og reyndu lögregluþjónarnir að handjárna Monroque. Að endingu lágu Monroque og Lordi í götunni þar sem lögregluþjónninn hékk á baki Manroque og sló hann ítrekað í andlitið. Á engum tímapunkti sló Monroque til baka. Lordi settist svo á Monroque og sló hann nokkrum sinnum í höfuðið til viðbótar svo hann nefbrotnaði, þar til vegfarandi reyndi að stöðva hann. Charles, hinn lögregluþjónninn, stöðvaði vegfarandann þó. Monroque var handjárnaður þar sem hann lá meðvitundarlaus í götunni. Þegar hann rankaði við sér streittist Monroque á móti en við það sett Lordi hné sitt og líkamsþunga á höfuð Monroque. Þetta var nokkrum mánuðum áður en lögregluþjónn myrti George Floyd í Minneapolis í Bandaríkjunum með sambærilegum aðferðum. Myndband af atvikinu má sjá í meðfylgjandi frétt NBC News. Monroque var fluttur á sjúkrahús vegna nefbrotsins og varði tuttugu dögum í varðhaldi. Málið gegn honum var fellt niður ári síðar. Við skýrslutöku árið 2020 sagði Lordi að Monroque hefði sýnt sér vanvirðingu, ekki hlýtt skipunum og streist á móti. Hann sagði rannsakendum að hann hefði neyðst til að beita valdi þegar Monroque hafi reynt að grípa í byssu Charles. Þá sagðist Lordi hafa slegið Monroque nokkrum sinnum í andlitið til að fá hann til að hætta að streitast á móti. Rannsókn leiddi þó í ljós að orð hans voru ekki í takti við það sem gerðist. Lögmenn Monroque segja Lordi eiga sér sögu valdbeitingar en opinber gögn sýna að honum hefur áður verið refsað fyrir hegðun og hafi minnst fimmtán sinnum beitt valdi frá 2015. Bandaríkin Tengdar fréttir Hafi verið að verja sjálfan sig þegar hann skaut níu ára stelpu til bana Verjendur karlmanns sem er sakaður um að hafa skotið níu ára stúlku segja hann einungis hafa verið að verja sjálfan þegar hann skaut í áttina að ræningja sem ógnaði honum með byssu. 18. febrúar 2022 00:05 Minnst níu löggur skutu mann með dúkahníf Minnst níu lögregluþjónar skutu mann til bana í Nashville í Bandaríkjunum í gær. Maðurinn var vopnaður dúkahníf og höfðu lögregluþjónar verið að ræða við hann í um hálftíma þegar þeir skutu hann til bana. 28. janúar 2022 11:32 Rittenhouse vill fá riffilinn aftur Kyle Rittenhouse, sem var sýknaður af því í nóvember að hafa skotið tvo menn til bana og særa þann þriðja í Kenosha í Wisconsin árið 2020, vill fá byssu sína til baka. Hann mætir aftur í dómsal í dag þar sem dómari mun hlusta á málflutning um það hvort Rittenhouse eigi að fá byssuna aftur eða ekki. 28. janúar 2022 10:33 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Atvikið átti sér stað í nóvember 2019 en þá voru lögregluþjónar kallaðir til verslunar í West Palm Beach þar sem John Monroque var sakaður um að vera í leyfisleysi. Tveir lögregluþjónar mættu á vettvang, þeir Nicholas Lordi og Jamesloo Charles. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Charles hafi veri að skoða skilríki Monroque þegar Lordi sló hinum 65 ára gamla manni í húdd lögreglubílsins. Við það hófust átök þeirra á milli og reyndu lögregluþjónarnir að handjárna Monroque. Að endingu lágu Monroque og Lordi í götunni þar sem lögregluþjónninn hékk á baki Manroque og sló hann ítrekað í andlitið. Á engum tímapunkti sló Monroque til baka. Lordi settist svo á Monroque og sló hann nokkrum sinnum í höfuðið til viðbótar svo hann nefbrotnaði, þar til vegfarandi reyndi að stöðva hann. Charles, hinn lögregluþjónninn, stöðvaði vegfarandann þó. Monroque var handjárnaður þar sem hann lá meðvitundarlaus í götunni. Þegar hann rankaði við sér streittist Monroque á móti en við það sett Lordi hné sitt og líkamsþunga á höfuð Monroque. Þetta var nokkrum mánuðum áður en lögregluþjónn myrti George Floyd í Minneapolis í Bandaríkjunum með sambærilegum aðferðum. Myndband af atvikinu má sjá í meðfylgjandi frétt NBC News. Monroque var fluttur á sjúkrahús vegna nefbrotsins og varði tuttugu dögum í varðhaldi. Málið gegn honum var fellt niður ári síðar. Við skýrslutöku árið 2020 sagði Lordi að Monroque hefði sýnt sér vanvirðingu, ekki hlýtt skipunum og streist á móti. Hann sagði rannsakendum að hann hefði neyðst til að beita valdi þegar Monroque hafi reynt að grípa í byssu Charles. Þá sagðist Lordi hafa slegið Monroque nokkrum sinnum í andlitið til að fá hann til að hætta að streitast á móti. Rannsókn leiddi þó í ljós að orð hans voru ekki í takti við það sem gerðist. Lögmenn Monroque segja Lordi eiga sér sögu valdbeitingar en opinber gögn sýna að honum hefur áður verið refsað fyrir hegðun og hafi minnst fimmtán sinnum beitt valdi frá 2015.
Bandaríkin Tengdar fréttir Hafi verið að verja sjálfan sig þegar hann skaut níu ára stelpu til bana Verjendur karlmanns sem er sakaður um að hafa skotið níu ára stúlku segja hann einungis hafa verið að verja sjálfan þegar hann skaut í áttina að ræningja sem ógnaði honum með byssu. 18. febrúar 2022 00:05 Minnst níu löggur skutu mann með dúkahníf Minnst níu lögregluþjónar skutu mann til bana í Nashville í Bandaríkjunum í gær. Maðurinn var vopnaður dúkahníf og höfðu lögregluþjónar verið að ræða við hann í um hálftíma þegar þeir skutu hann til bana. 28. janúar 2022 11:32 Rittenhouse vill fá riffilinn aftur Kyle Rittenhouse, sem var sýknaður af því í nóvember að hafa skotið tvo menn til bana og særa þann þriðja í Kenosha í Wisconsin árið 2020, vill fá byssu sína til baka. Hann mætir aftur í dómsal í dag þar sem dómari mun hlusta á málflutning um það hvort Rittenhouse eigi að fá byssuna aftur eða ekki. 28. janúar 2022 10:33 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Hafi verið að verja sjálfan sig þegar hann skaut níu ára stelpu til bana Verjendur karlmanns sem er sakaður um að hafa skotið níu ára stúlku segja hann einungis hafa verið að verja sjálfan þegar hann skaut í áttina að ræningja sem ógnaði honum með byssu. 18. febrúar 2022 00:05
Minnst níu löggur skutu mann með dúkahníf Minnst níu lögregluþjónar skutu mann til bana í Nashville í Bandaríkjunum í gær. Maðurinn var vopnaður dúkahníf og höfðu lögregluþjónar verið að ræða við hann í um hálftíma þegar þeir skutu hann til bana. 28. janúar 2022 11:32
Rittenhouse vill fá riffilinn aftur Kyle Rittenhouse, sem var sýknaður af því í nóvember að hafa skotið tvo menn til bana og særa þann þriðja í Kenosha í Wisconsin árið 2020, vill fá byssu sína til baka. Hann mætir aftur í dómsal í dag þar sem dómari mun hlusta á málflutning um það hvort Rittenhouse eigi að fá byssuna aftur eða ekki. 28. janúar 2022 10:33
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent