Bestu vinir á Akranesi og leika nú saman hjá dönsku stórliði Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. febrúar 2022 22:31 Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson hafa verið bestu vinir frá því þeir voru litlir. Instagram/isak.bergmann.johannesson Ísak Bergmann Jóhannsson og Hákon Arnar Haraldsson leika báðir með FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, en þeir hafa verið bestu vinir frá því að þeir voru litlir. Strákarnir settust niður í stutt spjall við danska miðilinn Tipsbladet, en þeir fóru saman í gegnum yngri flokka ÍA á Akranesi. Árið 2019 skildu leiðir þegar Ísak fór til sænska liðsins IFK Norrköping og stuttu síðar flutti Hákon til Danmerkur þar sem hann lék og æfði með akademíu Kaupmannahafnarliðsins. Nú leika þeir hins vegar saman á ný hjá FC Kaupmannahöfn og segja báðir að það sé klikkað að örlögin hafi leitt þá aftur saman. „Ég kom alltaf heim á sumrin og spilaði fótbolta á Akranesi,“ sagði Ísak í samtali við Tipsbladet. „Þar kynntumst við og vorum alltaf mikið saman og þegar ég var níu ára flutti ég aftur á Akranes. Þá urðum við bestu vinir og spiluðum mikinn fótbolta saman. Nú búum við á móti hvor öðrum, maður þarf bara að labba yfir götuna.“ Hákon tók undir þessi orð Ísaks og bætti við að ástæðan fyrir því að þeir tveir væru búnir að ná svona langt væri líklega vegna þess að þeir voru alltaf í fótbolta. „Þetta hefur alltaf snúist um fótbolta. Það er það sem við gerðum allan daginn,“ sagði Hákon. „Við æfðum meira en allir aðrir. Við vorum allan daginn úti á velli þegar við vorum yngri. Ég bjó við hliðina á fótboltavelli og var þar alla daga til að verða tíu á kvöldin. Mamma þurfti að kalla á mig út um gluggann til að reka mig inn að borða og sofa.“ „Við vorum þarna allan daginn. Við æfðum fótbolta, við lékum okkur í fótbolta og okkur þótti það alltaf gaman,“ sagði Hákon að lokum. Danski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Sjá meira
Strákarnir settust niður í stutt spjall við danska miðilinn Tipsbladet, en þeir fóru saman í gegnum yngri flokka ÍA á Akranesi. Árið 2019 skildu leiðir þegar Ísak fór til sænska liðsins IFK Norrköping og stuttu síðar flutti Hákon til Danmerkur þar sem hann lék og æfði með akademíu Kaupmannahafnarliðsins. Nú leika þeir hins vegar saman á ný hjá FC Kaupmannahöfn og segja báðir að það sé klikkað að örlögin hafi leitt þá aftur saman. „Ég kom alltaf heim á sumrin og spilaði fótbolta á Akranesi,“ sagði Ísak í samtali við Tipsbladet. „Þar kynntumst við og vorum alltaf mikið saman og þegar ég var níu ára flutti ég aftur á Akranes. Þá urðum við bestu vinir og spiluðum mikinn fótbolta saman. Nú búum við á móti hvor öðrum, maður þarf bara að labba yfir götuna.“ Hákon tók undir þessi orð Ísaks og bætti við að ástæðan fyrir því að þeir tveir væru búnir að ná svona langt væri líklega vegna þess að þeir voru alltaf í fótbolta. „Þetta hefur alltaf snúist um fótbolta. Það er það sem við gerðum allan daginn,“ sagði Hákon. „Við æfðum meira en allir aðrir. Við vorum allan daginn úti á velli þegar við vorum yngri. Ég bjó við hliðina á fótboltavelli og var þar alla daga til að verða tíu á kvöldin. Mamma þurfti að kalla á mig út um gluggann til að reka mig inn að borða og sofa.“ „Við vorum þarna allan daginn. Við æfðum fótbolta, við lékum okkur í fótbolta og okkur þótti það alltaf gaman,“ sagði Hákon að lokum.
Danski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn