Juventus þurfti að sætta sig við jafntefli í nágrannaslagnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. febrúar 2022 21:39 Andrea Belotti skoraði jöfnunarmark Torino í kvöld. Stefano Guidi/Getty Images Juventus og Torino skildu jöfn er liðin mættust í nágrannaslag í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 1-1, en þetta var þriðja jafntefli Juventus í seinustu fjórum deildarleikjum. Matthijs De Ligt kom heimamönnum í Juventus yfir strax á 13. mínútu þegar hann stýrði hornspyrnu Juan Cuadrado í netið með góðum skalla. Gestirnir í Torino voru hættulegri það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, en tókst ekki að finna jöfnunarmark fyrir hlé og því var staðan 1-0, Juventus í vil, þegar gengið var til búningsherbergja. Andrea Belotti jafnaði loks metin fyrir Torino eftir rúmlega klukkutíma leik þegar hann tók fyrirgjöf frá Josip Brekalo á lofti og setti boltann í netið. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli. Juventus situr í fjórða sæti deildarinnar með 47 sytig eftir 26 leiki og er í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Liðið hefur þo leikið tveimur leikjum meira en Atalanta sem situr sæti fyrir neðan þá með þremur stigum minna. Torino situr hins vegar í tíunda sæti deildarinnar með 33 stig eftir 25 leiki. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér. Ítalski boltinn Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira
Matthijs De Ligt kom heimamönnum í Juventus yfir strax á 13. mínútu þegar hann stýrði hornspyrnu Juan Cuadrado í netið með góðum skalla. Gestirnir í Torino voru hættulegri það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, en tókst ekki að finna jöfnunarmark fyrir hlé og því var staðan 1-0, Juventus í vil, þegar gengið var til búningsherbergja. Andrea Belotti jafnaði loks metin fyrir Torino eftir rúmlega klukkutíma leik þegar hann tók fyrirgjöf frá Josip Brekalo á lofti og setti boltann í netið. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli. Juventus situr í fjórða sæti deildarinnar með 47 sytig eftir 26 leiki og er í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Liðið hefur þo leikið tveimur leikjum meira en Atalanta sem situr sæti fyrir neðan þá með þremur stigum minna. Torino situr hins vegar í tíunda sæti deildarinnar með 33 stig eftir 25 leiki. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Ítalski boltinn Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira