Lífið

Justin Bieber er með Covid og frestar tónleikum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Justin Bieber flytur lagið Anyone á sviðinu í San Diego á föstudag.
Justin Bieber flytur lagið Anyone á sviðinu í San Diego á föstudag. Getty/Kevin Mazur

Söngvarinn Justin Bieber þurfti að aflýsa tónleikum sínum í Las Vegas í gær með aðeins sólarhrings fyrirvara. Fulltrúi poppstjörnunnar staðfesti í samtali við People að ástæðan væri að Bieber greindist með Covid.

Tónleikaferðalag Bieber, Justice World Tour, átti að fara af stað snemma árið 2020 en var frestað vegna Covid. Hann náði að halda eina stóra tónleika í San Diego og svo áttu Las Vegas tónleikarnir að vera númer tvö í röðinni. Þeir frestast nú fram á næsta sumar, nánar tiltekið 28. júní 2022. Líklega munu nokkrir tónleikar í viðbót færast til á dagskránni hjá Bieber. 

Aðdáendur Bieber voru sumir komnir langa leið um helgina vegna tónleikanna og báðust skipuleggjendur afsökunar á þessu, en heilsa hópsins þyrfti að vera í fyrsta sæti. Hér fyrir neðan má sjá brot af sviðshönnun tónleikaferðalagsins.

Á tónleikunum í San Diego varð allt vitlaust þegar hann flutti lagið Anyone og var ljóst að lagið er í uppáhaldi hjá mörgum aðdáendum hans. Á skjánum fyrir aftan Bieber birtust persónulegar myndir af honum og eiginkonunni, Hailey Bieber. Hún var sjálf stödd í salnum og söng og dansaði með. Símamyndband aðdáanda af flutningi Bieber má sjá hér fyrir neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×