Mourinho gæti fengið þriggja leikja bann fyrir símamerkið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2022 15:30 Jose Mourinho tekur upp símann. getty/Matteo Ciambelli José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja leikja bann fyrir framkomu sína í leiknum gegn Verona í ítölsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Mourinho mótmælti kröftuglega í uppbótartíma. Hann benti meðal annars á höfuðið á sér og gerði eins konar símamerki með höndinni og beindi því að dómaranum Luca Pairetto. Þá tók hann boltann upp og sparkaði honum lengst í burtu. Fyrir þetta var Mourinho rekinn af velli. Með símamerkinu vísaði Mourinho til föðurs Pairetto, Pierluigi, sem var einnig dómari og dæmdi meðal annars úrslitaleik EM 1996. Hann var dæmdur í Calciopoli skandalnum 2006 en á þeim tíma var hann varaformaður dómaranefndar UEFA. Lögreglan komst á snoðir um spillingu við niðurröðun dómara á leiki með því að hlera síma háttsettra manna innan ítalska boltans. Pierluigi Pairetto átti til að mynda í reglulegum samskiptum við Luciano Moggi, framkvæmdastjóra Juventus, um niðurröðun á leiki liðsins í Meistaradeild Evrópu. Pierluigi Pairetto fékk 42 mánaða bann frá fótbolta og sextán mánaða fangelsisdóm fyrir aðkomu sína að Calciopoli skandalnum en var seinna sýknaður. Þá á Mourinho að hafa sagt við Luca Pairetto að Juventus hafi sent hann vísvitandi á leikinn. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að portúgalski stjórinn gæti fengið tveggja til þriggja leikja bann fyrir mótmæli sín í leiknum í fyrradag. Roma lenti 0-2 undir í leiknum en mörk frá tveimur ungum varamönnum, Cristian Volpato og Edoardo Bove, tryggðu liðinu stig. Þetta var þriðja jafntefli Rómverja í röð. Þeir eru í 8. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=F_lSaTvL-F4">watch on YouTube</a> Mourinho tók við Roma fyrir tímabilið. Hann sneri þar með aftur til Ítalíu en hann stýrði Inter með frábærum árangri á árunum 2008-10. Ítalski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Mourinho mótmælti kröftuglega í uppbótartíma. Hann benti meðal annars á höfuðið á sér og gerði eins konar símamerki með höndinni og beindi því að dómaranum Luca Pairetto. Þá tók hann boltann upp og sparkaði honum lengst í burtu. Fyrir þetta var Mourinho rekinn af velli. Með símamerkinu vísaði Mourinho til föðurs Pairetto, Pierluigi, sem var einnig dómari og dæmdi meðal annars úrslitaleik EM 1996. Hann var dæmdur í Calciopoli skandalnum 2006 en á þeim tíma var hann varaformaður dómaranefndar UEFA. Lögreglan komst á snoðir um spillingu við niðurröðun dómara á leiki með því að hlera síma háttsettra manna innan ítalska boltans. Pierluigi Pairetto átti til að mynda í reglulegum samskiptum við Luciano Moggi, framkvæmdastjóra Juventus, um niðurröðun á leiki liðsins í Meistaradeild Evrópu. Pierluigi Pairetto fékk 42 mánaða bann frá fótbolta og sextán mánaða fangelsisdóm fyrir aðkomu sína að Calciopoli skandalnum en var seinna sýknaður. Þá á Mourinho að hafa sagt við Luca Pairetto að Juventus hafi sent hann vísvitandi á leikinn. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að portúgalski stjórinn gæti fengið tveggja til þriggja leikja bann fyrir mótmæli sín í leiknum í fyrradag. Roma lenti 0-2 undir í leiknum en mörk frá tveimur ungum varamönnum, Cristian Volpato og Edoardo Bove, tryggðu liðinu stig. Þetta var þriðja jafntefli Rómverja í röð. Þeir eru í 8. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=F_lSaTvL-F4">watch on YouTube</a> Mourinho tók við Roma fyrir tímabilið. Hann sneri þar með aftur til Ítalíu en hann stýrði Inter með frábærum árangri á árunum 2008-10.
Ítalski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira