Tuchel: Ekki tíminn til að hlæja að Romelu Lukaku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2022 10:01 Thomas Tuchel faðmar hér Romelu Lukaku og ætlar að standa með sínum manni í gegnum erfiðan tíma. EPA-EFE/Neil Hall Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, þurfti að svara fyrir tölfræði Romelu Lukaku á blaðamannafundi í gær en hann var haldinn fyrir Meistaradeildarleik Chelsea á móti Lille sem er fram í kvöld. Hlutirnir hafa ekki gengið alltof vel hjá Romelu Lukaku síðan Chelsea keypti hann frá Internazionale í sumar. Tuchel on Lukaku: It's not the time to laugh about Romelu - he is our player and we will protect him. What can I do? I don't know. Well, we have to deal with it , via @nizaarkinsella. #CFC The data is out there and speaks the language that he wasn't in our game , he added. pic.twitter.com/13hdv5T9pm— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 21, 2022 Hann hefur bara skorað 10 mörk í 28 leikjum en auk þess hefur hann fengið kórónuveiruna, glímt við meiðsli og veitt umdeilt viðtal sem kallaði á stóra innanhússekt frá Chelsea. Lukaku var ósáttur með leikstíl Chelsea liðsins og talaði um að hann vildi komast aftur til Ítalíu þar sem hann blómstraði með Internazionale. Það er hins vegar tölfræðistaðreynd helgarinnar sem er kannski mesta áhyggjuefnið. Lukaku var inn á vellinum en ekki með í leik liðsins. Hann kom bara sjö sinnum við boltann á 90 mínútum á móti Crystal Palace um helgina. Eitt þeirra skipta var upphafsspyrnan. Hann náði engu skoti að marki og kom aldrei við boltann í teig Palace. „Hvað get ég gert? Ég veit það ekki,“ sagði Thomas Tuchel og hló með sjálfum sér en hélt svo áfram: „Við verðum bara að reyna að leysa þetta. Tölfræðin er þarna úti og hún segir sína sögu. Hann var ekki með í okkar leik,“ sagði Tuchel. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Þetta er stundum svona með framherja þegar þeir missa sjálfstraust eða þegar þeim gengur illa að finna svæði á móti góðum varnarliðum. Þetta er stundum svona og þetta er ekki það sem við viljum og ekki það sem Romelu vill,“ sagði Tuchel. „Þetta er heldur ekki tími til að hlæja að honum eða segja einhverja brandara um hann. Hann er í sviðsljósinu auðvitað og við munum passa upp á hann því hann er okkar leikmaður,“ sagði Tuchel. Lukaku er síðasti framherjinn í hópi margra hjá Chelsea sem eru keyptir fyrir stórar upphæðir en gengur svo illa að standa undir væntingum á Stamford Bridge. Þar má nefna menn eins og Andriy Shevchenko, Fernando Torres og Alvaro Morata svo einhverjir séu nefndir. „Það er hluti af sögunni að framherjar eiga í smá vandræðum hjá Chelsea og þetta er ekki auðveldasti staðurinn fyrir framherja. Ég veit ekki af hverju þetta er svona er svona er þetta,“ sagði Tuchel. „Að mínu mat er Chelsea lið sem er talið vera gott varnarlið, lið sem spilar kraftmikinn bolta og lið sem hefur ákveðið hugarfar. Við krefjumst mikið af okkar framherjum þegar kemur að varnarleik. Eins og er þá gengur okkur illa að búa til færi fyrir okkar framherja. Það er kannski eðlilegt að svo gerist um tíma á löngu tímabili,“ sagði Tuchel. Leikur Chelsea og Lille er í beinni á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Útsending frá leiknum sjálfum hefst klukkan 19.55 en upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni hefst klukkan 19.15. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Sjá meira
Hlutirnir hafa ekki gengið alltof vel hjá Romelu Lukaku síðan Chelsea keypti hann frá Internazionale í sumar. Tuchel on Lukaku: It's not the time to laugh about Romelu - he is our player and we will protect him. What can I do? I don't know. Well, we have to deal with it , via @nizaarkinsella. #CFC The data is out there and speaks the language that he wasn't in our game , he added. pic.twitter.com/13hdv5T9pm— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 21, 2022 Hann hefur bara skorað 10 mörk í 28 leikjum en auk þess hefur hann fengið kórónuveiruna, glímt við meiðsli og veitt umdeilt viðtal sem kallaði á stóra innanhússekt frá Chelsea. Lukaku var ósáttur með leikstíl Chelsea liðsins og talaði um að hann vildi komast aftur til Ítalíu þar sem hann blómstraði með Internazionale. Það er hins vegar tölfræðistaðreynd helgarinnar sem er kannski mesta áhyggjuefnið. Lukaku var inn á vellinum en ekki með í leik liðsins. Hann kom bara sjö sinnum við boltann á 90 mínútum á móti Crystal Palace um helgina. Eitt þeirra skipta var upphafsspyrnan. Hann náði engu skoti að marki og kom aldrei við boltann í teig Palace. „Hvað get ég gert? Ég veit það ekki,“ sagði Thomas Tuchel og hló með sjálfum sér en hélt svo áfram: „Við verðum bara að reyna að leysa þetta. Tölfræðin er þarna úti og hún segir sína sögu. Hann var ekki með í okkar leik,“ sagði Tuchel. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Þetta er stundum svona með framherja þegar þeir missa sjálfstraust eða þegar þeim gengur illa að finna svæði á móti góðum varnarliðum. Þetta er stundum svona og þetta er ekki það sem við viljum og ekki það sem Romelu vill,“ sagði Tuchel. „Þetta er heldur ekki tími til að hlæja að honum eða segja einhverja brandara um hann. Hann er í sviðsljósinu auðvitað og við munum passa upp á hann því hann er okkar leikmaður,“ sagði Tuchel. Lukaku er síðasti framherjinn í hópi margra hjá Chelsea sem eru keyptir fyrir stórar upphæðir en gengur svo illa að standa undir væntingum á Stamford Bridge. Þar má nefna menn eins og Andriy Shevchenko, Fernando Torres og Alvaro Morata svo einhverjir séu nefndir. „Það er hluti af sögunni að framherjar eiga í smá vandræðum hjá Chelsea og þetta er ekki auðveldasti staðurinn fyrir framherja. Ég veit ekki af hverju þetta er svona er svona er þetta,“ sagði Tuchel. „Að mínu mat er Chelsea lið sem er talið vera gott varnarlið, lið sem spilar kraftmikinn bolta og lið sem hefur ákveðið hugarfar. Við krefjumst mikið af okkar framherjum þegar kemur að varnarleik. Eins og er þá gengur okkur illa að búa til færi fyrir okkar framherja. Það er kannski eðlilegt að svo gerist um tíma á löngu tímabili,“ sagði Tuchel. Leikur Chelsea og Lille er í beinni á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Útsending frá leiknum sjálfum hefst klukkan 19.55 en upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni hefst klukkan 19.15. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn