Bruno blæs á sögur um óeiningu innan United: „Vinnum saman og töpum saman“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. febrúar 2022 22:30 Manchester United v Southampton - Premier League MANCHESTER, ENGLAND - FEBRUARY 12: Diogo Dalot, Bruno Fernandes and Harry Maguire of Manchester United after the Premier League match between Manchester United and Southampton at Old Trafford on February 12, 2022 in Manchester, United Kingdom. (Photo by Visionhaus/Getty Images) Upp á síðkastið hafa margar sögur af óeiningu innan veggja búningsklefa Manchester United verið á kreiki. Leikmenn liðsins hafa þó stigið fram einn af öðrum og blásið á þær sögusagnir, en Bruno Fernandes gerði einmitt það í dag. Á dögunum birtust fregnir af því að Harry Maguire og Cristiano Ronaldo ættu í eins konar valdabaráttu og væru að rífast um fyrirliðabandið. Ralf Rangnick, bráðabirgastjóri United, sem og Magure sjálfur hafa þó sagt þær fréttir algjört kjaftæði. Nú hefur Bruno Fernandes bæst í hóp þeirra sem segja sögusagnirnar ekki vera neitt annað an nákvæmlega það, sögusagnir. Hann segir að fagnaðarlæti liðsins í leiknum gegn Leeds um helgina sýni samheldið lið. „Í hreinskilni sagt er þetta bara fólk að kvarta og reyna að búa til sögur um klúbbinn,“ sagði Bruno. „Ég veit ekki alveg hvað fólk á við með þessu. Þegar Harry [Maguire] skoraði á móti Leeds sá ég Paul [Pogba] taka sprettinn á eftir honum og renna sér á hnjánum. Hann var virkilega glaður fyrir hans hönd. Ég sló á hausinn á honum og sagði að loksins hefði hann skorað með þessu stóra höfði.“ „Við vitum að þegar fólk talar um félagið eða leikmenn innan félagsins þá fer það út um allan heim og það er það sem þeir vilja.“ Bruno segir að þrátt fyrir þessar sögur sem hafa verið á kreiki láti leikmenn liðsins það ekki á sig fá. „Fyrir okkur er þetta ekki neitt. Ef við höldum okkur við okkar skipulag og stöndum saman þá er það það sem skiptir máli. Við vinnum saman og töpum saman,“ sagði Portúgalinn að lokum. Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Fleiri fréttir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Sjá meira
Á dögunum birtust fregnir af því að Harry Maguire og Cristiano Ronaldo ættu í eins konar valdabaráttu og væru að rífast um fyrirliðabandið. Ralf Rangnick, bráðabirgastjóri United, sem og Magure sjálfur hafa þó sagt þær fréttir algjört kjaftæði. Nú hefur Bruno Fernandes bæst í hóp þeirra sem segja sögusagnirnar ekki vera neitt annað an nákvæmlega það, sögusagnir. Hann segir að fagnaðarlæti liðsins í leiknum gegn Leeds um helgina sýni samheldið lið. „Í hreinskilni sagt er þetta bara fólk að kvarta og reyna að búa til sögur um klúbbinn,“ sagði Bruno. „Ég veit ekki alveg hvað fólk á við með þessu. Þegar Harry [Maguire] skoraði á móti Leeds sá ég Paul [Pogba] taka sprettinn á eftir honum og renna sér á hnjánum. Hann var virkilega glaður fyrir hans hönd. Ég sló á hausinn á honum og sagði að loksins hefði hann skorað með þessu stóra höfði.“ „Við vitum að þegar fólk talar um félagið eða leikmenn innan félagsins þá fer það út um allan heim og það er það sem þeir vilja.“ Bruno segir að þrátt fyrir þessar sögur sem hafa verið á kreiki láti leikmenn liðsins það ekki á sig fá. „Fyrir okkur er þetta ekki neitt. Ef við höldum okkur við okkar skipulag og stöndum saman þá er það það sem skiptir máli. Við vinnum saman og töpum saman,“ sagði Portúgalinn að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Fleiri fréttir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Sjá meira