Biden kynnir viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2022 20:43 Biden Bandaríkjaforseti flutti ávarp í Hvíta húsinu í kvöld. Drew Angerer/Getty Joe Biden Bandaríkjaforseti segir innrás Rússlands inn í Úkraínu hafa hafist í gær þegar Vladímír Pútín viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og fyrirskipaði að hermenn yrðu fluttir þangað til þess að sinna „friðargæslu.“ Í ávarpi sem forsetinn flutti nú í kvöld lýsti hann þeim aðgerðum sem hann og ríkisstjórn ætla að grípa til, með það að markmiði að beita Rússa þrýstingi. Hann sagði Bandaríkin ætla sér að beita Rússa harðari refsiaðgerðum en gert var árið 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga. Aðgerðirnar munu fela það í sér að reyna að draga úr fjármálastreymi frá vesturlöndum, með því að koma í veg fyrir fjárfestingar tveggja rússneskra banka á vesturlöndum. Eins munu Bandaríkin beita rússneska auðmenn og fjölskyldur þeirra þvingunum af sama toga. „Þau taka þátt í spilltum leikjum Kreml og ættu því að finna fyrir sársaukanum líka,“ sagði Biden. Þó er talið að Biden muni „geyma“ það að ráðast í harðari refsiaðgerðir, þar til áhrif þeirra aðgerða sem nú verður ráðist í koma í ljós. Telur Pútín ekki hættan Biden vék einnig að viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði Luhansk og Donetsk, tveimur héruðum í austurhluta Úkraínu. Sagði forsetinn að ákvörðun Pútins um að viðurkenna meint sjálfstæði héraðanna væri „fáránleg“ og fullyrti að um brot á alþjóðalögum væri að ræða. „Í stuttu máli þá tilkynnti Rússland með þessu að skera eigi stóran hluta út úr Úkraínu,“ sagði forsetinn og bætti við að svæðin sem um ræðir tilheyri Úkraínu. Þá sagðist hann telja Pútín vera á vegferð sem veitti honum einhvers konar réttlætingu til landvinninga í Úkraínu, mögulega með átökum. „Þetta er upphaf rússneskrar árásar inn í Úkraínu,“ sagði forsetinn. Því væri nauðsynlegt að grípa til viðskiptaþvingana. „Hver í guðs nafni heldur Pútín að gefi honum réttinn til þess að lýsa yfir stofnun nýrra svokallaðra „ríkja,“ á svæði sem tilheyrir nágrönnum hans,“ spurði forsetinn einnig. Hér að ofan má sjá ávarp forsetans í heild. Bandaríkin Úkraína Rússland Átök í Úkraínu Joe Biden Tengdar fréttir Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. 22. febrúar 2022 19:20 Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02 Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Í ávarpi sem forsetinn flutti nú í kvöld lýsti hann þeim aðgerðum sem hann og ríkisstjórn ætla að grípa til, með það að markmiði að beita Rússa þrýstingi. Hann sagði Bandaríkin ætla sér að beita Rússa harðari refsiaðgerðum en gert var árið 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga. Aðgerðirnar munu fela það í sér að reyna að draga úr fjármálastreymi frá vesturlöndum, með því að koma í veg fyrir fjárfestingar tveggja rússneskra banka á vesturlöndum. Eins munu Bandaríkin beita rússneska auðmenn og fjölskyldur þeirra þvingunum af sama toga. „Þau taka þátt í spilltum leikjum Kreml og ættu því að finna fyrir sársaukanum líka,“ sagði Biden. Þó er talið að Biden muni „geyma“ það að ráðast í harðari refsiaðgerðir, þar til áhrif þeirra aðgerða sem nú verður ráðist í koma í ljós. Telur Pútín ekki hættan Biden vék einnig að viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði Luhansk og Donetsk, tveimur héruðum í austurhluta Úkraínu. Sagði forsetinn að ákvörðun Pútins um að viðurkenna meint sjálfstæði héraðanna væri „fáránleg“ og fullyrti að um brot á alþjóðalögum væri að ræða. „Í stuttu máli þá tilkynnti Rússland með þessu að skera eigi stóran hluta út úr Úkraínu,“ sagði forsetinn og bætti við að svæðin sem um ræðir tilheyri Úkraínu. Þá sagðist hann telja Pútín vera á vegferð sem veitti honum einhvers konar réttlætingu til landvinninga í Úkraínu, mögulega með átökum. „Þetta er upphaf rússneskrar árásar inn í Úkraínu,“ sagði forsetinn. Því væri nauðsynlegt að grípa til viðskiptaþvingana. „Hver í guðs nafni heldur Pútín að gefi honum réttinn til þess að lýsa yfir stofnun nýrra svokallaðra „ríkja,“ á svæði sem tilheyrir nágrönnum hans,“ spurði forsetinn einnig. Hér að ofan má sjá ávarp forsetans í heild.
Bandaríkin Úkraína Rússland Átök í Úkraínu Joe Biden Tengdar fréttir Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. 22. febrúar 2022 19:20 Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02 Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. 22. febrúar 2022 19:20
Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02
Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39