Öfgakenndum gróðureldum fjölgi um 50 prósent fyrir aldarlok Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 11:49 Gróðureldum mun fjölga fyrir aldarlok ef ekkert breytist. Getty/Helen H. Richardson Öfgakenndir gróðureldar verða tíðari og þeim mun fjölga um 50 prósent fyrir lok þessarar aldar. Þetta kemur fram í nýrri skýrsu Sameinuðu þjóðanna. Þar segir að hætta muni aukast á að gróðureldar geisi á norðurslóðum. Vísindamenn Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem eru á bak við skýrsluna, skilgreina öfgakennda gróðurelda sem stórbrotna elda sem hingað til hafi aðeins brunnið einu sinni á öld. Þeir segja þó að hækkandi hitastig jarðar og breytt landnotkun muni auka tíðni slíkra elda. Í skýrslunni kalla þeir eftir því að í stað þess að verja miklum fjármunum í að berjast við gróðurelda verði fjármunum varið í að koma í veg fyrir gróðurelda. Í skýrslunni segir að stórir gróðureldar, sem brenni í margar vikur samfleytt, séu að verða heitari og brenni lengur en áður á þeim stöðum þar sem þeir hafa kviknað í gegn um aldirnar. Nú séu gróðureldar hins vegar farnir að kvikna á norðurslóðum, á þornandi mómýrum og þiðnandi sífrerasvæðum. Öfgakenndum gróðureldum muni fjölga um 14 prósent fyrir árið 2030, miðað við tölur frá árunum 2010-2020. Aukningin geti numið 30 prósent árið 2050 og 50 prósent fyrir lok aldarinnar. Þrátt fyrir að skýrslan fjalli að mestu um öfgakennda elda telja höfundarnir að minni gróðureldum, sem ekki eru flokkaðir sem öfgakenndir, muni líka fjölga á meðan landnotkun breytist og fólki fjölgar. Það geti haft veruleg áhrif á loftslagsvána þar sem brunarnir muni auka magn kolefnis í andrúmsloftinu. Loftslagsmál Umhverfismál Náttúruhamfarir Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Vísindamenn Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem eru á bak við skýrsluna, skilgreina öfgakennda gróðurelda sem stórbrotna elda sem hingað til hafi aðeins brunnið einu sinni á öld. Þeir segja þó að hækkandi hitastig jarðar og breytt landnotkun muni auka tíðni slíkra elda. Í skýrslunni kalla þeir eftir því að í stað þess að verja miklum fjármunum í að berjast við gróðurelda verði fjármunum varið í að koma í veg fyrir gróðurelda. Í skýrslunni segir að stórir gróðureldar, sem brenni í margar vikur samfleytt, séu að verða heitari og brenni lengur en áður á þeim stöðum þar sem þeir hafa kviknað í gegn um aldirnar. Nú séu gróðureldar hins vegar farnir að kvikna á norðurslóðum, á þornandi mómýrum og þiðnandi sífrerasvæðum. Öfgakenndum gróðureldum muni fjölga um 14 prósent fyrir árið 2030, miðað við tölur frá árunum 2010-2020. Aukningin geti numið 30 prósent árið 2050 og 50 prósent fyrir lok aldarinnar. Þrátt fyrir að skýrslan fjalli að mestu um öfgakennda elda telja höfundarnir að minni gróðureldum, sem ekki eru flokkaðir sem öfgakenndir, muni líka fjölga á meðan landnotkun breytist og fólki fjölgar. Það geti haft veruleg áhrif á loftslagsvána þar sem brunarnir muni auka magn kolefnis í andrúmsloftinu.
Loftslagsmál Umhverfismál Náttúruhamfarir Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira