„Skref sem gæti markað upphaf stríðs í gjörvallri Evrópu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 23:27 Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu talaði til Rússa á rússnesku í ávarpinu. Skjáskot Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu ávarpaði þjóð sína í kvöld þar sem hann segir að yfirvöld í Rússlandi hafi fyrirskipað innrás og að þetta skref Rússa gæti verið upphafið á stríði í gjörvallri Evrópu. Í ávarpi Zelensky sem birtist á Facebook síðu hans kom fram að hann hafi reynt að hringja í Vladimir Putin Rússlandsforseta í dag sem hafi ekki svarað. „Það var þögn. Reyndar ætti þögnin að vera í Donbas,“ sagði Zelensky en Donbas er svæðið í austurhluta Úkraínu þar sem héröðin Donetsk og Luhansk er að finna þar sem aðskilnaðarsinnar hafa gert sig gildandi og óskað eftir hernaðaraðstoð. Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Moskvu, skrifaði um ávarp Zelensky á Twitter. "This step could be the start of a big war on the European continent. The whole world is talking about what could happen any day now," says Zelensky. "Any provocation. Any flare-up – one that could burn everything."— max seddon (@maxseddon) February 23, 2022 Zelensky sagði að á landamærum landanna, sem samtals væru um 2000 kílómetrar, væru núna 200.000 rússneskir hermenn sem væru búnir að fá fyrirskipun um að gera innrás á yfirráðasvæði annars lands. „Þetta skref gæti markað upphaf stríðs í gjörvallri Evrópu,“ sagði Zelensky á rússnesku og talaði beint til nágranna sinna. „Þeir eru að segja ykkur að þetta muni frelsa fólkið í Úkraínu. Fólkið í Úkraínu er frjálst, það þekkir fortíðina og eru að byggja upp sína framtíð,“ sagði Zelensky enn fremur. „Fólkið í Úkraínu vill frið“ Zelensky rifjaði upp tíma þar sem hann dvaldi á Donbas svæðinu og segir að hann eigi marga vini með fjölskyldur þar. „Þeir segja ykkur að ég búinn að fyrirskipa árás á Donbas. Til að skjóta hverja? Til að sprengja hvern?“ „Ég er að tala rússnesku við ykkur en það skilur enginn í Rússlandi hvaða götur þetta eru. Þetta er okkar land og okkar saga. Fyrir hverju eruð þið að berjast? Og með hverjum?“ Þá biðlaði hann til rússnesku þjóðarinnar og sagði Úkraínu vilja frið. „Mörg ykkar eigið ættingja í Úkraínu, þið stunduðuð nám í úkraínskum háskólum og eigið úkraínska vini. Þið þekkið okkar gildi og hvað skiptir okkur máli. Hlustið á ykkur sjálf og ykkar innri skynsemi. Fólkið í Úkraínu vill frið.“ „Ríkisstjórn Úkraínu vill frið og er að gera allt sem hún getur. Við erum ekki ein, fjölmörg lönd styðja Úkraínu. Þetta er ekki spurning um frið sama hvað. Þetta er spurning um frið, gildi, réttlæti, alþjóðalög og réttinn til að ákveða sína eigin framtíð.“ Orðrómar um árás í nótt Luke Harding, blaðamaður The Guardian, skrifaði á Twitter í kvöld um stemmninguna í Kænugarði. Hann segir að orðróm á meðal embættismanna, erlendra tengiliða og blaðamanna að Rússar muni ráðast inn klukkan 4 eftir miðnætti að úkraínskum tíma. Þá er klukkan tvö hér á Íslandi. After midnight in #Kyiv. The mood grim, friends calling each other, the city still up and drinking tea. The rumour - from officials, foreign contacts, journalists - is that Russian action will began at 4am local time. #Ukraine is bracing, joking, hugging, loving. We wait— Luke Harding (@lukeharding1968) February 23, 2022 Fréttin verður uppfærð Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Sjá meira
Í ávarpi Zelensky sem birtist á Facebook síðu hans kom fram að hann hafi reynt að hringja í Vladimir Putin Rússlandsforseta í dag sem hafi ekki svarað. „Það var þögn. Reyndar ætti þögnin að vera í Donbas,“ sagði Zelensky en Donbas er svæðið í austurhluta Úkraínu þar sem héröðin Donetsk og Luhansk er að finna þar sem aðskilnaðarsinnar hafa gert sig gildandi og óskað eftir hernaðaraðstoð. Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Moskvu, skrifaði um ávarp Zelensky á Twitter. "This step could be the start of a big war on the European continent. The whole world is talking about what could happen any day now," says Zelensky. "Any provocation. Any flare-up – one that could burn everything."— max seddon (@maxseddon) February 23, 2022 Zelensky sagði að á landamærum landanna, sem samtals væru um 2000 kílómetrar, væru núna 200.000 rússneskir hermenn sem væru búnir að fá fyrirskipun um að gera innrás á yfirráðasvæði annars lands. „Þetta skref gæti markað upphaf stríðs í gjörvallri Evrópu,“ sagði Zelensky á rússnesku og talaði beint til nágranna sinna. „Þeir eru að segja ykkur að þetta muni frelsa fólkið í Úkraínu. Fólkið í Úkraínu er frjálst, það þekkir fortíðina og eru að byggja upp sína framtíð,“ sagði Zelensky enn fremur. „Fólkið í Úkraínu vill frið“ Zelensky rifjaði upp tíma þar sem hann dvaldi á Donbas svæðinu og segir að hann eigi marga vini með fjölskyldur þar. „Þeir segja ykkur að ég búinn að fyrirskipa árás á Donbas. Til að skjóta hverja? Til að sprengja hvern?“ „Ég er að tala rússnesku við ykkur en það skilur enginn í Rússlandi hvaða götur þetta eru. Þetta er okkar land og okkar saga. Fyrir hverju eruð þið að berjast? Og með hverjum?“ Þá biðlaði hann til rússnesku þjóðarinnar og sagði Úkraínu vilja frið. „Mörg ykkar eigið ættingja í Úkraínu, þið stunduðuð nám í úkraínskum háskólum og eigið úkraínska vini. Þið þekkið okkar gildi og hvað skiptir okkur máli. Hlustið á ykkur sjálf og ykkar innri skynsemi. Fólkið í Úkraínu vill frið.“ „Ríkisstjórn Úkraínu vill frið og er að gera allt sem hún getur. Við erum ekki ein, fjölmörg lönd styðja Úkraínu. Þetta er ekki spurning um frið sama hvað. Þetta er spurning um frið, gildi, réttlæti, alþjóðalög og réttinn til að ákveða sína eigin framtíð.“ Orðrómar um árás í nótt Luke Harding, blaðamaður The Guardian, skrifaði á Twitter í kvöld um stemmninguna í Kænugarði. Hann segir að orðróm á meðal embættismanna, erlendra tengiliða og blaðamanna að Rússar muni ráðast inn klukkan 4 eftir miðnætti að úkraínskum tíma. Þá er klukkan tvö hér á Íslandi. After midnight in #Kyiv. The mood grim, friends calling each other, the city still up and drinking tea. The rumour - from officials, foreign contacts, journalists - is that Russian action will began at 4am local time. #Ukraine is bracing, joking, hugging, loving. We wait— Luke Harding (@lukeharding1968) February 23, 2022 Fréttin verður uppfærð
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Sjá meira