Ástin virðist hafa kviknað á ný þegar þau náðu að eyða þessum tíma saman ásamt börnunum sínum Ellu og Quinlan.
„Svo, með tímanum, þróaðist þetta“ sagði hann „Við vorum búin að fara í sundur en byrjuðum aftur saman og við erum ánægð með það.“

Upphaflega voru þau gift í átján ár áður en þau skildu árið 2017.
„Þetta er búið að vera dásamlegt fyrir okkur öll, óvænt og eitt af því góða sem kom út úr heimsfaraldrinum,“
bætir hann við. Stiller og Taylor hafa starfað saman við kvikmyndir á borð við Zoolander, Dodgeball: A True Underdog Story og Tropic Thunder.